Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 8
532 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sð hér í Búðahrauni þrífist skor- dýr, sem ekki eru til annars stað- ar á landinu, og stórvaxnari eins cg gróðurinn í hraunkötlunum? Svo halla eg mér aftur á bakið og horfi um stund upp í loftið, þar sem létt ský sigla hægt undan norðangolunni og taka ótal mynd- breytingum, en hátt yfir þeim eru önnur ský, sem virðast á hraðsigl- ingu norður á bóginn. Skyndilega segir konan upp úr eins manns hljóði: „Þetta er yndislegasta sumarfrí sem við höfum átt“. Fá orð sögð í hjartans einlægni. Á. Ó. Réttaródur tileinkaður nokkrum söngmönnum að Stafnsrétt fimmtudaginn 22. sept. 1960, með þakklæti frá höf. Senn þótt halli sumardögum sízt er veðrabrúnin ýrð, inn í svölum Svartárdrögum söngvar óma í haustsins dýrð. Sú er tigin sýn að kveidi er sveipist húmbrá dalurinn: frá afréttanna akurveldi ofan spunninn fjárþráðinn. Hlíðarrætur hjörðin þekur, heyrið ljúfnið dýramáls, — minnlngar og vorþey vekur að vera hér að leikum frjáis. öll af lífi ilmar grundin önn og gaman saman fer, — ýmsra kærsta óskastundin lsiands barna, er dvölin hér. Drottinn sá er Húna-heiðum heillir bjó og dölum skjól og gyllir ása gróðurbreiðum, geymi öll landsins réttarból. tORMOÐUR SVEINSSON Bókmerki — Ex Libris — SKÖMMU eftir uppfinningu prent- listarinnar 1440 tóku eigendur bóka í Þýzkalandi að nota bók- merki. Bókmerki nefnist á latínu ex libris (einnig skrifað samfast), sem merkir, úr bókum eða safni (N.N.) Auk orðanna ex libris og nafns eða upphafsstafa eigandans, stendur oft á bókmerkinu setning eða málsháttur, sem eigandinn hef- ir valið að einkum^rorði. Venju- lega prýðir merkið einhver tákn- ræn mynd, sem tengd er eigandan- um á einn eða annan hátt og minn- ir á nafn hans eða stöðu. Svo mikill er fjöldinn af bók- merkjum nú á dögum, að nauðsyn hefir þótt að greina þau sundur eftir myndum, sem þau bera. Þau greinast þannig í marga flokka, sum bera skjaldarmerki, önnur minna á vissa staði og starfsgrein- ar eða segja til um hin ýmsu Bókmerki Benedikts S. Þórarinssonar kaupmanns. Bókmerki Þorsteins M. Jónssonar bókaútgel'anda. áhugamál eigendanna. Margir ágætir listamenn hafa teiknað bók- merki og í þeim speglazt listastefn- ur frá ýmsum tímum. Elztu bókmerkin voru skorin út í tré. Síðar kom til koparstunga og „raderingar“ og þá hinar ýmsu að- Bókmerki Magnúsar Kjaraus stórkaupmanns.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.