Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 8
528 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þetta gerðist / októbermánuði María Andrés- dóttir í Stykkis- hólmi, rúm- lega 100 ára, kemur á kjörstað ásamt dótt- ur sinni til að kjósa. ALÞINGISKOSNINGAR voru 25. og 26., stóðu nú í tvo daga víða vegna stækkunar kjördæmanna. tJr- slit urðu þau, að Sjálfstæðismenn fengu 24 þingmenn, Framsókn 17, Alþýðubandalag 10 og Alþýðuflokk- ur 9. Þjóðvarnarflokkurinn kom engum manni að. — Af þessum 60 þingmönnum eru aðeins tvær kon- ur, báðar úr Sjálfstæðisflokknum. Utanríkisráðuneytið sendi brezka sendiráðinu harðorð mótmæli út af framferði brezka togarans St. Aluc- in og brezka herskipsins, sem kom í veg fyrir að íslenzkt varðskip tæki togarann, sem var sekur um iand- helgisbrot hjá Grímsey. Krafðist ut- anríkisráðuneytið þess, að togarinn yrði sendur hingað til þess að þola dóm (2.) — Brezka stjórnin svaraði þessum mótmælum með því að segja að þetta hefði allt verið mis- skilningur milli foringjanna á ís- lenzka varðskipinu og brezka her- skipinu (9.) Brezkt herskip kom með dauð- vona botnlangasjúkling til Patreks- fjarðar. Var hann fluttur þar í sjúkrahús og lífi hans bjargað (8.) Hæstiréttur kvað upp dóm í máli enska togaraskipstjórans Pretious, sem sektaður var í Seyðisfirði 6. febr. fyrir brot á fiskveiðalandhelg- inni. Var sektin hækkuð úr 74.000 kr. í 100.000 krónur (15.) Togarinn Harðbakur ætlaði að selja afla sinn í Grimsby, en þá neituðu löndunarmenn að afgreiða hann. Skipið fór svo til Þýzkalands og seldi aflann þar (14.) Út af þessu urðu miklar deilur í Englandi og var löndunarbannið dæmt ólöglegt (14.) Seinna kom svo togarinn Hall- veig Fróðadóttir með afla sinn til Grimsby og var þá ekkert haft á móti því að aflinn væri seldur þar (27.) Rétt um mánaðamótin kom svo togbáturinn Steingrímur trölli frá Hólmavík með fisk til Grimsby og gekk salan árekstralaust (31.) VEÐRÁTTAN i þessum mánuði var hlý um land allt, en þó skifti mjög í tvö horn því að á Suðvesturlandi og Suðurlandi mátti heita að væri sífeldar rigningar, en norðan lands og austan var sólskin og blíðviðri svo að menn þóttust ekki muna slíka árgæzku. Til marks um það er, að vestur á Ströndum og norð- ur á Húsavík gengu menn enn til berja um miðjan mánuðinn og voru bláber þá enn óskemmd. Sunnan lands varð allur jarðvegur gegnsósa af vatni, og horfði til mestu vandræða um að ná uppskeru úr kartöflugörð- um. Kartöfluuppskera í Reykjavík varð þó sæmileg, eða um 6600 tunnur. Hey er víða úti enn. En austur á Hér- aði fekk Sveinn Jónsson á Egilsstöð- um um 250 tunnur af fullþroska byggi af kornakri sínum. — Seinni hluta mánaðarins gerði óhemju rigningu á Austfjörðum, urðu þá vatnavextir miklir og skriðuhlaup og skemmdist Fagradalsbraut mikið af skriðum. — Vegna rigninganna á Suðurlandi hafa vötnin á Mýrdalssandi reynzt óviðráð- anleg og hafa brotið stíflugarðana hvað eftir annað (10.) í sumar var gerð 60 metra löng brú á Blautukvísl og átti að veita vötnunum þar undir, en svo fór að vötnin kaffærðu brúna i sandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.