Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 10
486 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að þeir verði sjálfir að sjá kirkj- unni fyrir kirkjugripum, áhöldum o. s. frv., en viðhald skuli eigandi Búða annast, þó þannig að til við- haldsins verði varið kirkjutíund af fasteignum og lausafé og ennfrem- ur ljóstolli og legkaupi. Sóknar- prestinum á Staðarstað skuli gert að skyldu að messa í hinni nýu Búðakirkju þriðja hvern helgidag á sumar og sjötta hvern helgidag á vetur.----- Þarna hafði Steinunn unnið sig- ur og nú lét hún ekki á sér standa. Árið 1848 reisti hún timburkirkju á grunni gömlu kirkjunnar. Hring- urinn úr hurð gömlu kirkjunnar var settur í hurð nýu kirkjunnar og bætt á hann nýrri áletrun. Nú er þessi hringur talinn glataður og fer ýmsum sögnum um hvað á hon- um hefir staðið. En fræðimaðurinn Guðlaugur Jónsson lögregluþjónn skoðaði sjálfur hringinn og ritaði hjá sér hvað á honum stóð, og hefir hann leyft mér að birta það: — Áletrunin er þessi: „Kirkjan er endurreist ár 1848, án styrks þeirra andlegu feðra“. Með þessu er ekkert nafn, hvorki Steinunnar Sveinsdóttur né annara. Áletrunin er á öðrum hliðarfleti hringsins, sem er sléttur, og er helzt útlit fyrir, að þar hafi verið numin brott eldri áletrun, eða útflúr. til þess að geta komið henni fyrir. Hér er um að ræða venjulegt prentletur, heldur illa gert, en vel skýrt og læsilegt. Hinn hliðarflötur hrings- ins virðist vera í sinni uppruna- legu mynd og þar er þessi áletrun: „1702 Bendt Lauridtsens og Marín- ar Jensdóttur Forær.“.---------- Hin fáorða áletrun, sem Stein- unn hefir látið setja á hringinn, lýsir í senn gremju hennar í garð íslenzku kirkjustjórnarinnar og sigurgleði út af því að hafa haft sitt fram. — ★ — Sama árið sem konungur leyfði að kirkjan á Búðum væri endur- reist, fóru fram endurbætur á dóm- kirkjunni í Reykjavík. Var reist ný hæð ofan á hana alla, kórstúka austan við hana og forkirkja að framan með turni upp af . Að.vísu var því ekki lokið fyr en seint á næsta ári. Er því dómkirkjan, í sinni núverandi mynd, og Búða- kirkja jafngamlar. í dómkirkjunni höfðu verið fjórir ljósahjálmar úr tré, þaktir gibsi og logagylltir. Þóttu þeir nú ekki sæma hinni nýu dómkirkju og munu hafa farið sinn í hverja átt- ina. Tveir þeirra eru nú taldir glat- aðir, einn er í Þjóðminjasafninu og sá fjórði fór í Búðakirkju. Var mér mikil forvitni á að vita hvort hann væri enn við líði og var það mitt fyrsta verk á Búðum að fara til kirkjunnar að gá að honum. Þar var enginn ljósahjálmur. Allsherjarviðgerð hafði farið fram á kirkjunni árið 1951 og þá voru lagðar í hana rafleiðslur og er ætlast til að hún verði lýst með rafmagni þegar það kemur. Eg fór upp í turnloftið að leita, datt í hug að ljósahjálmurinn mundi vera þar, en þar var ekkert nema tveir gamlir líkkransar. Þá lagði eg leið mína til Magnúsar Einarssonar bónda á Búðum og spurði hvort hann kannaðist nokkuð við þennan gamla ljósahjálm. Jú, hann mundi vel eftir honum, sagði að hann hefði verið tekinn niður 1951 og mundi líklega vera uppi á geymslu- lofti niðri á plássinu, ef nokkuð væri þá eftir af honum. Þá fór eg til húsfreyunnar í gistihúsinu, frú Lóu Kristjánsdótt- ur og spurði hana hvort hún vissi nokkuð um gripinn. Jú, hún kann- aðist við hann og kvaðst hafa hald- ið verndarhendi yfir honum síðan hún kom að Búðum, enda þótt hann væri illa farinn. Sagði hún að sér hefði komið til hugar, að vera mætti að þetta væri merkilegur forngripur, enda þótt hún vissi engin deili á honum. Og það er henni að þakka að brotin úr ljósa- hjálmi gömlu kirkjunnar í Reykja- vík komast nú til Þjóðminjasafns- ins. Er vonandi að hægt sé að gera við gripinn. — ★ — Kirkjan á Búðum er ekki gömul, enda á hún fátt gamalla gripa. Elzti gripurinn er altaristafla (vængjatafla) máluð á tré og er nú farin að láta á sjá, líklega mest vegna þess að hún hefir verið látin standa opin og sól náð að skína á hana. Eg spurði ýmsa af hverju myndin væri og heldu allir að hún væri af kvöldmáltíðinni, æn það held eg varla geti verið. Efst á vængjunum stendur skráð: „Given Kierken til Aere — — Af Gert Petersen 1750“. Hann hefir senni- lega verið skipstjóri á Búðaskipi. Á altarinu standa tveir þungir messingstjakar og er á þá letrað: „Carl Rasmussen 1767“. Sú sögn fylgir þessum stjökum, að Rasmus- sen hafi verið skipstjóri á Stapa- skipi. Skipið sleit upp þar á höfn- inni í fárviðri og hraktist inn með ströndinni. Á skipstjóri þá að hafa heitið á Búðakirkju að gefa henni kertastjaka, ef hann næði höfn í Búðaósi. Hann kom þangað með háflæði og gat einhvern veginn stýrt skipinu inn í ósinn, og þá var því borgið. — Sögn þessi gæti verið sönn. í annálum er þess getið, að 18. október 1766, sem var laugar- dagur seinastur í sumri, hafi gert aftakaveður af suðvestri og sjávar- ólgu mikla 1 Faxaflóa svo að sjór gekk þar 10 föðmum hærra á land en elztu menn mundu áður. í þessu veðri brotnuðu um 70 skip undir Jökli. Ýmsa nýa gripi á kirkjan, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.