Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 363 hljómleikum. Og þetta virðist hann geta gert, þótt hann æfi sig aðeins nokkrum sinnum fyrir tónleikana, en hann leggur líka mikið í hverja æfingu. Annars ver hann skömm- um tíma til æfinga, sem aðrir konsertpíanistar leggja svo mikið upp úr. Bernstein er tónskáld af lífi og sál, og það virðist óhugsandi, að hægt sé að halda sköpunarþrá hans í skefjum. Hann hefur þó ekki eins mikinn tíma til tónsmíða nú, þegar hann er orðinn hljómsveitar- stjóri, og um það fórust honum svo orð: „Fílharmóníunni mun ég helga eins mikið af tíma mínum og hún krefst — ef hún þarf hann allan, þá verður að hafa það“. Tónskáldið Bernstein hefur samið tvær sinfóníur, veigamikið tónverk fyrir riðlu, stutta óperu, tvo sönglagafiokka, nokkrar svít- ur fyrir píanó, marga balletta, klarinettsónötu, fjóra létta söng- leiki, langt jazzverk og auk þess tónhst við eitt ieikrit og eina kvik- |9ynd. Þótt hin alvarlegu verk hans njóti miklis álits, er það hin léttari tónlist, sem hefur fært Bernstein bæði trægð og álitlegan auð. Einn af vinsælustu amerísku ballettunum, sem nokkru sinni hefur verið sýndur, er ballet Bern- steins „Fancy Free“ Hann var síðar aukinn og endurbættur undir nafninu „On the Town“, sem er söng- og gamanieikur, er hlaut gífurlegar vinsæidir. „Wonderful Town“ var anrar vinsæll söngleik- ur, og síðasti söng’-eikur hans, „West Side Story“, er enn leikinn á Broaaway við metaðsókn. Enn önnur hiið á hæfileikum Bernsteins er hið undraverða lag, sem hann hefur á því að veita fjöldanum hlutdeild í tónlistar- áhuga sínum. Vegna þessa eigin- leika hefur hann orðið óvenjulega vinsæll meðal sjónvarpshlustenda. í fræðslusjónvarpinu hefur hann tónlistarþætti, sem eru meðal þeirra dagskrárliða fræðslusjón- varpsins, sem áhorfendur bíða með hvað mestri eftirvæntingu. Hver þáttur tekur heila KÍukkustund, og er hann eins konar fyrirlestur með tóndæmum, sem New York Sin- fónían leikur. Bernstein sjálfur virðist vera sá eini, sem kann tiltölulega einfalda skýringu á hinum fjölþættu hæfi- leikum sínum. Hann segir eitthvað á þessa leið: „Ég er tónlistarmaður og hver sú hlið tónlistarinnar, sem heíllar mig eða mér finnst eðlileg og sönn, á við mig. Mér finnst tón- listin engan veginn krefjast al- hliða hæfileika beirra, sem iðka hana — því að hún er öll eitt og hið sama — hún er músík“. Bernstein á æfingu hjá New York Filharmóníuhljómsveitinni. Þegar maður er ungur, lita þeir á manni hárið, draga úr manni tennurn- ar og breyta augabrúnunum. En þegar maður' er kominn á minn aldur, láta þeir mann bara leika. Leikkonan Eva Le Gallienne, eftir að hún hafði leikið í kvikmynd sextug. Franska konan vill hafa baðfötin sín einu númeri of lítil og vonast til að þau hlaupi. Franski baðfatateiknarinn Fernand Lafitte.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.