Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Qupperneq 8
592 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Svalt a no itt Brelddu yfir tár mín og sár min, svala nótt, svæfandi húm, er þerrar tár af bránum. Éfr reika einn um garðinn og allt er auðnarhljótt nema andvarinn i trjánum. Og enginn er á ferli og allir sofa stillt, en inn í næturþögnina ég hvisla hljóðum orðum: Hver strýkur duldri hendi um enni mitt svo milt eins og mamma gerði forðum? Lífið hefur veitt mér af sorg og gleði gnótt, greitt hef ég með tárum allt, sem ég því skulda. Breiddu yfir tár mín og sár mín, svala nótt, sefavoð hins dulda. BJÖRN BRAGI eg var ekki í því skapi að hugsa um kvenfólk. Þeirri stund varð eg fegnastur er eg komst burt úr þessu húsi. Fór eg þá að leita að Johansen og hitti hann. Tók hann mér hið bezta og útvegaði mér hinn ágætasta dval- arstað í „De gamles Hjem“. Þarna voru leigð herbergi og seldur mat- ur þeim, er þess óskuðu. En svo kom hingað margt gamalt fólk, til þess að snæða miðdegisverð, sem það fékk fyrir hálfvirði, en ríkið borgaði hinn helminginn. Af þessu dró stofnunin nafn sitt. Þarna var ég svo allan tímann og greiddi 60 kr. á mánuði fyrir fæði og húsnæði. Eg fékk fljótt hugskeyti um að Einari liði illa, þar sem hann var kominn, og tvívegis heyrði eg hann kalla á mig. Mér var því ekki rótt. Á öðrum degi fór eg til forsijóra heimilisins, sem Petersen hét og spyr hann hvort ekki muni vera sérstakur heimsóknartími á „klin- ikina“ þar sem Einar er. Hann horfði þegjandi á mig um stund, en spurði svo: „Var þér bannað að koma þang- að?“ „Já“, sagði eg. „Mig var farið að gruna þetta, úr því að þú fórst ekki að vitja um drenginn“, sagði hann. „For- stöðukonan er skass, hún bannar ölliun ættingjum að heimsækja sjúkhngana. Á eg að koma með þér?“ „Þakka þér fyrir“, sagði eg, „en helzt vil eg fara einn. En fái eg ekki að hitta drenginn, þá er eg þér mjög þakklátur ef þú vilt koma með mér öðru sinni“. „Nú er heimsóknartími“, segir hann. „Farðu þegar í stað, en láttu mig vita ef þú færð ekki að sjá drenginn“. Eg lét ekki segja mér þetta tvisvar, og fór rakleitt til hælis- ins. Þar hringdi eg útidyrabjöllu. Feita kerhngin kemur út og kippir mér inn eins og vetling. Og nú var sem eg sæi fyrir mér hvert eg ætti að fara. Eg geng rakleitt inn í eina stofuna. Þar er fjöldi rúma inni. Eg skálma inn og geng framhjá nokkrum rúmum en sé ekki Einar. Þá heyri eg að hann grætur. Var eg nú fljótur að komast að rúmi hans. Varð hann þá fegnari en frá verði skýrt og sefaðist fljótlega, þrátt fyrir miklar þáningar. Hann hafði verið skorinn á 9 stöðum. Hann getur ékki hreyft sig, kvelst af þorsta og getur ekki sofið. Nokk- urs konar sperrur eru settar yfir hann til þess að varna því að sæng- urfötin liggi of þungt á honum. Enginn lítur til hans og enginn reynir að skilja hvað hann vill. Hann á víst að gráta þangað til hann hættir því af sjálfsdáðum. Honum hður ákaflega illa og hann er hræddur, aðallega vegna þess að hann skilur ekkert. Þegar eg hefi huggað hann, kem- ur frúin askvaðandi. Eg stend upp og hugsa með mér að það sé bezt að hún byrji. Ekki kastaði hún kveðju á mig, og þarna horfðumst við þögul í augu andartak. „Þér eruð kominn, þrátt fyrir bann mitt“, þrumaði hún svo. Eg svaraði henni í svipuðum tón: „Já, og það var gott að eg kom. Vitið þér það, frú, að sjúkhngur- inn hefir vakað og grátið í tvo sól- arhringa. Hann skilur engan og enginn skilur hann og hann fær ekki svo mikið sem vatnsglas til að svala þorsta sínum. Ef til vill má hann ekki drekka vatn, en hann má sjálfsagt sofa og hætta að gráta. En eina manninum, sem getur verið milliliður yðar og hans, eina manninum, sem getur huggað hann, bannið þér að koma hingað“. Frúin var hörundsdökk að eðlis- fari, en nú dökknaði hún mikið við þessa ádrepu. Þessu átti hún ekki að venjast. Alhr virtust hræddir við hana. Hún sneri sér nú að gæslukonu, sem þama var og segir: „Er það satt. sem þessi ósvífni íslendingur segir?“ „Já, frú“, var svarið. „Drengur- « l.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.