Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 6
526 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hagl — Hagl — Hagl Veldur stórtjóni um allan heim A F hamförum náttúrunnar er fátt verra en haglstormarnir. Hvar sem þeir fara yfir ræktaða jörð, verð- ur auðnin ein eftir. Og svo er talið, að í Bandaríkjunum verði meira tjón árlega af haglstormum held- ur en af hvirfilbyljum. Það er næsta ótrúlegt hverju tjóni haglstormar geta valdið. Gluggar mölbrotna, tré tætast sundur, ljósaauglýsingar fara í mola og hús stórskemmast. En þó er það ekkert á móti því tjóni, sem haglstormarnir valda bændum. Og hvergi eru menn öruggir fyrir þeim. Þeir uppyrja bómullarakra í Arizona, eyðileggja ávaxtagarða í Kaliforníu og melónurækt í Georgia. Aldingarðar verða sem eyðimörk, og kornakrana lemur haglið svo, að þar er ekki eitt ein- asta ax uppistandandi. í Suður- ríkjunum, þar sem tóbaksrækt er, tætir haglið tóbaksblöðin í sundur. Frásagnir bárust af því, að ítöl- um hefði tekizt að eyða haglelj- um með því að skjóta púðurskot- um á móti þeim. Þegar púðurreyk- urinn blandaðist saman við hagl- skýin, bráðnaði haglið og fell til jarðar sem regn. Þetta þóttu góð tíðindi vestra, og menn fóru sem óðast að skjóta á haglskýin. Það var meira að segja einu sinni hald- in alþjóðaráðstefna um að eyða haglskýum með skotum. En svo komu haglel og þau gerðu jafn mikinn skaða hvort sem skotið var á þau eða ekki. Þá fór nú af mesta gleðin. Og niðurstaðan varð sú, að menn þekktu engin ráð til þess að verjast haglstormum. — o — Haglel koma um allan heim. Venjulegast koma þau á sumar- kvöldum, en þau geta þó komið á hvaða tíma árs sem er. En í Bandaríkjunum koma þau venju- legast á allra óheppilegasta tíma, í júlí þar sem maísakrarnir eru og í ágúst í norðlægari héruðum þar sem hveiti er aðallega ræktað. Mönnum er enn eigi að fullu kunnugt um það hvernig haglelin myndast. Sumir vísindamenn segja, að þegar þrumuveður geisa, þá sogist óhemju mikið af regni upp í kaldari loftslög og frjósi á leiðinni þangað. Síðan sigi þessi snjór í hlýrri loftslög og taki í sig vætu, en sveiflist síðan að nýu upp í efri loftslögin. Þetta gangi þann- ig koll af kolli og altaf hlaðist meira og meira af ís utan á snjó- kornin, þangað til þau eru orðin stór og glerhörð. Þegar þungi þeirra er orðinn svo mikill, að uppstreymið megnar ekki lengur að sveifla þeim upp á við, falla höglin til jarðar. Hve mörg lög geta hlaðist utan á hvert korn? Enginn veit það með vissu. En fyrir nokkrum árum fell hagl í Annapolis, og þar voru talin 25 lög í hverju korni. Það þarf mjög öflugt uppstreymi til þess að halda slíkum kornum á lofti. Menn gizka á að vindhraðinn þurfi að vera um 400 km. á klukkustund. Aðrir vísindamenn halda því fram, að ekki sé þessum sveiflum upp og niður til að dreifa. Þeir halda að haglið myndist í háloft- unum og sígi ósköp hægt niður á við, en á leiðinni fari það í gegn- um mörg köld regnský og safni þá á sig vætulögum, sem frjósa svo' jafnharðan. En hvað sem um þetta er, þá bera haglkornin vitni um það sjálf, að þau hafa verið á miklum þeytingi og hlaðið utan á sig jafnt og þétt, því að þau eru oft alveg furðulega stór og stundum mjög einkennilega í laginu. Stundum eru þau eins og skotfleygar. Stundum eru þau allavega hornótt, og stundum flöt eins og diskur. í sumum haglkornum finnast lauf, hnetur, eða skordýr, og yfirleitt allt, sem borizt getur upp í háloft- in. En einkennilegust eru þau högl, sem geyma í sér lifandi ver- ur, svo sem smáfiska, skjaldbök- ur og froska. í desember 1933 fell hagl í Worcester í Massachusetts, og innan í kornunum voru andir. Stundum kemur það fyrir að tvö eða fleiri haglkorn festast sam- an og verða úr því slík ferlíki að fallþunginn verður svo mikill að þau grafast djúpt í jörð þar sem þau koma niður. Einu sinni fell svo stórt hagl í Kansas, að holurn- ar eftir það voru 12 þumlunga djúpar. Og fyrir nokkrum árum komu hvað eftir annað slík haglel í Iowa, að eftir voru sex feta djúp- ar holur, þar sem það hafði fallið þéttast. Stærstu högl í Bandaríkjunum fellu í Potter í Nebraska 6. júlí 1928. Þau voru dreifð, fellu til jarðar með 10—15 feta millibili, en fóru á kaf niður í jörðina. Það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.