Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 527 stærsta mældist 17 þuml. í um- mál og vóg 1% pund. Hér var ekki um samvaxin högl að ræða, menn gengu úr skugga um það er þeir klufu þau sundur til þess að rann- saka hve mörg lögin væri. Eftir haglstorm í Pensylvaníu safnaði bóndi nokkur fullri körfu af höglum, sem voru 8% þuml. í ummál. Þar sem þessi högl höfðu komið niður á steinstéttar, var kastið svo mikið að þau hentust sem boltar 10 fet í loft upp, án þess að brotna né tvístrast. Sagt er að í Indlandi hafi komið hagl, sem líkt var við mylnusteina, og hafi sum kornin vegið 7% pund, en þar hefir áreiðanlega verið um samvaxin haglkorn að ræða. Það er þó enginn efi á því, að stærra hagl hefir fallið til jarðar, en það sem vegið var í Nebraska. En mönnum kemur ekki saman um hve stór höglin geta orðið. í Heid- graben í Þýzkalandi fór hagl í gegnum húsþak og vóg það um 4 pund. Og í Cazorla á Spáni hafa fallið haglkorn, sem vógu 4% pund. Næst stærsta hagl, sem sögur fara af, fell í Texas. Þar gerði ógurlegt haglel í Dallas hinn 8. maí 1926, og voru höglin 4—12 þumlungar að ummáli. Kastið á þeím var svo mikið, að þau fóru í gegnum húsaþök, brutu glugga og þök á bílum og strætisvögnum. Fjöldi manns varð fyrir meiðslum, mörg húsdýr drápust og akrar eyðilögðust. — o — Ef haglið felli beint niður, mundi það ekki valda jafn miklu tjóni og raun er á. En því fylgir oftast æðiveður líkast fellibyl, og þess vegna verður tjónið svo mik- ið. Ekkert stenzt við. Rúður fara í mjöl, hús, bílar og annað tætist í sundur. Stórkostlegar skemmdir verða því jafnan á gróðurhúsum. Þar er ekki ein rúða heil eftir, og allur gróðurinn er laminn og sundur tættur. Eftir einn slíkan haglstorm, sem gerði í Denver í Colorado 1948, þurfti fullfermi 20 járnbrautarvagna af gleri til þess að gera við þök á gróður- húsum. En stundum verður tjónið svo mikið, að það verð- ur ekki metið til fjár. Þegar haglstormur er í aðsigi, forða menn sér altaf og leita skjóls þar sem öruggt er. En einu sinni var 39 ára gamall bóndi í Texas á ferð þegar haglstormur reið yf- ir. Haglið lamdi hann svo, að hann dó fáum klukkustundum seinna. í Klausenberg í Rúmeníu fell eitt sinn hagl, sem var á stærð við hænuegg. Þar biðu sex börn bana, en tíu meiddust stórlega. í Rostov í Rússlandi var hagl- stormur í aðsigi. Fólk flýtti sér eins og það gat að reyna að bjarga skepnum sínum í hús, en haglið kom á það og drap 23 menn. Árið 1936 drap haglið um 20 svertingja í Afríku og fundust líkin undir 3 feta djúpum haglskafli. En mest manntjón af hagli varð í Morada- bad í Indlandi 1888. Þar fórust rúmlega 200 menn. Stundum ná haglelin yfir stórt svæði. Árið 1939 fór haglstormur yfir Hyderabad í Indlandi og stórskemmdi 17 þorp á 30 enskra fermílna svæði. Veðrið var óskap- legt. Haglið tætti gjörsamlega lauf af trjám og braut 700 helluþök í mola, eyðilagðri 400 stráþakin hús og þúsundir ekra af ræktuðu landi, drap 200 nautgripi og 1000 kindur. En slíkar hamfarir eru svo sem engin nýung. í 10. kapítula Jósúa- bókar í gamla testamentinu, segir frá því, að þegar óvinir ísraels- manna voru á flótta „niður frá Bet-Hóron, þá lét drottinn stóra steina falla yfir þá af himni alla leið til Aseka, svo að þeir dóu; voru þeir fleiri er fellu fyrir hagl- steinunum, en þeir, er ísraelsmenn drápu með sverðseggjum". Sagt er að haglstormur hafi ráð- ið úrslitum í orustu milli Frakka og Breta árið 1360. Aristoteles minnist á haglel í skrifum sínum fjórum öldum fyr- ir Krists fæðingu. Og Forn-Grikk- ir höfðu þann sið að fórna lömb- um til þess að afstýra haglstorm- um. En nú þekkja menn varla annað ráð, en leita skjóls í húsum inni. Það verður að fara um akrana eins og verða vill. Mannslífin eru dýrmætari. Og þótt helluþök standist ekki haglelin, þá eru málmþök örugg og steypt þök þó bezt. — o — Er hægt að spá fyrir um hagl- storma? Það er undir hælinn lagt. Með því að senda loftbelgi með mælingatæki upp í háloftin, geta menn að vísu komist eftir því hvar öflugt uppstreymi er, en þar eru mestar líkur til þess að hagl myndist. Þó er erfitt að segja fyrir um það hvar haglið muni koma niður, né hvenær það muni koma niður. Með ratsjám er hægt að uppgötva haglel, og mörgum sinn- um hefir flugvélum verið forðað frá því að lenda í haglstormunum. Með síauknum veðurathugunum og bættum rannsóknartækjum, komast menn ef til vill að því hvers vegna hagl myndast og stormar í sambandi við það. Og þá finnast ef til vill öruggari ráð gegn hagl- stormunum heldur en að skjóta á þá- —* Lögreglustjóri: Hafið þið náð i inn- brotsþjófinn? Lögregluþjónn: Nei, en við höfum gert hann svo hræddan, að hann þorir ekki að láta sjá sig ef við erum eln- hvers staðar nærri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.