Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Qupperneq 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 573 Ókunnar þjóðir; Hjá mannœtum á Nýu Cíneu ii. Veiðiför LEONA saknaði ekki ræðarans. í hennar augum voru allir frum- byggjarnir eins, og hún tók ekki eftir því að nýr maður kom á bát- inn. Okkur miðaði nú drjúgum á- fram. Þótt straumurinn væri orð- inn þyngri en áður var, komust ræðararnir 6—7 mílur á dag. Sums staðar voru lygnur og þá fórum við mílu á klukkustund. Þremur dögum eftir að við fórum frá Bup- ul, varð eg þess var að nauðsynlegt var að afla nýrra kjötbirgða, og sago var líka á þrotum hjá ræður- unum. Eg tók því áningarstað á fljótsbakkanum þar sem mikið var af sagopalmum. Til þess að komast þar að, varð eg að fæla burt hóp af krókódílum, drepa eina pyt- hon-slöngu og svæla burt herskara af stingflugum. Eftir það var hægt að ganga til náða. En okkur varð ekki svefnsamt, því að inni í skóg- inum kvað við látlaus bumbuslátt- ur. Og annaðhvort hafa stingflug- ur angrað bumbuslagarann, eða þá að hann hefir verið mesti viðvan- ingur, því það var hryllilegur hávaði. Morguninn eftir skipti eg liði mínu í tvennt. Helmingurinn átti að vera eftir til að safna sago. En með hinn helminginn fór eg yfir fljótið til veiða, því að þar voru gresjur. Leonu skildi eg eftir und- ir vernd þeirra Achmed og Admo, en fór með alla beztu bogmennina með mér. Eg ætlaði að kvikmynda veiðiskapinn og vildi því hafa sem bezta bogmenn. Fyrsta verk okkar, er yfir fljót- ið kom, var að gera nokkurs konar kvíar úr sprekum ,rekaviði, palma- blöðum og þess háttar. Kvíarnar voru oddmyndaðar og um þrjár mílur á lengd og sneri gáttin upp á land, og var þar víð. Ætlunin var að reka veiðidýr inn í kvíarn- ar. Þau hlutu þá að renna með- fram girðingunum þar til þau kæmu fram í oddann, rétt við fljótið. Það var ekki svo mikil hætta á að þau myndu steypa sér í fljótið, því að þau eru ákaflega hrædd við krókódílana, sem þar eru. Þegar þessu var lokið, voru nokkrir menn sendir langt inn á gresjuna. Voru þeir með bumbur og kyndla. Grasið var þarna um sex fet á hæð og alveg skrauf- þurrt og eldfimt. Eg hafði látið gera mér háan pall úr bambusviði og þar stóð eg með kvikmyndavélina. Það var falleg sjón að horfa yfir gresjuna, sem bylgjaðist undan suðvestan- golu. Grasið var svo hátt að menn mínir hurfu í það, og hvergi var neina skepnu að sjá. Allt var á kafi í þessum mikla gróðri. En til þess að eg hefði þó einhverja út- sýn, lét eg menn mína ryðja grasi af stórum bletti beint framundan pallinum. Skömmu síðar gusu upp reykir langt inni á sléttunni. Svo heyrði eg dyn af bumbum, en hann hvarf brátt fyrir öðrum ofsalegri dyn, hvininum af sléttueldi. Og það var eins og við manninn mælt, vindur- inn jókst þegar í stað. Blossa bar við himin og grasið fuðraði svo snögglega upp, að varla kom af því reykur. Hitinn kom í stórum bylgj- um og gerði loftið iðandi og ó- gegnsætt. Þar mynduðust stórar hringiður og hitastrókar. Fuglar ráku upp æðisgengin hræsluhljóð, flugu upp úr grasinu, en eldinum laust í hörið og þeir fellu brátt til jarðar. Mér fór að skiljast að eg væri ekki vel staddur á þessum palh. En hér var enginn tími til um- hugsunar. Út úr grasinu geistist fjöldí dýra, líkt og engisprettur út úr akri, sem sleginn er. Fyrst komu kengúrurnar, stór slæki og á shku hendingskasti að ekki var viðht að ná myndum af þeim. Þær komu fram á filmunum eins og grá stryk. Betra var að fást við htlu keng- úrurnar. Þær voru helmingi minrú en hinar og gátu því ekki stokkið jafn langt og ekki jafnfljótar að ná stökkinu. Sumar hentust yfir girð- inguna, en aðrar treystu sér ekki og þustu niður með henni og alla leið fram í totuna. Næst komu villigeltir, drynjandi og froðufellandi af skelfingu og ruddust beint inn í kvína. Og ekki skeyttu þeir neitt um girðinguna heldur réðust beint á hana, og í gegn eins og þrumufleygur. Eg sá í svip hvar Wasbus þreif til boga síns og skaut beint framan á einn göltinn, og flaug örin í gegn um göltinn endilangan og nam ekki stað fyr en í girðingunni. Menn mínir voru farnir að ham-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.