Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Síða 34

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Síða 34
618 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Árna mínum það Drottin launi. Þar hámaði eg í mig heitan graut, hangiket bæði og steik sem flaut í sínu bráðnu eigin floti, allt var ríflegt á þessu koti. Mjölvindlar, eins og manstu, vóru mönnum bornir á fati stóru, vínið í skálum, kaffið í kollum, og klyftækir sykurhlunkar í bollum, svo maginn í mér varð meira en hlessa, hann man alltaf síðan veizlu þessa og hefur ei aftur borið sitt bar, þvi bumbult honum að lokum var. En þó að sá kostur þætti góður, þar var allt minna um sálarfóður, þeir skröfuðu ei nema um skyr og graut, skeifbera, hrúta, kýr og naut. Mér fóru þær ræður loks að leiðast og lausnar gerði þaðan beiðast. Ég var líka svo heljar hás að hugsun mín 511 varð undir lás, þvi ég var lasinn, þótti mér svalt, þar var líka svo fjandi kalt. Af Bakkus ég ekki þorði að þefa, þar um var ég í stórum efa, þegar ég skalf sem karar kálfur, hvort að ég væri þetta sjálfur. Ég skreiddist þá inn og upp á pall, og yfirgaf þennan grindahjall. Ég þegar slapp úr þrautum þeim, þá við mér tók með höndum tveim holdmjúk, siðlát og hýrleit kona, huggun volaðra Adams sona. Hún vafði mig innan í voð margfalda og vermdi mína limu kalda, rétt eins og þegar ástrík móðir aumstöddu sínu hjúkrar jóði, hún fór um mig allan heitri hendi og hitaði dátt, en samt ei brenndi, rafurmagn ástar úr henni flaug og mína spennti hverja taug, eins og hljómfagra fiðlu strengi frækinn söngmaður spennir lengi alhvelfdum söngva inni í sal, altissimo þá syngja skal. Og ef ég á þér satt að segja, svei mér ef ég vildi deyja, því uppyngt mér svall í æðum blóð, eins og þá fyrst ég kyssti fljóð. En allar skemmtanir eiga kvöld, eru það gömul syndagjöld. Um morguninn fór ég kátur á kreik og komst upp á hann gamla Bleik. Hann Erpstaða-Skeggi eins og ég ýta vildi þá heim á veg; beina leið inn á Bjarnadal brölta létum við jóaval, en heljar brekkan há og brött, hún var ei geng nema fyrir kött, svo brjóstveikan mátti bera mig Bleikur minn um þau glæfra stig. Löng þó mér fyndust löndin heiða, loksins komum við o’nað Breiða og fundum gullkonginn gamla1) þar, gestrisinn hann og kátur var. Svo þegar kom ég síðan heim sár-uppgefinn úr ferðum þeim, lúið corpus ég lagði í ból og leit ei upp fyrir þriðju sól. Nú er ég hættur þulu að þylja, þér ég gjörði það rétt til vilja að fitja upp þennan ferðabrag, firða enginn kann við lag Héðan er nú svo fátt að frétta, að fréttir ei lengja kvæði þetta, því enginn fæðist og enginn deyr, og enginn held ég giptist meir. Henni Kristínu konu þinni kveðju mína ég bið þú innir, kysstu hana eins og kanntu bezt koss fyrir gamlan Dala-prest. Vertu nú sæli og mundu mig, muna ska) ég þá lengi þig. Þinn Jakob Guðmundsson. Hinn pistillinn er til séra Eiríks Gíslasonar, í janúar 1887: 1. Nýjárskveðja. Gott ár þér gefi Guð og öllum þínum. Þá trú ótrauð’ eg hefi hann taki bænum mínum. Því fúst er föðurhjarta fáráð börn að hugga. Hans ljósið lýsi oss bjarta lífs í dimmum skugga, svo ei þurfum ugga. 2. Pistill. Eiríkur minn, ég þakka þéT þitt fyrir bréf er sendir mér, og fyrir fleira gamalt og gott og góðan margan kærleiks vott, og samvinnuna hjá séra Pá , er situr Ólafs bólstað á. Pistlana þína pósti ég fékk, þá pílagrímsferð hann suður gekk. Hann skilar víst ef lifir hann lengi !) Jón Jóhannes Pétursson, bónda að Breiðabólstað, er af sumum var kallað- ur „hinn ríki“. og líta fær hann Víkur mengi, því hann er ærlegur, Árni greyið, og aldrei hefir mútur þegið, hjá Lúsifer ei að ljúga og stela. og læra þarf því ekki að fela. Fréttir ég engar færi þér, því fréttnæmt ekkert hér til ber. Fáir lifa og fáir deyja, og flestir við það gamla þreyja. En köföld og jarðar bráðast bann búandann gjöra huglausan, þegar hann lítur gljáan gadd gjörvallan þekja foldar hadd, hann heldur hvorki sól né sumar sjá munu framar íslands gumar, og héðan af engin signi sól samfrosið land við norðurpól. En Kári hlær í kamp og segir: „Komið og lærið, íslands megir, hörðum að búast vetri við, og varast skrælingja ljótan sið. Að vetri liðnum sól og sumar sjá munu aftur íslands gumar, ef meðan varir fjúk og frost fénað halda við góðan kost.“ Útsynningurinn yglir sig og ætlar hreint að drepa mig. Þurfi é'g nokkra að fara ferð, farlama ég á eftir verð. Ellinnar eru illar brellur, ellin mér ekki vel því fellur, og vil því feginn við hana skilja og verða ungur, en Drottins vilja hlíta ég vil og þolinn þreyja, þar til ég bráðum fæ að deyja. Þá vona ég mín unga önd öll verði laus við þrældóms bönd, og blómgist þá við frelsið frítt í fögrum lund þar allt er nýtt, eins og pálmi á áarbakka, Eiríkur minn, eg til þess hlakka. Á meðan ég ekki fæ að flytja af foldu héðan, ég verð að nytja ávexti jarðar illa og góða og allt, sem veröld hefir að bjóða. Því eitthvað má af öllu læra, hið illa kann oss gott að færa þrautirnar efla þrekið manns, þolgæði við það styrkist hans, af mannraunum sálin menntun fær, og meðal þyrna rósin grær. Ég vil því gjarnan veröld þjóna, gegn vélum hennar reyna fjóna, og leiðrétta hennar barnabrek, bara ég hefði til þess þrek. En veraldar eru .heima hellur hálar og margur á þeim fellur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.