Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 4
528 UCSBÓK MOKG u JN BLAtíÖlJM S Fuglaþúfa og klettur við ósinn. Takið eftir myndinni í klettinum. upp úr henni var fánastöng. Þessa vörðu gerðu danskir kaupmenn eftir að þeir fluttust að Búðum og þar var fáni dreginn á stöng til að fagna kaupskipum er þau komu og kveðja þau er þau fóru. Um- hverfis á stöplinum, eða fótstallan- um, voru grindur, en bekkir og borð þar fyrir innan. Þarna var skipstjórum og heldri mönnum fagnað. Voru þá borin ölföng út að vörðunni og sátu menn þar að sumbli undir beru lofti á verönd- inni. Varða þessi hefir verið svip- uð Skólavörðunni í Reykjavík, eins og hún var um eitt skeið. Frá vörðunni er mjög víðsýnt. Suður í hrauninu, fram undir Frambúðum, getur að líta aðra vörðu, sem að vísu er ekki jafn voldug og þessi, en á þó sína sögu. Hún heitir Kapteinsvarða og er kennd við erlendan skipstjóra, sem mældi hnattlegu Búða og reisti síðan vörðuna sem eyktarmark fyrir Búðamenn. Vestur af Arabíu er hvos nokk- ur með mannvirkjum og sýnist þar hafa verið sáðgarður og hleðsla umhverfis í brekkubrúnunum. Eg spurði Magnús Einarsson bónda hvaða mannvirki þetta væri. Hann sagði að það hefði verið kallað Arabíugarður og hefði þar upphaf- lega verið margir stallar hver upp af öðrum í brekkunni og steinbrún framan á hverjum stalli. Þóttist eg þá vita að þarna væri minj- ar um fyrstu garðræktina á Búð- um, sem Eggert Ólafsson segir svo frá: „1757 var reynt að sá káli á Búðum og óx betur þar en annars staðar þetta ár. Garðholan var í hrauni, sem hér þekur allt yfir- borð landsins. í garðinn var flutt gróðurmold sú, sem skolast af regnvatninu í klettasprungur. í hana var blandað kúamykju og skeljasandi, sem vindurinn feykir frá ströndinni. Garðurinn var vökvaður með vatni, blönduðu sjó, því að fullkomlega ósalt vatn er ekki fáanlegt þar í grennd, en með þessum hætti óx kálið vel, einkum grænkálið“. Þessi kálræktun helt svo lengi áfram og gekk vel, þótt annars staðar gæfist menn upp á henni. En löngu áður en þetta var, hafði akuryrkja verið stunduð á Búðum, þar sem enn heita Undir- heimar. Eru það dældir nokkrar vestur af bænum. Hefir þar þótt sérstaklega gott akurland, því að aðrar jarðir hafa seilzt þar til ítaka. Er þess getið á 14. öld, að Kálfárvellir eigi þar tveggja mæla sæði árlega og Hraunhafnarbakki tveggja fjórðunga sæði. Sýnir þetta að landið er frjósamt. Um það ber líka vitni hinn mikli gróð- ur í hrauninu og hið geisivíðáttu- mikla tún á Búðum, sem ræktað hefir verið í hrauninu. Minnst er á, að kálgarðinn hafi orðið að vökva með hálfsöltu vatni. Það minnir á hve erfitt var að ná í drykkjarvatn forðum á Búðum. Brunnur var hjá Frambúðum og mun það sennilega hann, sem Egg- ert Ólafsson lýsir: „Uppspretta er skammt fyrir utan Búðir og kem- ur undan klettaskúta. Hún er IY2 fet á dýpt, um 1000 skref frá sjó og í 6 faðma hæð frá sjávarmáli. Um háflæði er hún full af ágætu vatni, sem sjómenn og aðrir nota, en gjörsamlega þur um fjöru“. Hjá Búðum var einnig gerður brunn- ur rétt fyrir neðan bæarhólinn, þar sem síðar var settur danspall- ur og sér merki til enn. Folalds- tjörn heitir skammt frá Klettsbúð, lítill pollur í graslaut. Þangað var sótt neyzluvatn. Þar í hrauninu nokkuð vestan vegarins er og brunnur gerður af náttúrunnar höndum. Kemur þar fram vatn í klettagjótu og bregst aldrei, hvorki vetur né sumar. Yfir þenna brunn hefir einhverntíma verið hlaðið brunnhú's, en nú er ekki annað eftir af því en veggja brot. Erfitt er um vatnssókn í þenna brunn vegna hraunklungurs. Og hér með eru þá vatnsbólin upp talin. En þegar gistihús kom þarna þótti eigi forsvaranlegt að nota vatn úr þess-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.