Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 2
622 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS áhrifa hans gætti lengi á ýmsum sviðum. „Hann Var fyrsti bindind- isfrömuðurinn hér. Hlaut hann fyrir afskipti sín af bindindismál- um mikið þakklæti stiftsyfirvald- anna. Blöðin Þjóðólfur í Reykja- vík og Norðri á Akureyri fara lof- samlegum orðum um bindindis- starfsemi v. Kohl. Tveimur árum eftir dauða Kohl var hér stofnað bindindis eða Góðtemplarafélag af séra Brynjólfi Jónssyni sóknar- presti Vestmanneya. Skipdrætti eyanna lét v. Kohl bæta og störfuðu menn að því ó- keypis og sameiginlega. Vegabæt- ur voru hafnar. Ruddur vagnfær vegur inn í Herjólfsdal og endur- bættar brautirnar upp fyrir Hraun og að Vilborgarstöðum. Um þetta leyti kom og fyrsti vagninn til ey- anna og átti v. Kohl hann. Fram- farirnar í Vestmanneyum voru um- talsefni manna í nærsveitunum. Eitt af skáldum Mýrdælinga kvað lofkvæði til Kohl“. Þetta er tekið úr „Sögu Vest- manneya“ eftir Sigfús M. John- sen. En kvæðið, sem hér er nefnt, og nú mun í fárra höndum, hefir Kjartan Leifur Markússon í Suður Hvammi sent Lesbók til birtingar. Kvæðið orkti Erlingur Guðmunds- son frá Norður Götum, og var hann þá við sjóróðra í Vestmanneyum. Kvæðið er orkt undir laginu Eld- gamla ísafold, og er á þessa leið: Ágústus Kohl kaptein kennir að beita flein og rista rönd. Hrósið og frægð hans fer fram til þess veröld þver jafni hans enginn er um Norðurlönd. Vænlegri velli á varla má nokkurn sjá af firðum frétt. Höfuð og herðar ber hvern yfir mæring hér Hannibals ímynd er aldeilis rétt. 10,000 kr ÁFENGISLÖGGJÖF okkar er eins mislukkuð og sigling á stjórn- lausu skipi, fullyrti kunningi minn einn um daginn. Áfengi má kaupa í vínverslun- um, en hvergi drekka það. Út- koman verður svo sú, að fjöldi Dökkur á brún og brá bjartur hörundið á rauð kinna rós. Hann er sem hetja að sjá frá hvirfli niður á tá, en augun björt og blá brenna sem ljós. Hann hefur marga mennt og mönnum þrifnað kennt Eyjunni á. Vagnbrautir víða rutt velmegun líka stutt, — um sá að yrði flutt, sem á mest lá.*) Kjartan Leifur Markússon lætur þessar upplýsingar fylgja kvæð- inu: — Erlingur sá, er kvæðið orkti, dó ungur. Hann var sonur Guð- mundar Guðmundssonar bónda á Norður Götum í Mýrdal og konu hans Guðrúnar Hallgrímsdóttur frá Efra Velli í Flóa. En kona Hallgríms og móðir Guðrúnar var Guðríður Ögmundsdóttir prests á Krossi í Landeyum. Bróðir Erlings var Brynjólfur á Litlu Heiði, faðir Hallgríms bónda á Felli, sem var mikill hagyrðing- ur og víða kunnur hér á Suður- landi. Systir Erlings hét Guðrún. Hún var móðir Hallgríms bónda í Hjör- leifshöfða og síðar í Suður Hvammi. *) Líklega eru tvær seinustu hend- ingarnar eitthvað úr lagi færðar. útborgun fólks telur sjálfsagt að gerast lög- brjótar, spillingin verður að svo miklum smitbera að löggæzlan ræður ekki við neitt. Við dæmum smáþjófa hart, en við lokum aug- unum fyrir stærsta þjófi okkar þjóðfélags, Bakkusi, sem er að stela frá okkur andlegri og lík- amlegri orku fjölda æskufólks. — Hvað á að gera? Útiloka vínið? — Útiloka vínið? Nei, það er ekki hægt. Það verður ekki kom- ið með viðeigandi lausn á þessu mikla vandamáli á nokkrum mín- útum. Þetta er svo umfangsmikið vandamál að leiðarstjörnur þjóðar okkar verða að fara að gera rót- tækar ráðstafanir, en þær mega ekki vera vanhugsaðar. Það var sunnudagur og sól og sumar. Þessi kunningi minn var að fara úr bænum og því kvaddi ég hann, því ég ætlaði að hafa hægt um mig fram að sumarfríi mínu. Þungt hugsandi um áfengislög- gjöfina gekk ég heimleiiðs. Því ekki að eyða stund úr degi henn- ar vegna og skrifa eitthvað um hana? Og svo fór eg að hugsa um það hvernig greinin æti að byrja. Rétt í því mæti ég öðrum kunn- ingja, trésmið að atvinnu. Hann bauð mér á kaffihús og var það þegið með þökkum. — Tvær „pepsi“ takk. Þegar afgreiðslustúlkan var bú- in að afgreiða okkur og gekk f burtu, laumaðist smiðurinn í barm sinn og dró upp fulla brennivíns- flösku. Hröð handtök og glösin voru full og flaskan komin á sinn stað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.