Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 531 Kornakur Sveins bónda Jónssonar á Egilsstöðum fyrir 5 órum, nemur ntl nær 5 miljðn- um króna (9.) Gísli Halldórsson verkfræðingur hef- ir fundið upp nýa gerð af síldarfergju (10.) Borað var eftir heitu vatni niður í 2155 metra dýpi í Reykjavík og er þetta langdýpsta borhola á landinu (10.) Upp úr borholunni koma um 6 sek.lítrar af um 140 st. heitu vatni, en það mundi nægja til upphitunar fyrir 1500 manns (29., 31.) Kjarnfræðinefnd Islands sendi utan 250 kg. af jtartöflum til þess að fá þær geislaðar. Er þetta gert með tilliti til þess hvernig á að geyma kartöflur hér í framtíðinni (13.) Tveir nýir gæzluvellir fyrir smábörn opnaðir í Reykjavík (17.) Nýr viti er kominn á fjallið Gölt hjá Súgandafirði (18.) Tónlistarfélagið hefir hafið byggingu á kvikmyndahúsi í Reykjavík (20.) MENN OG MÁLEFNI Tómas Helgason læknir hefir verið viðurkenndur sérfræðingur 1 geð- og taugasjúkdómum (1.) Iðnþing íslendinga var sett og haldið í Reykjavík (1.) Arndís Bjömsdóttir hlaut leiklistar- verðlaun úr Minningarsjóði Soffíu Guðlaugsdóttur (1.) Hæstiréttur kvað upp dóm út af verðlagningu dilkakjöts í fyrra og var framleiðsluráð sýknað (2.) Nokkrir menn bundust samtökum undir kjörorðinu „Friðun miða — framtíð lands“ til þess að safna fé til kaupa á kopta handa nýa varðskipinu (3.) — Á þingkosningadaginn voru seld merki sjóðsins og safnaðist hátt upp í Vz milljón kr. Gunnar Guðjónsson endurkjörinn formaður Verslunarráðs Islands (3.) Um 5000 gestir skoðuðu Árbæar- safnið í sumar (4.) Brynjólfur Jóhannesson fekk „Silf- urlampann" fyrir leik sinn í „Allir synir mínir“ (4.) Fulltrúar neytenda sögðu sig úr verðlagsnefnd lar.dbúnaðarafurða (4.) Bandarikjamaðurinn Tomas Britt- ingham styrkir enn íslenzka stúdenta til háskólanáms í Bandaríkjunum (5.) Tveir menn í húsnæðismálastjórn, Hannes Pálsson og Sigurður Sigmunds-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.