Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Qupperneq 8
356 LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS 100 ára minning Þjóðsöngur Norðmanna Björnstjerne Björnson ÞAÐ var vorið 1858, og þá hófst iíka vorið í lífi norska stórskálds- ins, Bjömstjerne Björnson. Þá trú- lofaðist hann og um sumarið eyddu þau hjónaefnin trúlofunardögun- um á bænum Reitan í Eikisdal, sem var í Nessókn, þar sem faðir hans var prestur. Það voru sólskinsdag- ar og sólskin í sál skáldsins. Þá um sumarið byrjaði hann á skáldsög- unni „Áma“ og gekk ágætlega vegna hinnar „dýrlegu trúlofunar“, eins og hann komst sjálfur að orði. Ekki tókst honum þó að lúka við söguna. Um haustið giftust þau og settust að í Björgvin. Þar tók hann við ritstjórn „Bergenspostens“. Og þá fekk hann nóg að gera. Um þær mundir var mikil ólga í stjórnmál- unum. Þau hertóku hug hans all- an og hann barðist eins og ljón. Skáldskapurinn var því settur á hylluna. Hann hafði þá í smíðum bæði „Kátan pilt“ og „Árna“, og greip aðeins í það við og við að yrkja kvæði, sem hann ætlaði að hafa í þeim sögum. Allan veturinn barðist hann djarflega í fremstu línu á stjórn- málavígvellinum. Um vorið fóru fram kosningar og stefna hans sigraði. Þá vildi hann að þjóð- hátíðin 17. maí væri haldin með meiri reisn og sóma í Bergen en áður hafði verið. Hann fekk því framgengt að kosin var sérstök hátíðarnefnd. Hann orkti ættjarð- arkvæðið „Til Norge“ (Der ligger et land mod den evige sne), sem syngja skyldi á hátíðinni og hann lofaði að halda aðalræðuna. Hátíðardagurinn rann upp bjart- ur og fagur. Hátíðahöldin hófusl með skrúðgöngu kl. 8 að morgni. í broddi fylkingar gengu þeir hlið við hlið viniínir, Björnson og Ole Bull, og þótti heldur sópa að þeim. Svo steig Björnson í ræðustól- inn og helt þrumandi ræðu, sem hreif og heillaði hvert einasta mannsbarn, sem á hlýddi. Enginn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.