Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 491 Astamál Zulua ZULUAR í Afríku kunna fæstir að lesa og skrifa, en þeir geta þó skifzt á „bréfum“. Til þess hafa þeir fundið upp sérstakt táknmál, og nota til þess ^alla vega litar perlur, líkt og hvítir menn nota blóm. Perlurnar hafa mis- munandi þýðingu eftir því hvernig þær eru litar og eftir því hvernig þeim er raðað saman. Ef ungri stúlku lízt á pilt, þá sendir hún honum „ástarbréf", en það eru perlur saumaðar á léreft. Grænn lit- ur táknar brennandi ást, rauður litur táknar örvæntingu, hvítur litur táknar órofa tryggð, en blár litur er viðvör- un. Ef stúlkan sendir svartar perlur, saumaðar á grænt léreft, merkir það: „Eg elska þig, en þú ert ónotalegur við mig og ég er óhamingjusöm". Sendi hún piltinum gular perlur þýðir það: „Mér lízt mjög vel á þig, en foreldrar mínir halda að þú eigir ekki svo margar kýr að þú getir keypt mig“. Pilti í tilhugalífi er ekki ver gert en ef hon- um eru *sendar bláar perlur saumaðar í kross, því að það þýðir: „Nú er ann- ar kominn í spilið“. Zuluar sem vinna í borgum, senda „perlubréf" heim og fá sams konar bréf að heiman. Þess vegna hafa hvítir menn lært nokkuð í þessu táknmáli þeirra. Ef hvítur verkstjóri sér að Zului hefir fengið blátt perlubréf, veit hann hvað það þýðir. Og þegar Zulu- inn kemur til hans og biður um heim- íararleyfi vegna þess að faðir sinn sé veikur, þá svarar verkstjórinn, ef hann vill vera vingjarnlegur: „Eg sá bláu perlunar hjá þér. Farðu heim undir eins og reyndu að krækja í kærustuna þína“. Þegar Zulupiltur hefir komist að því, að stúlkan sem hann leggur hug á, mun vera til í að giftast sér, þá vérður hanr. að fara á fund foreldra hennar og bera upp bónorðið. Hefir hann þá með sér hina hyggnustu úr ættflokki sínum, til þess að semja um kaupin. Venjulega er stúlkan föl fyrir eina eða tvær kýr, en ef hún þykir sérstaklega fögur, eða er snillingur í að danza, þá fæst hún ekki fyrir minna cn 6—8 kýr. Þegar gengið hefir verið frá kaup- unum, er farið að búa undir brúðkaup ið. En áður en það er haldið hefir til- vonandi brúðgumi leyfi til þess að senda trúnaðarmenn sína þeim til for- eldra stúlkunnar og ganga úr skugga um að engir alvarlegir gallar sé á henni. Er hún þá klædd úr hverri spjör og rannsökuð rækilega. Ef það kemur þá í ljós að einhverjir gallar eru á henni, er tilvonandi brúðgumi laus allra mála, en foreldrar stúlkunn- ar halda kúnum, og eru þær þá gjald fyrir tryggðarof. Ef stúlkan reynist gallalaus, er allt í iagi með að brúðkaupið fari fram. En hún verður þó að ganga undir eina raun enn. í viðurvist allra ættingja sinna verður hún að fara í bað, sém blandað er ýrnsum ilmefnum. Þar er henni þvegið hátt og lágt, og þá eru aliir æítingjarnir til vitnis um það, að henni sé skilað heilli og hraustri, hvað sem síðar kann að verða. Með þessu móti hafa ættingjarnir tryggt það, að þeir þurfa ekki að greiða neinar skaða- bætur, ef brúðguminn skyldi verða óánægður með konu sína. Síðan er brúðkaupið haldið með mikilli veizlu og verða foreldrar brúð- gumans að halda þá veizlu. Það var einu sinni illræmdur staður og enginn prestur hafði getað tollað þar stundinni lengur. Svo var sendur þangað nývígður unglinigur og hann var þar í heilt ár. Þetta þótti biskupi grunsaml&gt. Hann gerði sér því ferð þangað til þess að komast að hvernig í þessu lægi. Og fyrsta manninn, sem hann hitti spurði hann hvernig á því stæði að ungur og óreyndur maður hefði getað þraukað þar, sem reyndir menn hefðu gefist upp. — Við viljum engan prest hér, svar- aði hinn. En ástæðan til þess að þessi hefir tollað svo lengi, held ég sé sú, að hann er sá óprestlegasti maður sem nokkur okkar hefir kynnzt. Viti á lofti Fyrir skömmu skutu Bandaríkja- menn á loft „vita“, sem netfnist „Transit 1B“ og er talið að það muni verða upphaf að mjög bættuim siglinga merkjum. „Transit 1B“ vegur 265 pund og er hnöttur 36 þumlungar að þvermáli. Þessj hnöttur komst eigi nákvæmlega á þá braut, sem honum var ætluð — hringlaga braut um jörðina — heldur komst hann á sporbraut og fer hæst 7264 km., en lægst flýgur hann í 3728 km. hæð frá jörð. Vegna þessa óreglu- lega gangs, er búist við því að hann geti ekki verið á lofti nema um 18 mánaða skeið. En þegar tekst að koma slíkum vita á hringbraut um jörð, verður hann hið áreiðanlegasta siglingamerki sem til er fyrir skip og flugvélar allra þjóða. Það verður enn öruggara að miða við hann heldur en stjörnur og radio- stöðvar. Lífið enn að nema land á jö'rðinni Kenningin um að lífverur hefðu ver- ið skapaðar og komið fram hér á jörð allt í einu, var talin afsönnuð fyrir 100 árum. En nú hefir hún fengið nýan stuðning. Líffræðingur nokkur heldur því fram, að það nái engri átt, að allt líf á jörðinni sé komið út af einum fyrstlingi, eins og framþróunarkenn- ingin heldur fram. Þá sé ekki hægt að gera sér grein fyrir því hvernig stend- ur á vírum, ýmsum gerlum, þörungum og svömpum. Og dr. John Keosian for- stjóri náttúrufræðadeildar við Newark Colleges of Rutgers University í Banda ríkjunum, heldur því fram í grein, sem hann hefir ritað í „Science", að miklu nær sé að telja vírur sem nýar lífverur, heldur en þær hafi haldist óbreyttar um 2000 milljónir ára. Engin ástæða sé heldur til að ætla að vírur hafi ekki hæfileika til framþróunar. Og þannig geti fleiri lífverur kviknað og lifað fyrst í stað sem sníkjudýr á öðrum dýrum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.