Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Qupperneq 8
578
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Þetta geröist \ nóvember
SKÖMMU eftir þingkosningarnar
hófust viðræður Sjálfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokksins um myndun
nýrrar stjórnar, er hefði meiri hluta
á þingl.
Ríkisstjórn Emils Jónssonar, sem
tók við völdum 23. des. s.l., sagði
svo af sér 19. nóvember. Forseti ís-
lands ræddi þá við forystumenn
stjórnmálaflokkanna, en að þeim
viðræðum loknum fól hann Ólafi
Thors, formanni Sjálfstæðisflokks-
ins, að mynda nýtt ráðuneyti. Gekk
það greiðlega og tók hin nýa stjórn
formlega við daginn eftir. Hún er
þannig skipuð: Ólafur Thors for-
sætisráðherra, Bjarni Benediktsson
dómsmála- og iðnaðarmálaráðherra,
Gunnar Thoroddsen fjármálaráð-
urnar fluttar í geymslurúm og
varðveittar þar um hríð í röku
lofti.
Þá kemur að því að búa um vör-
una, en það er gert í vélum. Þessar
vélar raða saman 5 plötum, vefja
utan um þær pappír og glæpappír
og skila þeim tilbúnum frá sér.
Önnur vél tekur svo við og setur
20 slíka pakka saman í kassa. Síðan
fara þeir á færibandi til einnar vél-
ar enn, sem slær glæpappír utan
um kassana og raðar þeim niður í
stærri kassa. Þá er varan tilbúin
að sendast á markað.
— 'k' —
Hvergi í heimi er etið jafn mikið
af jórturleðri sem 1 Bandaríkjun-
um. Árið 1930 át hver maður til
jafnaðar 100 plötur á ári, en í stríð-
inu margfaldaðist þessi eyðsla.
Hermennirnir, sem voru erlendis,
átu t. d. 620 plötur til jafnaðar á
ári. Og eftir stríðið er eyðslan 500
plötur á mann að meðaltali í öllum
Bandaríkjunum. Og þaðan hefir
þessi jórtursiður borizt út um allan
heim, og orðið fjölda manns að
ávaaa.
herra, Ingólfur Jónsson landbúnað-
ar- og samgöngumalaráðherra, Emil
Jónsson félagsmalaráðherra, Guð-
mundur 1. Guðmundsson utanrikis-
ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason mennta-
mála- og viðskiftamáiaráðherra. —
Stjórnin birti stefnuskrá sína á Al-
þingi sama dag.
Aiþing kom saman til funda 20.
Höfðu þá miklar breytingar verið
gerðar á fundarsölum þingsins,
vegna þess að nú eru þingmenn 60,
eða 8 fleiri en áður. Forsetar voru
kjörnir: Friðjón Skarphéðinsson í
Sþ., Jóhann Hafstein í Nd., Sigurð-
ur Ó. Ólafsson í Ed. (24.)
Vegna þess að sérfræðingar hafa
ekki enn Iokið rannsókn sinnl á
efnahagsmálum þjóðarinnar, var
sýnt að ekki mundi unnt að af-
greiða fjárlög fyrir nýár, lagði
stjórnin því til að fundum Alþingis
yrði frestað frá mánaðamótum til
28. janúar (27., 28.)
Brezkt herskip hindraði að „Maria
Júlía“ tæki landhelgisbrjót hjá
Langanesi (7.) — Kristinn Guð-
mundsson ambassadör gekk á fund
Selwyn Lloyd utanríkisráðherra
Breta og mótmælti þessu ofbeldi
(24.)
veðrAttan
var umhleypingasöm og stórviðra-
söm í þessum mánuði og oft rigning
sunnan lands. í öndverðum mánuðin-
um gerði foráttubrirn í Faxaflóa og
brotnaði þá sjávarnargarður hjá Rafn-
kelsstöðum á Miðnesi, en 8 hross
flæddi á Mýrum og drukknuðu þau
öll (3. og 6.) Annað fárviðri með þreif-
andi stórhríð brast skyndilega á þann
8. og var þá fannkoma um allt land,
en veðrið þá langverst á Norðurlandi
og olli miklu tjóni. Jörð var alauð fyr-
ir og var fé því út um alla haga og
sumt á afréttum, en engum manni var
út fært til að vitja um það vegna blind-
byls, er stóð í tvo daga. Hrakti fé víða
til dauðs í fen og ár, eða fyrir björg,
en mesta fjölda fennti, og voru bænd-
ur iengi á eftir að leita og draga fé úr
fönn, ýmist dautt eða lifandi. Mestir
fjárskaðar munu hafa orðið í Þingeyar-
sýslum og er enn eigi vitað hve miklir
Olafur Thors.
þeir hafa orðið. 1 Reykjadal munu hafa
farizt 100—150 kindur, þar fundust á
einum stað 33 kindur dauðar í einum
hnapp. A Hólsfjöllum, þar sem ekki
eru nema 5 bæir, er talið að farizt hafi
um 100 fjár. Miklir fjárskaðar urðu og
í Kelduhverfi.
1 þessu ofviðri tepptust flestir fjall-
vegir og sums staðar voru menn hætt
komnir. Miklir samgönguerfiðleikar
voru á eftir og bílar festust víða, en
flug lá niðri í nokkra daga. Svo var
fannkoman mikil, að mannhæðar háir
skaflar voru á götum Akureyrar.
Annað tjón varð einnig. Brotnaði
stórt skarð í skjólvegg hafnarinnar í
Ólafsfirði og einnig urðu þar fleiri
skemmdir svo tjónið er talið um miljón
kr. Bátur fórst á Hofsósi. Trilla sökk
á Húsavik og aðra rak á land. Upp-
skipunarbát rak á land á Kópaskeri og
brotnaði hann í spón. Trillu rak á land
í Þórshöfn og eyðilagðist hún. Tals-
verðar skemmdir urðu á hafnarmann-
virkjum á Sauðárkróki. Bátur sökk á
Árskógssandi. Rafmagnsstrengur til
Hríseyar bilaði. í þessum hamförum
stíflaðist Laxá algjörlega þar sem hún
kemur úr Mývatni og var rafmagns-
laust á orkusvæði hennar í marga daga.
Tilfinnanlega bitnaði þetta á Akureyri,
þar urðu margir að flýa hús sín vegna
myrkurs og kulda. Um miðjan mánuð-
inn var komið nokkuð rennsli i Laxá,
en rafmagnsskortur var enn á Akureyri
fram um 20.