Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 481 Björn L. Jónsson, læknir Náttúrulækningastefnan í Þýzkalandi O R Ð IÐ „náttúrulækningar“ er þýðing á þýzka orðinu „Naturheil- kunde“ og enska orðinu „Naturo- pathy“. Hið þýzka orð notaði Þjóð- verji einn, Rausse að nafni, fyrstur manna, á fyrri hluta 19. aldar í skrifum sínum um lækningar með böðum, bökstrum og mataræði, til aðgreiningar frá aðferðum lærðra lækna. Rausse hafði lagt stund á heimspeki og læknisfræði við há- skóla, án þess að gangast undir próf. En sjálfur hafði hann hlotið heilsubót með hinum „náttúrlegu“ ráðum, þar sem aðrar aðferðir brugðust. Sjúkdómar í ýmsum myndum eru jafngamlir mannkyninu. Og sama er að segja um viðleitni manna til að ráða bót á þeim. Á öllum tímum og meðal allra þjóða hafa vissir menn öðrum fremur haft það hlutverk að lækna þjáða og sjúka og notað til þess harla margvísleg ráð, svo sem hand- læknisaðgerðir, allskonar lyf, bæði inntökur, smyrsl og bakstra, böð, föstur, særingar. Frá elztu tímum þekkja menn lækningamátt ýmissa jurta. Læknavísindi nútím- ans hafa hagnýtt sér þessa þekk- ingu í fjölmörgum tilfellum og unnið úr viðkomandi jurtum hin virku efni og notað þau í hreinu formi eða í hentugri mynd en áður var unnt. Má sem dæmi nefna jurt- ina digitalis og hið alkunna, sam- nefnda hjartalyf. Fyrr á öldum, áður en lækna- skólar voru stofnaðir, gekk „lækn- islistin" frá manni til manns. Víða var læknisembættið arfgengt. Fram á okkar daga hafa margir Björn L. Jónsson leikmenn fengið orð á sig fyrir hæfileika og kunnáttu á sviði lækn -inga og hjúkrunar, ýmist gagn- vart mönnum eða dýrum. Sem mér nákomið dæmi vil ég nefna ömmu mína, Þorbjörgu Helgadótt- ur að Marðarnúpi í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Hennar var mikið vitjað sem Ijósmóður, og slíkar ó- menntaðar Ijósmæður hafa senni- lega verið í flestum sveitum lands- ins. En hana nefni ég sérstaklega vegna þess, að þegar elzti sonur hennar, Guðmundur Björnsson, síðar landlæknir, settist að sem læknir í Reykjavík, lét hann móð- ur sinni í té leiðbeiningar og aðra hjálp, til þess að stuðla að sem beztum árangri í ljósmóðurstarfi hennar. Þá er mér og kunnugt um, að hann veitti sóknarpresti Öræf- inga, sem var áhugasamur og fróð- ur um lækningar, leyfi til að láta ýmis lyf af hendi til sjúklinga — presturinn skýrði mér sjálfur frá þessu fyrir skömmu, en því miður kem ég nafni hans ekki fyrir mig í svipinn. — Slík samvinna milli lærðra lækna og leikmanna heyr- ir til undantekninga, því að yfir- leitt hafa háskólalærðir læknar síðari alda, svo og hinir viður- kenndu „embættislæknar“ fyrri alda og meðal frumstæðra þjóða litið á „leikmenn“ þá, sem stundað hafa lækningar sem „skottulækna“, hættulega þjóðfélaginu. —~k— Frægastur lækna fornaldar er gríski læknirinn Hippókrates, sem uppi var 4 öldum fyrir Krists burð. Læknar hafa löngum kallað hann „föður læknisfræðinnar“. Með jafnmiklum rétti mætti nefna hann „föður náttúrulækningastefn -unnar“, og mega náttúrulæknar vel við það una. í þann tíð voru skilningsvit læknisins einu rann- sóknartækin, og með þeim mátti þá, og má enn, langt komast. með athygli og æfingu. Nú treysta menn aðallega á lífvana rannsókn- artæki, sem eru ómissandi, en því miður dregur að sama skapi úr þjálfun læknisins og lífrænu sam- bandi hans við sjúklinginn, en það er mörgum sjúklingum meira virði en öll rannsóknartækni og öll lyf. Læknisaðferðir Hippókratesar voru í meginatriðum áþekkar þeim, sem náttúrulæknar nútímans beita: Viðeigandi mataræði, þar á meðal jurtaseyði; föstur, böð og bakstrar, hreyfing og hvíld. Og æðsta boðorð hans var þetta: „Nihil nocere“, sem þvðir: „Engu spilla“. Þ. e. a. s. að læknirinn verð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.