Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 12
532 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS son, báru hvor annan svo alvarlegum brigslum, að þeim var vikið úr nefnd- inni og hafin dómsrannsókn í málinu (9.) Iðnþingið sæmdi Guðmund Sigurðs- son vélsmið á Þingeyri heiðursmerki iðnaðarmanna úr gulli (6.) Byggingafélagið Byggir h/f var rek- ið af Keflavíkurflugvelli með starf- semi sína vegna brota á tolllögum (7.) Danir ætla aðeins að hafa hér sendi- ráðsfulltrúa fyrst um sinn (8.) Ekvator, rússneskt hafrannsókna- skip mannað sjóliðum, kom til Reykja- víkur og fengu skipverjar landleyfi (9.) Séra Jakob Jónsson hefir fengið frí frá störfum og mun dveljast vestan hafs fram á næsta sumar. Séra Lárus Halldórsson gegnir embætti hans á meðan (9.) íslendingar eiga heimsmet í góðum árangri í baráttunni við berklaveik- ina (9.) Robert Abraham Ottósson varði doktorsrit um Þorlákstíðir í Háskóla íslands (9., 13.) Hjá Ytra-Rauðamel í Hnappadals- sýslu fundust í hraungjótu fjórir eir- pottar, sem taldir eru 300—400 ára gamlir (10.) Forsætisráðherra svaraði Stéttar- sambandi bænda út af verðhækkun og óstarfhæfni verðlagsnefndar, og kvað þessi mál verða að bíða Alþingis, enda væri engu spillt með því (11.) Á uppboði í Reykjavík var stofuborð Einars skálds Benediktssonar selt fyrir 2600 kr., blekbytta Gríms Thomsen fyrir 2800 kr. og beizlisstengur hans fyrir 2500 kr. (11.) Bifreiðastjórafélagið Hreyfill í Reykjavík hefir skift um nafn og heit- ir hér eftir Frami (13.) Minningarsj óður Hauks Snorrasonar ritstjóra var afhentur Blaðamannafé- laginu (14.) Halldór iKljan Laness hefir vetur- setu í Sviss (29.) Matthías Guðmundsson fulltrúi hefir verið skipaður póstmeistari frá 1. jan. n.k. að telja (30.) GJAFIR Verslunarráð Islands gaf Landsbóka- safni ljósm. af ísl. verslunarbókum og skjölum frá 18. öld, sem geymd eru í Kaupmannahöfn (4.) Bæarbókasafninu í Reykjavík bár- ust að gjöf 74 bindi.af dönskum bók- um frá Dansk-íslenzka félaginu (16.) Félag íslenzkra iðnrekenda hefir gefið 100.000 kr. sjóð til að stuðla að verklegri menntun iðnfólks. Gjöf þessi er gefin í tilefni af 25 ára afmæli Iðju, félags verksmiðjufólks (18.) Kvenfélag dómkirkjusafnaðarins í Reykjavík hefir gefið kirkjunni fjórar kertastikur og kross á altari (22.) Ludvig Storr kaupmaður hefir gefið Náttúrugripasafninu gott safn erlendra skordýra (29.) Guðmundur Jónsson og Guðrún Jónasdóttir á Hrafnkelsstöðum gáfu Víðihólskirkju á Hólsfjöllum 10.000 kr. til minningar um foreldra Guðrúnar (29.) AFMÆH 103 ára afmæli átti Guðmundur Jóns- son fyrrum baðvörður í Reykjavík (1.) Minnzt var þess að 50 ár voru liðin síðan Vatnsveita Reykjavíkur var gerð (2.) Verslunin Pfaff 30 ára (28.) Handíða- og myndlistarskólinn 20 ára (28.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.