Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 623 ]anct\ Ferlegar gígskálar feiknstöfum ristar furðuleg standberg í skauti sér hýsa. Mótuð af eld fyrir miljónum ára Mánafjöll upp yfir tunglflötinn rísa. Hraunmyndir úfnar og harðneskjulegar híma í skuggum við fjallanna rætur, því streymandi eldflóð, er steyptist úr gigum, storknaði í járngreipum svellkaldrar nætur. Aldeyðukyrrð nú hin öldnu fjöll sýna, úttæmda hnattorku stirðnaðrar foldar. Líkjast þau öldung, sem lama af elli lifir og aldrei fær hnigið til moldar. Hægt miðar sólu á heiðríkum, stirndum himinsins vegi á tólf daga árum. Skildi ei bregða gegn skini og beiskju ský yfir fjallanna hraunstorknum bárum. Vonlaus er þrá eftir vormildum blænum. Vetrarins mjöll ei um tindana rýkur. í langdegi heiðbjörtu, lamandi sólar lognkóf af hlíðunum golan ei strýkur. Mánafjöll bökuð af magnþrungnum gelslum mæna að himinsins daggtæru lindum. En svalað er aldrei af svellum né regni sólbrendum hlíðum og örþyrstum tindum. Lengi er dagur á iitvana himni. Loks hverfur sólin á dagglausu kveldi. Ört þá á Mánafjöll æðinótt hnígur, sem aldrei fá litblæ af kvöldroðans eldi. Gnúpleit þá Mánafjöll gína við himinn, geymandi bergrúnir orðlausrar sagnar. Með steingerða helgrímu stirðnaðar sjónir stara út í kólgunótt eilífrar þagnar. EINAR M. JÓNSSON — Er ekki hættulegt að drekka hérna? spyr ég og renni augunum að auglýsingu, er hangir upp á vegg, um bann við áfengisneyzlu í veitingahúsum. — Nei, ég drekk hérna oft. Mað- ur fer auðvitað gætilega. — En því drekkur þí ekkí heima fyrst þú ert að þessu? — Uss, unnustm er á móti þessu. En eg er búinn at vera svo lengi þurrbrjósta, að ég mátti til með að fá mér hressingu í dag. Er að vinna, skilurðu? Keypti þessa því áðan. — Áðan. Hvað kostaði hún? — Tvö hundruð. — Tvö hundruð ein brennivíns- flaska? Því keypturðu ekki vínið í gær, maður? — O, unnustan, skilurðu? Ann- ars er þetta allt í lagi, ég fékk tíu þúsund króna útborgun í gær. Margir lögðu leið sína inn á þessa veitingastofu þennan fagra sumardag. Og ótrúlega margir virtust þekkja vin minn, smiðinn. Meira var keypt á borðið og allir fengu hressingu er vildu. Það kom þó að því, að smiðurinn þurfti margvísleg erindi að reka utan veggja. Eg ætlaði því að kveðja og fara heim. Það samþykkti smið- urinn þó ekki. — Þú ert gestur minn í dag og þér ber að haga þér eftir því. Nú, þar sem ég var búinn að á- kveða að helga áfengislöggjöfinni daginn, tók ég boðinu. Næst var ekið bæarendanna á milli og vit- anlega ekki í almenningsvögnum. Marga þurfti að tala við og flestir þurftu á hressingu að halda. —Enginn hörgull er á víni í Reykjavík, þótt helgidagur sé. Það er aðeins nokkrum prósentum dýr- ara, áhættuþóknun, skilurðu? Er kvölda tók var sú ákvörðun tekin að fara á einn fínasta veit- ingastað bæjarins. Þar er hægt að dansa og njóta kvöldsins án þess að greiða aðgangseyri. Þar er líka hægt að þjóna Bakkusi á löglegan hátt, en það kostar peninga — þó aðeins rúmlega helmingi meira en sé það gert ólöglega. Með í förinni voru nú piltur og stúlka. Aldur? Æ, sleppum því. Er við vorum búin að fá borð, sezt og pantað fjóra dobel wyski og soda, spurði eg unga fólkið: — Veit mamma ykkar að þið eruð hérna? — Nei, blessaður vertu. Við fór- um í bíó. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.