Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 6
482 ur með aðgerðum sínum að forðast allt það, sem getur veikt líkamann eða truflað eðlileg störf hans. Þetta er enn í dag eitt meginboðorð nátt úrulækningastefnunnar, sem hafn- ar því flestum venjulegum læknis- lyfjum, sem yfirleitt innihalda meira eða minna af sterkum eitur- efnum. Hippókrates leit á sjúk- dóma eða sjúkdómseinkenni sem merki um baráttu líkamans gegn eyðandi öflum. Þannig er hækkað- ur líkamshiti ein aðferð líkamans til að vinna bug á sóttkveikjum. Hár hiti er síður en svo óheilla- merki, heldur tákn þróttmikillar viðleitni til að hrinda árás sýkl- anna og eyða þeim. Einn vitur læknir sagði um sjúkling, sem lézt eftir langa legu: „Hann dó ekki af afleiðingum hitans, heldur af því að hitinn varð aldrei nógu hár“. Háan hita á því ekki að slá niður með lyfjum, heldur draga úr van- líðan sjúklingsins með köldum bökstrum og öðrum einföldum ráð- um. Húðútbrot alls konar, slím- rennsli úr nefi, slímmyndun í lung- um, eru tákn um viðleitni líkam- ans til að losa sig við úrgangs- eða eiturefni, sem ýmist myndast við eðlileg efnaskipti eða komast inn í líkamann á annan hátt. Ella mundu þessi úrgangsefni safnast fyrir í vefjum líkamans og með tímanum valda óbætanlegum skemmdum. Viðleitni þessa ber því að styðja eftir föngum, með ein- földum og ósaknæmum ráðum, sem hér er ekki rúm til að rekja, en ekki vinna gegn henni með smyrslum eða öðrum venjulegum lyfjum. Og auð*itað lagði Hippó- krates megináherzlu á einfalda og heilnæma lifnaðarhætti sem hið öflugasta ráð til að auka viðnáins- þrótt líkamans og gera hann ó- næman fyrir sýkjandi öflum. —'k— Með tilkomu læknaskólanna og LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „lærðra“ lækna má segja, að læknisfræðin hafi farið inn á braut, þveröfuga við náttúrulækn- ingastefnuna. Fyrr á öldum gerðu læknar sér lítt grein fyrir orsök- um sjúkdóma. Þeir litu einfaldlega á sjúkdómseinkenni sem fyrir- bæri, er berjast yrði gegn á ein- hvern hátt. Og um aldaraðir hafa læknar og efnafræðingar þannig leitað lyfja gegn öllum mannleg- um kvillum. Flest þessara lyfja hafa innihaldið eiturefni, skaðleg líkamanum. Má því segja, undan- tekningarlítið, að með hverjum lyfseðli, sem læknar skrifa, sé æðsta boðorð Hippókratesar — Nihil nocere — þverbrotið. Áður en hin nýju lyf síðari ára komu til sögunnar — ýmis bakteríueyð- andi lyf, fjörefnalyf, hormónalyf — voru þekkt aðeins örfá lyf — þau mátti telja á fingrum sér —, sem sannanlega höfðu lækninga- mátt. Öll önnur lyf gerðu ekki annað en draga úr sjúkdómsein- kennum í bili, ef þau þá yfirleitt höfðu nokkur áhrif, önnur en að eitra líkamann. Sést þetta bezt á því, að sífellt komu á markaðinn ný lyf, en þeim gömlu var varp- að fyrir borð, og oft hafði dýr- keypt reynsla þá sannað, að þau voru stórhættuleg. Og þannig gengur þetta enn í dag. Á öllum öldum hafa verið uppi leikmenn, sem af köllun eða til- viljun hafa lagt það fyrir sig að líkna þjáðum vinum eða nágrönn- um. Hafi þetta verið glöggir og samvizkusamir menn, og ekki gert aðstoð sína að gróðavegi, hefir þeim orðið mikið ágengt. En hjá slíkum mönnum getur vanþekk- ing líka oft valdið óbætanlegu tjóni. Slíkir menn og leikmenn yfirhöfuð hafa oft gripið til hinna fáránlegustu ráða, notað alls kon- ar inntökusamsull, alls konar óþverra í bakstra og hvers konar hindurvitni, sem auðvitað eiga ekk- ert skylt við náttúrulegar lækn- ingaaðíerðir, en eru hins vegar að vissu leyti sambærileg við lyf- „lækningar" lærðra lækna gegn- um aldirnar, og þó tæplega eins skaðleg. Á hinn bóginn hafa verið uppi víða um lönd þekktir, lærðir lækn- ar, sem af eigin reynslu og hyggju- viti, eða af reynslu annarra, hafa tekið upp fyrrnefndar náttúrlegar aðferðir og lagt þær til grundvall- ar í læknisstarfi sínu. Því miður hefur þetta jafnan leitt til þess, að stéttarbræður þeirra hafa litið á þá sem hverja aðra skottulækna, sniðgengið þá og hálfútskúfað þeim. Þekktastir þessara lækna hafa verið Kellogg í Ameríku, en hann rak um tugi ára eitt stærsta heilsuhæli í heimi; Bircher-Brenn- er í Sviss og próf. Brauchle í Þýzkalandi. Sá síðastnefndi, sem er enn á lífi og undirritaður átti langt viðtal við fyrir skemmstu — hann var gamall vinur Jónasar heitins Kristjánssonar —, var um 9 ára skeið yfirlæknir við eina deil^ ríkissjúkrahússins í Dresden, hafði þar yfir 250 sjúkrarúmum að ráða og beitti þar svo að segja einvörðungu ofangreindum nátt- úrulækningaaðferðum. Hér var um að ræða vísindalegan samanburð á gildi þessara aðferða og hinna venjulegu. Reyndist sá samanbUrð- ur mjög hagstæður náttúrulækn- ingastefnunni. En því miður bundu loftárásir síðasta styrjaldar- ársins skjótan endi á þessa starf- semi, sem hefir ekki verið tekin upp síðan. —'k— Segja má, að í Þýzkalandi séu nú tveir flokkar náttúrulækna. Annars vegar lærðir læknar með venjulegu háskólaprófi, sem hafa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.