Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Page 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 495 Siglufjörður 1958 Goos síldarstöð, en þar er brima- samt og olli brimið stórskemmdum á stöðinni á vetrum. Kostaði því of fjár að halda henni við. Nú er hún öll komin í sjóinn. Á árunum 1903—1912 mátti kalla að Norðmenn réðu öllu á Siglufirði um síldveiðarnar og verkun síldar- innar. Veittu þeir mikla atvinnu á sumrin, en komu þó jafnan með stóran hóp verkafólks frá Noregi, oftast 50—60 manns. Þar af voru 15 stúlkur, sem fylgdu síldveiðiflotan- um allt árið, hvar sem hann var á veiðum, allt frá Norður-Noregi til Hjaltlands og íslands. Þessar stúlk- ur voru veraldarvanar og létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Er líklegt að fordæmi þeirra hafi ekki verið nein lyftistöng fyrir siðgæði hinna íslenzku samverkakvenna þeirra, því að „auðlærð er ill danska“. Eftir 1912 og þó einkum á stríðs- árunum fara íslendingar að keppa við Norðmennina. Þeir koma sér þá upp eigin síldarstöðvum í Siglu- firði, svo sem útgerðarfélögin ís- landsfélagið, Kveldúlfur og Alli- ance, og auk þess nokkrir einstakl- ingar. Hjá Bakka, út með firðinum, reisti P. J. Thorsteinsson stöð, en þar lágu á sömu vandkvæðin og í Hvanneyrarkróki. Þessa stöð eign- aðist seinna Óskar Halldórsson og barðist þar lengi af ódrepandi kjarki við náttúruöflin, en varð seinast undan að láta. Fleiri stöðvar voru reistar á þessum slóðum, ei> þær hafa allar farið sömu leið, brimið hefir brotið þær niður. Svo fór um stöð þá er Ás^ir Pétursson reisti þarna 1917. , Fyrstu árin háði það útgerðar- mönnum mikið, einkum um sölu á síld, að enginn sími var til Siglu- fjarðar. Hann fekkst ekki lagður þangað fyr en 1910, og þó með þeim afarkostum, að hreppsfélagið varð að taka á sig mikinn hluta af rekstr- arkostnaði hans fyrstu árin. Gránubryggjan var fyrsta haf- skipabryggjan í Siglufirði. Hún kom 1906. Síðan komu fleiri bryggj- ur. Árið 1918 fekk Siglufjörður kaupstaðarréttindi, og fór þá margt að breytast. Hákarlaskipin gömlu stunda að vísu hákarlaveiðar enn á vetrum, en nú hafa þau fengið hjálparvélar og stunda síldveiðar á sumrin. Og með hverju árinu hefir hlutdeild íslendinga í síldveiðunum aukizt, svo að þá stunda um 100 íslenzk skip þessar veiðar. Hvers hlutur er stór? Það var ekki ætlunin að rekja hér alla síldveiðisögu Siglufjarðar, heldur aðeins að segja frá fyrstu ár- unum, þegar grundvöllurinn var lagður, þegar svo að segja óbyggð- ur staður breytist skyndilega í stórt þorp og síðan í sjálfstæðan kaup- stað. Engum blandast hugur um, að Sigluf jörður á vöxt sinn og viðgang síldveiðunum að þakka. Margir hafa orðið ríkir þar skyndilega, en síðan tapað öllu og orðið öreigar. Það á jafnt við um Norðmenn og íslendinga. Sumir hafa fyrst komið þar fótunum undir sig. íslenzka ríkið hefir fengið miklar tekjur af síldveiðunum. En glöggvasta sönn- unin um hagnað af síldveiðunum, er þó Siglufjarðarkaupstaður sjálf- ur. Fyrir 140 árum áttu 8 menn heima á Siglufjarðareyri. Nú er þarna 2800 manna bær, með mörg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.