Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Síða 45

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Síða 45
LESboK MORGUNBLAÐSINS 629 1 mœöunnar hreysum myrkur þver, það morgnar af helgum degi. Og Ijúfan af himnum boöskap ber, um blessun á sekra vegi. Hver angurstuna, hver sorg, er sveíö, nú sefast viö náöardóma, þvi Betlehems sólin, björt og heiö, hún brosir í friöarljóma. Og gleöinnar söngva gjörvöll þjóö viö gœzkunnar hástól nýtur. Því jólanna helga líknarljóö, er Ijóöiö, sem aldrei þrýtur. Knútur Þorstelnsson frá Úlfsstöðum. grein fyrir ástandinu hér á landi. Svo mikill var skyldleikinn milli manna og álfa, að þegar Islendingar höfðu gengið undir Noregskonung, gátu þeir ekki hugsað sér annað en álfarnir hefðu einnig gengið undir yfirkonung i Nor- egi. Álfar voru bæði góðir og illir. Þeir góðu voru kristnir og höfðu klerka og kirkju-r. En þeir illu voru hundheiðnir Og harðgeðjaðir og gerðu mönnurn margt til meins. En allir virðast álfamir hafa verið gefnir fyrir gleðskap, og var aðal- skemmtanatími þeirra um jólin og ný- árið, þó þess finnist dæmi að þeir haldi einnig upp á páska og sumar- daginn fyrsta. Jólin eru mesta hátíð þeirra. Þá safnast þeir saman prúð- búnir, ýmist í mannabyggðum eða álfa- bústöðum, slá upp veizlu með hljóð- færaslætti og dansi. Meðan aftansöngur var í öllum kirkjum á aðfangadagskvöld, mátti bú- ast við þvi að álfarnir legði mannlausa bæina undir sig til þess að skemmta sér þar. Húsfreyur höfðu því þann sið að sópa bæina hátt og lágt og tendra ljós sem viðast til þess að hvergi bæri skugga á. Og svo „buðu þær álf- um heim“ með þessum formála: „komi þeir, sem koma vilja, veri þeir, sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og minum að meinalausu". Og svo þegar fólkið var farið til kirkju, allir nema einn sem settur var til að gæta bæarins, þá fylltist allt af álfum, og ekki altaf að meinalausu. Er svo að sjá, sem oftast hafi vondir álfar sótt til mannabústaða, þvi að kristnu álf- arnir fóru í kirkjur sínar. Var oft dap- urleg heimkoman daginn eftir, því að annaðhvort var gæzlumaður drepinn, eða álfamir höfðu ært hann svo að hann var vitstola alla sevi. Þó kom það fyrir, ef gæzlumaður skifti sér ekkert af álfunum og lézt hvorki heyra þá né sjá, að honum var ekkert mein gert. Fyrir kom og, að gæzlumenn léku á álfana og hræddu þá svo að þeir flýðu og skildu allan veizlubúnað sinn eftir. Voru það hinir mestu kjör- gripir í klæðum og borðbúnaði, svo að menn höfðu eigi slíkt séð áður. Af þessu kom upp sú trú meðal hins fátæka íslenzka almúga, að álfarnir væru stórríkir. Og alþýðan skapaði í hug sér myndir af höllum og ofboðs- legu skrauti í álfheimum.Þar var ævin- týralandið. Þessar hallir voru ekki síður neðanjarðar en í álfaborgunum. Getið er um nokkra menn, sem komu til bústaða álfa á jólanótt, en þá var þar auðvitað mest um dýrðir. Þannig er sagan um herbergi gulli og gim- steinum sett í Seley, bæ mikinn og reisulegan og veizlu ágæta í neðri byggðum hjá Rauðafelli undir Eyja- fjöllum, konungshöll og kirkju neðan- jarðar í Mývatnssveit, og hina skraut- legu höll Hildar álfadrottningar. Þó kom það fyrir að menn hugguðu sig við að sumir álfar væri fátækir og yrði að leita á náðir marpianna. Var það þá oft að huldukonúrnar vantaði mjólk handa börnum sínum. Og fyrir kom það, að huldukonur_ kæmi í bein- ingarferðir um jólin, sbr. sögurnar um Álfkonu í Miðdal í Laugardal og Álf- konu á Svelgsá í Helgafallssveit (Þjóðs. J. Á.) Um áramótin flytja álfar búferlum og er þá jafnan nokkuð um dýrðir hjá þeim. Komu þeir þá gjarna við á bæ- um og þess vegna höfðu húsfreyur þann sið að skammta hrokaðan disk af hangikjöti og öðru góðgæti og koma því fyrir á einhverjum afviknum stað 1 bænum þar sem álfar gæti gengið að því. Átti þetta jafnan að hverfa. Katrín Bjömsdóttir (sýslumanns á Staðarfelli Jónssonar) seinni kona Gísla Jónsson- ar í Mávahlíð, er bjó á Staðarfelli eftir hann, bar ætíð hinar beztu krásir á borð í stofu sinni á Gamlárskvöld, tjaldaði fyrir glugga og lét ljós loga inni. Öll átti þessi vist að vera horfin að morgni. Stjúpdóttir Katrínar spurði hana, hví hún gerði þetta. „Heldur þú, barnið mitt, að ég gerði það, ef það væri ekki af mér þegið“, svaraði Katrín. Hún átti ýmsa fáséða dýrgripi, er enginn vissi hvaðan voru. (Gísli Konr). Nœpan stóra GUÐMUNDUR Magnússon (f. um 1770, d. 1847), afi Jóns Ólafssonar ritstjóra, bjó lengi i Bessastaðagerði á Fljóts- dal, en seinast í Norðfirði. Hann var glaðsinna, skemmtinn og ræðinn og sögumaður ágætur. Komst hann brátt að því að menn voru hóflaUslega *rú- gjarnir og vildi reyna hve mikið mætti bjóða þeim. Varð það því að nokkurs konar skaldskapargrein hjá honum að segja ýkjusögur. Varð þetta að ástríðu hjá honum og ágerðist með aldrinum. Þá bjó á Rangá í Hróarstungu Guð- mundur Benediktsson, Grímssonar prests að Eiðum. Var hann djúpgreind- ur að eðlisfari, stríðfyndinn og gaman- samur, og fróður vel. Eitt sinn gisti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.