Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 4
824 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Manntal í Bandarlkjunum er ekkert áhlaupaverk Sárþyrstir gestir komu af og til að borðinu til okkar. Þeir fengu allir einhverja lausn á vandræð- um sínum. Glösin tæmdust og fylltust á víxl, dans var stiginn og senn var klukkan orðin ellefu. Þá fer að líða að því, að stöðum þar sem hægt er að drekka lög- lega er lokað. En löglegt vín get- ur haft þau áhrif, ekki síður en ólöglegt, að menn vilja framlengja það sólskinsskap er það framleið- ir. — Áður en ég vissi af, voru fjórir miðar á borðinu er gátu opnað okkur leið að næsta skemmtistað. Smiðurinn hafði séð fyrir þeim sem öðru. Sá staður var opinn til klukkan eitt. Á slíkum stöðum er bannað að drekka sterka drykki. Hið löglega vín var nú borgað í flýti — 3500,00 kr. takk. Þjóninum þökkuð fljót og góð afgreiðsla og förinni flýtt eftir föngum á næsta stað. Dyravörðurinn athugaði okkur af mikilli kostgæfni. Dró hann fulla brennivínsflösku upp úr vasa smiðsins og bauðst til þess að geyma hana fram að lokun. Eg var aðeins á eftir að borðinu er samferðafólk mitt valdi. Öll glösin fjögur voru þarna full. Eg saup á glasinu er mér var ætlað og spurði síðan: — Hvernig stendur á þessu. Var vínið ekki tekið? — Hugsaðu ekki um það. — Drekktu. — Uss, þarna kemur vín- geymslan okkar. Eg lít við og sé dyravörðinn horfa yfir salinn. Eg fór til hans og tók hann tali. — Er ekki oft erfitt að halda uppi reglu á stöðum sem þessum? — Nei, ekki svona fínum stöð- um. Umgengni er betri í vistleg- um sölum en óvistlegum. Lítið varð meira úr samræðum. því vörðurinn þurfti að fara að borði einu, þar ^em gestirnir voru farnir að gerast allháværir. UM TVEGGJA ára skeið hefir Manntalsskrifstofa Bandaríkjanna verið önnum kafin við að undirbúa allsherjar manntal, sem þar á að fara fram í öndverðum apríl á næsta ári. Og það verður unnið ósleitilega að þessum undirbúningi alveg fram á seinustu stund. Það er ekkert áhlaupaverk að taka slíkt manntal. Og ekki er starfinu lokið þótt manntalið sé tekið. Þá er eftir að vinna úr skýrslunum og er gert ráð fyrir að til þess þurfi Og klukkan varð eitt. Skemmt- uninni var ekki lokið. Mér var boðið í „pajtý“. Eg afþakkaði þó gott boð og fór fljótlega heim. Nokkrum dögum seinna var ég að spjalla við kunningjaxm, er ég gat um í upphafi þessarar grein- ar. Hann spurði: Varstu ekki að hugsa um að skrifa grein um drykkjuskapinn? Áður en ég gat svarað spurningunni, hringdi sím- inn. Það var smiðurinn, gestgjafi minn frá því um síðustu helgi. Við töluðum um daginn og veginn. — Hann var að vinna í ákvæðisvinnu þessa dagana og hafði meira kaup á einum degi, en ég á einni viku. í lok samtalsins spurði ég: — Hvernig leið þér á mánudag- inn var? — Bara vel. Fékk mér hálfa áð- ur en ég byrjaði að vinna, annars hafði ég varla efni á því. Var næst- um „blankur“. Eg sneri mér frá símanum að kunningja mínum. — Skrifa um áfengið segir þú? Æ, ég held eg treysti mér ekki til þess. H. K. að minnsta Kosti tveggja ára tíma. Kostnaðurinn við þetta manntal verður því geisi mikill og er gert ráð fyrir að hann muni nema 110 —112 miljónum dollara. Slíkt allsherjar manntal hefir verið tekið í Bandaríkjunum á 10 ára fresti síðan 1790, og er þetta því 18. manntalið í röðinni og verð- ur langsamlega umsvifamest, enda er gert ráð fyrir því að íbúar Bandaríkjanna verði orðnir 180 miljónir, þegar það fer fram. Til gamans skulu hér birtar nokkrar tölur er sýna hve ört fólki hefir fjölgað þar í landi. Árið 1800 var fólksfjöldinn 5.308.483 _ 1850 — — 23.191.876 _ 1900 — — 75.994.575 _ 1950 — — 150.697.361 — 1960 er hann áætlaður 180.000.000 ÞAÐ ER mikið vandamál hvaða spurningar á að leggja fyrir fólk um leið og það er skráð á mann- tal, til þess að fá sem glöggvasta hugmynd um þjóðlífið. Manntals- skrifstofan hefir sér þar til aðstoð- ar 69 stofnanir, sem starfa á ýms- um sviðum— svo sem á sviði vís- inda, viðskipta, löggæzlu, fræðslu- mála, félagsmála og tæknimála —• til þess að ákveða með sér hverjar spurningarnar skuli vera. En svo koma ótal fyrirtæki, félög og jafn- vel einstakir menn og heimta að ýmsar spurningar sé teknar á manntalsskýrsluna. Oft er þannig reynt að lauma inn spurningum, sem viðkomandi getur haft gagn af að fá svarað. Þar á meðal er þessi spurning, sem hvað eftir annað hefir verið gerð afturreka: „í t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.