Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Side 38

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Side 38
622 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sjá mjúka ávala hálsa þeirra, heyra vængjablakið, er þær sveimuðu á vatninu, og leggja hönd sína á dún- mjúka kroppana og strjúka þeim. Það var óyndi í honum þenna morgun, og þá er nokkur fróun og öryggi að sjá eitthvað, sem minnir á heimkynnin. Þá er hann skimaði eftir farkosti, sá hann, að það lá lítil eikja beint fyrir neðan hann við klettsræturn- ar, og hann uppgötvaði, að þangað lá leynistígur um klettinn, sem fiskimenn sjálfsagt þræddu til þess að losna við að fara hinn langa krók umhverfis kastalamúrinn og síkið. En í þeim svifum, er hann ætlaði að klífa niður að bátnum, kom litla kastalaungfrúin hlaupandi út til þess að sjá fuglana, ekki bar á öðru. Henni var sýnilega mikið niðri fyrir, hún tyllti tánum á bergnöf- ina og hvessti sjónir út á vatnið. Hún stóð svo hátt, að þegar hann virti hana fyrir sér tilsýndar, bar hana við bláan himininn einan, og við það urðu allar útlínur svo greinilegar að þær því nær brenndu sig í vitund hans. Satt að segja minnti hún ótæpt á fiðrildið glermey með samanbrotna vængi, er það leitast við að læsa sig efst í grasstrá. Hún var mjög lítil vexti og limasmá og ákaflega mittis- grönn. Með annarri hendi hélt hún síðkjólnum uppi vegna áfallsins, svo að hann nam að framanverðu við öklann, en að aftan lagðist hann í þéttar fellingar. Hún hafði fell- ingakraga úr laufaborða gullsaum- aðan, langsjali forkunnar fögru hafði hún fleygt yfir axlirnar og minnti nokkuð á vængi. Brúnrauð- ur kjóllinn var bryddaður gulli og gullslitu silki. Sokkar hennar voru bleikrauðir, örþunnir, svo að greina mátti hörundslitinn gegnum þá, skór hennar voru gerðir úr gull- seymdu leðri, en á þeim voru dökk- ir blettir hér og þar, þar eð hún i • « hafði öslað um döggvott grasið. Hatt hafði hún á höfði fléttaðan úr basti, hattbörðin voru geysistór, hatturinn hékk á hnakka hennar og reis því nær beint upp yfir enninu — hún hafði fleygt hattin- um á sig í flýti líkt og drengur húfunni sinni. Rauðar silkisnúrur og gullfléttur voru brugðnar inn í bastið, annars var hatturinn hvorki skreyttur með fjöðrum né rósum. Litla kastalaungfrúin var sjálf- sagt vön að vera stássbúin upp á hvern dag, því að hún gat ekki þolað neitt ljótt, óhreint eða saur- ugt í nánd við sig, en hún barst líka meira á vegna álftanna, hún hugsaði sér fugla goðsagnanna guðdómlega fagra, hún hélt, að þeir væru jafnan með gullkórónur á höfðum og litir morgunroðans bryddu sífellt vængi þeirra. Nú hafði hún þó eigi erindi sem erfiði, álftirnar voru í svo miklum fjarska að hin fagureyga mær greindi þær aðeins sem fimm litla, hvíta depla. Hún var svo hrygg á svip að ætla mátti að hún beygði þá og þegar af. Riddarinn ungi blátt áfram kenndi í brjósti um hana. „Langar þig mjög að sjá álftirn- ar?“ mælti hann. Þá sneri hún sér að honum, barð- ist við feimnina eins og barn og stundi að lokum upp. „Ja, hvort mig langar“. Þar eð hann var sjálfur óður og uppvægur að sjá álftirnar, lét hann enga undrun í ljós, en svaraði hisp- urslaust án þess að tvínóna: „Það liggur bátur hér fyrir neðan. Ég skal róa þér út vatnið til þeirra“. „Ja, hvort ég vil“, sagði hún. Þá tók hann að velta fyrir sér, hvernig þau mættu komast klakk- laust niður klettinn, en henni blöskraði það ekki. Hún hafði margsinnis þrætt einstigi fiski- mannanna. Hann gekk á undan, og hún hélt á eftir honum jafnróleg og hún tiplaði út traustustu kastalastein- þrep, og þegar hann íhugaði, hv'e fótsmá og síðklædd hún var, komst hann að raun um, að hana skorti ekki kjark. Um leið og hún rogaðist með þennan þunga slóða, blakaði hún blævæng til þess að kæla sig ögn í framan. Bjarti fuglinn Fönix var saumaður í blævænginn. Hann var á svörtum silkigrunni logarauð- ur með kraga, nef og klær úr gulli, og kringum hann flöktu rauðgulir logar. Síðan stukku þau út í bátinn, og hann tók að róa af offorsi. Ár- arnar svignuðu, það brakaði í keipunum, silfurskært hljóð heyrðist er bárurnar brotnuðu und- an flötum botni eikjunnar. Meðan þau þutu áfram, þóttust þau bæði þess fullviss að fuglarn- ir lægju grafkyrrir og létu sig engu skipta, þótt þau reru inn í miðjan hópinn. Þau töluðu um að slæmt væri, að þau hefðu ekki brauð með- ferðis til að hygla þeim, og þau töldu sennilegt, að þeir myndu una allt liðlangt sumarið á hinum sólhýru sundum handan eyjarinn- ar aðeins ef en,ginn maður styggði þá áður en þeim tækizt að upp- götva þá. Og um leið og þau sögðu þetta, skimuðu þau þungbrýn í átt- ina til sefsins og skógi vaxinna bakkanna, óttuðust, að bogaskytt- ur eða valslöngvarar kynnu að dyljast þar og ætla sér að raska næði þeirra. Riddarinn ungi reri rösklega út vatnið, fjarlægðin Var drúg. Hann sneri sér stundum við og skyggndist til álftánna, en honum virtust þær alltaf vera of fjærri til þess að hæfilegt væri að nema staðar. Öldurnar risu sífellt og huldu þær sjónum hans. Hann herti róðurinn. Þá var það að litla kastalaung- frúin, sem hafði ekki andartak lit- ið af fuglunum en hvessti á þá \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.