Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Page 16
600 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jón Eyþórsson og Einar G. E. Sæmundsen að skoða norskar skógarfurur, sem gróðursettar voru í Haukadal 1943. Gróðursetning í Haukadalshlíðum. Fyrstu stríðsárin var lítið unnt að vinna að skógrækt hér á landi. Skorti bæði trjáfræ og plöntur, en árið 1943 komu nokkrar skógar- furur úr Múlakotsstöðinni, vaxn- ar upp af síðustu fræsendingunni, sem kom frá Noregi fyrir stríðið. Um 1500 þeirra voru fluttar upp í Haukadal og settar í rásir í Mið- hlíðinni, þar sem hrís hafði verið tekið til að hefta sandfokið. Um líkt leyti var sáð birkifræi í all- stóran flöt í túnfætinum beggja megin vegarins að kirkjunni og einnig var sett ofurlítið niður af birkiplöntum á nokkrum stöðum. Annað var ekki gert fyrr en að stríði loknu. Lítilsháttar var gróðursett í Haukadalsland á árunum 1947 og 1948, en lítill árangur varð af því af ástæðum, sem óþarfi er að greina. En árið 1949 kom hingað hópur Norðmanna til þess að gróð- ursetja skóg samtímis því að jafn- stór hópur íslendinga fór til Nor- egs í sömu erindum. Norðmenn- imir hófu starf sitt í Haukadals- hlíðum og settu niður nokkur þús- und rauðgreniplöntur ættaðar frá Ranafirðí í Noregi. Plönturnar voru settar milli rásanna, sem skógar- fururnar höfðu verið settar í 6 ár- um áður. Ennfremur var sett nið- ur nokkuð af sitkagreni og jafn- framt var sáð skógarfurufræi á ýmsa staði. Næsta ár komu nemendur Kenn- araskólans austur til þess að læra gróðursetningu og gróðursettu þeir bæði greni og furu í allstór svæði, og þá komu líka kennarar úr nokkrum barnaskólum Reykjavík- ur í sömu erindum. Upp frá þessu hefur ávalt ver- ið gróðursett eitthvað á ári hverju í Haukadal, að tveim undanskild- um. Samt sem áður tekur gróður- setningin ekki yfir meira en um 15 hektara lands, því að sum árin varð plöntunin minni en skyldi. Bæði var það, að erfitt var að hafa stóra hópa við vinnu á staðn- um sakir skorts á húsnæði, og enn- fremur hefur verið vegalaust um landið þangað til í sumar, að veg- ur var lagður inn í hlíðar. Enn- fremur var talið rétt að sjá hverju fram færi með vöxt og þroska trjánna áður en í stórvirki væri ráðizt. Nú er svo komið, að árang-. urinn af gróðursetningunni hefur farið fram úr því, sem við var bú- izt, og nú verður haldið áfram að gróðursetja í Haukadalsland svo sem efni leyfa á næstu árum. Hér að endingu skal frá því sagt í stuttu máli, hver árangurinn er og hvaða ályktanir megi af honum draga. Skógarfura var fyrst sett niður 1943. Hún er allmisjöfn að þroska en víðast er hún um 2 metrar á hæð. Til eru hærri tré, allt að 3 metrum. Lítilsháttar skemmda hef- ur stundum orðið vart á trjám, sem standa á veðurnæmustu stöð- unum, vegna snjóskara. Skjaldlús hefur komið á einstök tré en ekki valdið teljándi tjóni enn, hvað sem síðar kann að verða. Síðar hefur furu verið plantað á ýmsa staði, bæði í hlíðarnar og á nokkur holt og lyngmóa. Yfirleitt hefur furan tekið góðum þrifum og vöxtur hennar virðist alveg eðlilegur, ekki síður á ófrjóum lyngholtum en í hlíðunum. Sáð hefur verið furu- fræi beint í jörð á nokkra staði, og er undravert hve vel henni miðar. Sitkagreni var fyrst sett niður 1949 í Svartagilshvamm og nyrzt í Miðhlíð. Síðan hefur það verið sett víða um brekkurnar og er óð- um að komast á íegg. Hæsta tréð er um 2 metrar, og af elztu trján- um eru mörg frá meter og í mann- hæð. Vöxturinn er vel í meðal- lagi. Rauðgreni frá Rana í Noregi var gróðursett af Norðmönnum 1949

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.