Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
259
er svo sannfærandi, aS þannig
finnst manni, að þetta hljóti að
hafa verið. Grundvallarhugsjón
höfundar er ætíð sú, að reyna að
finna góðan og eðlilegan tilgang
fyrir ákvörðunum og verkum ailra
manna, þótt afleiðingar þeirra og
eftirköst, verði sízt alltaf til góðs.
Einstöku tilbúnar persónur eru þó
í sögunni, svo sem t. d. Ganja
Grenjaðardóttir, sem var að eigin
sögn „frjáls kona“ og „gifti sig
sjálf“ þegar henni sýndist, og ekkj-
an á Ströndum, er fól Styrbirni á
hendur sjóðinn.
Meginkjarni sögunnar er reistur
á hellubjargi Landnámu, en það er
þó stuðst við miklu fleiri fornsögu-
legar heimildir.
Vafalaust mætti telja, að Snæ-
birni galta verði einhverntíma
reistur veglegur minnisvarði. En
mundi það verða hans eigin þjóð,
sem gerir það, fyr en hin víða ver-
öld verður búin að vega og meta
afrek hans á vogarskál veraldar-
sögunnar, og neyða skilningi sín-
um á afreki hans upp á vora eigin
sofandi þjóð, sem nú um næstum
því full þúsund ár hefir algerlega
vanmetið, og alls ekki kannast við
afrek hans og gildi þess, og bók-
staflega falið hann og dáðir þær,
sem hann drýgði, fyrir sjálfri sér
og umheiminum!
Eftir slíka forherðingu getur það
varla orðið nema með sektartil-
finningu, að íslendingar heiðri
Galta á nokkurn hátt. En þegar að
því kemur, að þjóðin vill fara að
stæra sig af honum, eða ef þjóðin
hættir að hafa asklokið fyrir him-
inn, og fer að sinna öðru en því,
að „ýtast á um einskilding og dal-
inn“, eða eins og það nú er kallað,
að berjast um spón og bita, en fer
að sinna sóma sínum og kemst í
sálufélag við kynslóðir fornaldar-
innar, og meðal annarra dáða
máske reisir Snæbirni galta minn-
isvarða, þá vildi eg vona, að skiln-
ingurinn á „sálarþroska svanna“
verði kominn það langt, að við
hlið hans standi mynd af Hallgerði
Oddsdóttur, einhverri fegurstu
konu, sem ísland hefir alið, og var
höfuðpersónan í þeim ástarharm-
leik, sem kostaði hana sjálfa lífið
á ungum aldri, en varð upphaf
þess, að hinn vestræni heimur
opnaðist fyrir hinum hvíta kyn-
stofni.
o—/—o
Um þúsundir ára fyrir komu
Garðars Svavarssonar og Nadd-
odds hingað, hafði ísland verið
kunnugt nálægum þjóðum í Ev-
rópu, og sannar sögur um það
enda flutzt suður að Miðjarðarhafi
öldum fyrir Krists burð, í augum
þeirrar tíðar manna var ísland að
vísu óbyggilegt. En hvað var það,
sem varnaði mönnum að halda
ferðum sínum áfram frá íslandi
vestur í heim? Það var heimskauts-
ísinn, spölkorn fyrir vestan og
norðvestan ísland. Hann lokaði
öllum- leiðum, og byrgði fyrir öll
kynni og alla þekkingu á svæði
hnattar vors til vesturs frá íslandi.
Thule hlaut þá að vera takmörk
jarðar.
Svo var það í þann mund, er
Reykholt, hið síðar svo sögufræga
höfuðból Snorra Sturlusonar, var
beitarhús frá Breiðabólsstað, að
undarlegt sambland af ástarævin-
týri og ástarharmleik gerðist þar
í Reykholtsdal. Á Breiðabólsstað
sat goðinn og stórhöfðinginn
Tungu-Oddur, er reynt hafði sitt
af hverju um dagana, og vissi m. a.
hvers virði þingfylgi og vígsgengi
var. Á Kjalvararstöðum, hinum
megin við ána, bjó kristin móður-
systir hans, Kjalvör Þormóðsdótt-
ir hins írska á Akranesi, en ekkja
Hólmsteins Snæbjarnarsonar land-
námsmanns og bróður Helga
magra.
Það mætti segja með orðum
Tegners, að þá „greru í lund tvö
gullin blóm“ þarna í Reykholts-
dalnum. Með Tungu-Oddi óx upp
Hallgerður dóttir hans mikilúðug,
björt og fögur og höfðingleg, og
gædd flestum þeim kostum, er
konu mega prýða. Það hét svo, að
Snæbjörn galti Hólmsteinsson væri
fóstraður með Þoroddi í Þingnesi,
„en stundum var hann með Tungu-
Oddi eða (Kjalvöru) móður sinni“.
Hallgerður var um allt norræn.
Snæbjörn galti, sem líklega var
eitthvað eldri en Hallgerður, var
hið mesta mannsefni, og líklega er
það sannleikanum samkvæmt, að
Sigurjón lætur hann hafa erft
nokkur írsk ytri einkenni frá móð-
ur sinni og langömmu, Raförtu
Kjarvalsdóttur írakonungs.
Það leynir sér ekki, að þau Snæ-
björn og Hallgerður hafa verið
leiksystkin, og að með þeim hefir
verið ágæt frændsemi og vinátta
frá bernsku, sem svo, er árin liðu,
breyttist í sterka ást.
Hallgerður var nú gjafvaxta, og
Snæbjörn var búinn að vera í sigl-
ingum og átti nú kaupskip, er stóð
uppi í Grímsárósi. Hann var hinn
garplegasti drengskaparmaður.
Með Snæbirni og Hallgerði virð-
ist hafa verið fullkomið jafnræði,
hvað mannkosti og ættgöfgi snerti.
Ekki virðist Snæbjörn hafa verið
auðugur að fé. En varla mun hafa
verið lagt svo mikið upp úr því þá,
sem síðar varð. Manngildi og ætt-
göfgi var þá fyrir öllu. Samt synj-
aði Tungu-Oddur Snæbirni um
ráðahaginn. Oddi mun hafa verið
meira í mun, að gifta þessa dóttur
sína þannig, að hann tengdist við
höfðingja með miklum mannafor-
ráðum. Slíkir menn voru Mosfell-
ingar. Sigurjón lætur Kjalvöru,
móður Snæbjarnar, einnig vera á
móti ráðahagnum, vegna þess, að
kristinn réttur banni að byggja svo
náið að frændsemi. Og hversu mik-
ið eöa lítið sem heiðinn goði lagði