Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 14
634 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um Sargossahafið, þennan stöðu- poll á milli beljandi strauma At- lantshafsins. Sagt var, að þarna væri griðastaður sjóræningja, líkt og öræfin eru griðastaður útilegu- manna. Sagt var að þarna væri margar eyar, og þar hefði sjóræn- ingjarnir hrúgað saman gulli og gersemum. Aðrir sögðu að bölvun hvíldi yfir þessum stað, hvert skip, er þangað kæmi, væri dauðadæmt, það gæti ekki losað sig út úr skóg- inum, og væri að velkjast þarna og hringsóla á meðan það gæti flotið. Slíkar sögur og þvílíkar gengu á meðal sjómanna, breyttust og margfölduðust í meðferðinni, þar til þær voru orðnar að hinum furðulegustu kynjasögum. Og um aldir þorði enginn skipstjóri að koma nærri þessum hættulega stað. — o — Það var 300 árum eftir að Kolum- bus lenti í Sargossahafinu, að Alexander von Humboldt komst í kynni við það og ritaði um það. Voru skýringar hans á því, að frumskógur gæti þrifist þarna úti í miðju Atlantshafi, svo furðuleg- ar og fjarstæðukenndar, að mönn- um þótti, að það var ekki fyr en á þessari öld að vísindamenn gátu fallist á að hann hefði rétt fyrir sér í aðalatriðum. Hann helt því fram, að hér væri um „lygnu“ að ræða úti í miðju hafi, en allt umhverfis hana lægi sterkir straumar, sem einangruðu hana. í þessari lygnu væri hægur hringstraumur. Fyrir örófi vetra hefði hann sogað til sín þarann og heldi honum síðan, og þarna gæti þarinn vaxið og dafnað. Meðal þeirra vísindamanna, sem vildu hrekja kenningar Humboldts, voru þeir Kuntze og Hallermann. Þeir heldu því fram, að þarinn í Sargossahafi væri dauður, en ekki lifandi. Þetta væri þari, sem storm- ar og straumar hefði rifið upp með ströndum fram, og borið síðan þangað. Þetta væri þari og þang, sem væri að smárotna og sykki síð- an til botns. Engin líkindi væri til þess að þari gæti vaxið og dafnað úti í miðju hafi, þar sem engan botn væri að finna. — o — Það var ekki fyr en á þessari öld, að vísindamenn fóru fyrir al- vöru að rannsaka Sargossahafið. Og þeir hafa komizt að þeirri nið- urstöðu, að Humboldt hafði rétt fyrir sér. Þaraskógurinn vex þarna úti í miðju hafi. Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós, að ýmis kynleg dýr hafast við í þessum skógi. Þar hafa þegar fundizt 12 tegundir. Eru það fjórar fiskategundir, tvær krabbategund- ir, tvær rækjutegundir, þrjár teg- undir kufunga og flatormar. Hafa þær fengið á sig hinn rauðbrúna lit þarans, og eru með greinum og tægjum út úr sér, til þess að líkjast umhverfinu sem mest. Náttúran hefir þurft miljónir ára til þess að umbreyta þessum lífverum þannig, og þess vegna hljóta að vera miljónir ára síðan að Golf- straumurinn bar fyrsta þarann og þangið frá ströndum Ameríku út á haf og inn í Sargossahafið. Óhemju ósköp af þessu rekaldi hefir visnað og rotnað, en á hinum rotnandi leggjum hefir nýr gróður fengið næringu og dafnað. Og hanta heldur sér uppi með loft- blöðrum í blöðunum. Dýralífið, sem barst þangað með rekaldinu, hefir orðið að skipta um lifnaðar- háttu og aðlaða sig hinu nýa um- hverfi og lífsskilyrðum. Þarinn, sem þarna er, sekkur eigi lengur, eins og vant er um þara, sem slitn- ar upp. Hér vex hann og dafnar og sækir næringu til sjálfs sín. Rotnandi leggir og blöð veita hin- um nýa gróðri næringu og skóg- urinn er grózkumikill. Hann er eins og flotey hér á vindlausu hafi. — o — Af dýrunum, sem þama eru, ber fyrst og fremst að nefna Sargossa- fiskinn. Hann líkist lítt öðrum fisk- um, miklu fremur svipar honum til gróðursins, sem þarna er, því að út úr honum vaxa líkt og blöð og mjóir þvengir. Hann lifir ekki á þaranum, heldur á smákröbb- unum. Þarna eru líka riddarar og pípu- fiskar. Það er oft mjög mikið um þá í þara og öðrum sjávargróðri, en hvergi er jafn mikið af þeim eins og á þessum slóðum. Og svo er það állinn. Árið 1865 fann vísindamaður nokkur, Kaup að nafni, glæra smáfiska í At- lantshafi. Hann nefndi þá „Lepto- cephalus“. En árið 1895 uppgötv- uðu tveir ítalskir vísindamenn, Grassi og Galandruccio, að þetta var ekki nein sérstök fiskategund, heldur álar á bernskuskeiði. Þeir komust að því, að þessi álaseiði komu upp úr djúpinu og þau heldu síðan til lands. Nú höfðu menn tekið eftir því, að álar hrygna aldrei í ósöltu vatni, heldur leita á haf út. Þóttust menn nú vita að hrygningarstöðvar þeirra mundu vera úti í reginhafi. Svo var það árið 1904 að danski vísindamaðurinn Johannes Schmidt, fann álaseiði úti í At- lantshafi. Þau voru þar á sundi í yfirborði sjávar og stefndu til lands, austur á bóginn. Hann fann líka álaseiði vestur í hafi, og stefndu þau til vesturs. Þessi seiði voru ekki á bernskuskeiði heldur höfðu vaxið svo að þau voru nokkr- ir þumlungar á lengd. Schmidt komst þá að þeirri niðurstöðu, að hrygningastöðvar álsins væri í Sargossahafinu og álaseiðin leituðu til heimkynna foreldra sinna þeg- ar þau hefði þroska til.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.