Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 361 Þúsundþjalasmidurirm Bernstein Á ÞESSARI öld, þegar sérhæfing- in virðist vera skilyrði fyrir hvers konar afrekum, er litið á menn með alhliða hæfileika eins og hvert annað undur. Leonard Bernstein er einn af þeim. Starf hans síðustu fimmtán árin hefur náð til a. m. k. fimm starfsgreina, sem hann hefur stundað jafnhliða og náð mark- verðum árangri í öllum. Hann hef- ur verið hljómsveitarstjóri og konsert-píanóleikari; hann hefur samið alvarleg tónverk. auk þess sem hann hefur samið gamansama söngleiki og aðra létta tónlist. Loks hefur hann haldið fyrirlestra og hljómleika í sjónvarpi, og fyrir það starf hefur hann hlotið heiðurs- titilinn „áheyrilegasti talsmaður tónlistarinnar“. Þessi tápmikli og gáfaði ungi maður hefur nú lokið fyrsta starfs- ári sínu sem stjórnandi elztu sin- fóníuhljómsveitar Ameríku, New York Fílharmóníuhlj ómsveitarinn- ar. Síðan Toscanini lét af stjórn hljómsveitarinnar árið 1936, hefur önnur eins hrifning ekki ríkt í Carnegie Hall og nú. Hljómsveitin leikur aftur fyrir fullu húsi, hún hefur endurnærzt og er þess al- búin að vinna nýja sigra. Sam- bandið milli Bernsteins og hljóm- sveitarmanna er líka óvenjulegt. eins og sjá má a* eftirfarandi lýs- ingu tónlistargagnrýnandans Paul Henry Lang á æfingu hjá hljóm- sveitinni. Hann segir: „Hljóm- sveitarmennirnir eru óþvingaðic og í góðu skapi, og sjálfur er Bern- stein vingjarnlegur og brosandi, jafnvel þegar á móti blæs. Hann vinnur samvizkusamlega, og það gefa hljómsveitarmennirnir einn- ig. Þar reiðir enginn upp svipuna,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.