Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Side 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Side 28
612 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kvænast^ Hdda þeir því fram að maðurinn brjóti lögmál lífsins með því að kvænast ekki, því að þá geti hann ekki uppfyllt jörðina, og það endi með því að mannkynið líði undir lok“. Fornleifarannsóknirnar sýna þá líka, að í Qumran hafa verið bæði konur og börn. En mönnum þykir þó ólíklegt að konur hafi feng- ið aðgang að því allra heilag- asta, klaustrinu sjálfu. Og þeir hafa komist að þeirri niður- stöðu, að bræðurnir hafi ekki búið í klaustrinu, heldur í tjöld- um og hellum fyrir utan það. En þeir söfnuðust saman í klaustrinu til máltíða og starfa, og iðkuðu þar alla helgisiði sína. Hjá Ayen Faskhah hafa einnig fundist fornar rústir, og eru það aðallega geymsluskálar, sem reistir hafa verið um svipað leyti óg byggingarnar í Qumr- an. Hyggja menn að þar hafi Essenar rekið stórbú. Hefir þar fundist stór fjárrétt og einnig byrgi þar sem menn hafa þurrk- að döðlur. Vatnsveita er þar og hefir vatnið sýnilega verið notað til fleira en drykkjar. Þar hefir verið einhver iðnaður, líklega sút- unarstöð. ESSAR byggðir blómguðust fram á daga Herodesar mikla, en þá hafa þær skyndilega verið yfirgefnar. Ekki er gott að vita ástæðuna til þess, en vera má að um trúarlegar ofsóknir hafi verið að ræða. Hitt getur líka verið, að ógurlegur jarðskjálfti, sem kom ár- ið 31 f, K.v hafi hrakið menn það- an.Æmsyo er ekkert um það vitað hvar þeir hafa dvalist meðan Hero- des sat að völdum fram til ársins 4 f. K. Þó getur verið að ein heimild gefi dálitlar upplýsingar um það. Það er hið svokallaða Zadokite- handrit, sem fannst af tilviljun í gömlu musteri í Kairo fyrir 60 ár- um. Handrit þetta er ekki nema brot, og menn voru nijög lengi að átta sig á því. Að lokum sannaðist þó að þetta var afrit af einni bók Essena, því að í hellunum hafa fundist snifsi úr sömu bók. í Zadokite handritinu segir frá því, að undir forustu manns, sem kallaður er „Stjarnan“, hafi menn hins nýa sáttmála „farið frá Judeu og sezt að í Damaskus-landi“. Þetta gæti vel átt við um flótta þeirra frá Qumran á dögum Herodesar. Sumir fræðimenn draga þó í efa að hér geti verið rétt með farið og benda á það, að Essenar hafi einmitt kall- að „Damaskus-Land“ bústað sinn í auðnum Judeu. En hvað sem um þetta er, þá er hitt ljóst, að eftir dauða Herodes- ar hverfa Essenar aftur til Qumran. Þeir endurreisa staðinn og halda áfram störfum sínum og treysta því að bráðlega sé von á „spámanni og Messias í ísrael“. En aftur dundi ógæfan yfir Qumr -an, og aftur hurfu Essenar þaðan og nú að fullu. Ástandið í Gyðinga- landi versnaði með ári hverju, og svo rak að því árið 66 að Gyðingar gerðu uppreisn gegn Rómverjum. Þá sáu Essenar að hverju fór, og í dauðans ofboði földu þeir allt hið dýrmæta handritasafn sitt í hellum. Suma handritastrangana vöfðu þeir innan í léreft og settu þá síðan í stór leirker með loki. En annað hvort hafa þeir ekki átt nóg af slíkum kerjum, eða þeir hafa orðið naumt fyrir, svo að mestum hluta handritanna hafa þeir fleygt lausum inn í hellana. Þau handrit hefir tímans tönn, rottur og skor- dýr leikið svo, að nú er ekki eftir af þeim nema smásnifsi. Um örlög Essena vita menn ekk- ert. Hersveitir Vespasians hertóku klaustur þeirra árið 68. Ef til vill hafa Essenar barist meðan nokk- ur maður stóð uppi. Ef til vill hafa þeir ekkert varist, en Rómverjar brytjað þá niður. Ef til vill hafa þeir flúið áður en Rómverjar komu — flúið út í gleymskuna. F'RÆÐIMENNIRNIR hafa haft úti allar klær til þess að ná í þau handrit, sem hirðingjar hafa fundið, og til þess hafa þeir milli- göngumann í Bethlehem. Það er skóari og heitir Kando. Til hans koma hirðingjarnir með handritin, hann kaupir þau og selur þau svo aftur fræðimönnum f Jerusalem. Verðið er um 18 dollara fyrir hvern ferþumlung handrits. En þrátt fyr- ir þetta lendir mikið af handrit- um í höndum annarra og glatast. Maður nokkur í Bethlehem hafði safnað fullum poka af handritum, sem hann hafði fengið hjá hirðingj- um. Hann var svo hræddur um þessi handrit, að hann þorði ekki annað en grafa þau í jörð. Þegar hann tók þau upp aftur, voru þau orðin líkt og hlaup, og enginn stafur læsilegur á þeim. Rakinn í jörðinni hafði haft þessi áhrif á bókfelhð. Enn er mikið af handritum í fór- um hirðingja. Það voru þeir, sem fimdu 11. hellirinn og þar var eitt- hvert stærsta handritasafnið. Af því hefir safnið í Jerúsalem fengið mjög dýrmæta og óskemmda stranga, þar sem meðal annars eru rituð á þriðja bók Móse, Sálmarn- ir, armeisk þýðing á Jobsbók og lýsing á hinni nýu Jerusalem. En samt er talið að hirðingjar muni enn hafa í fórum sínum um 250.000 dollara virði af handritum úr þess- um helli. Hirðingjarnir eru fátækir og þeir vita vel að handritin eru dýrmæt og ekki er útilokað að einhverjir ferðamenn vilji greiða hærra verð fyrir þau heldur en safnið. Þess vegna getur vel farið svo, að hand- rit þessi lendi út um hvippinn og hvappinn, og sum sjáist aldrei irarnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.