Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 16
540 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Viálverka- synmg Pétur Friðrik Sigurðsson list- máiari hefir mál- verkasýnineu í Reykjavík um hessar mundir. *>að er góður og hressandi blær yfir þessari sýn- ingu, enda hefir fjöldi mynda selzt. — Hér er mynd af Jófríðar- staðavegi í Hafnarfirði. Mafnus sálarháski Guðmundur og Ingibjörg hétu hjón, sem bjuggu í Steinadal. Þau voru lang- afi og langamma Guðbjargar Jónsdótt- ur í Broddanesi. Hún hefir sagt þessa sögu: — Einu sinni kom Magnús sálar- háski þangað, hann flakkaði þá um sveitirnar eins og fleiri förumenn. Hann þótti hvimleiður gestur, einkum kvenfólki. Þetta var um hásláttinn og allt fólk á engjum, en Ingibjörg ein heima með eitthvað af smábörnum. Þegar hún sér hvaða gest ber að garði, tekur hún raft einn, er var á hlaðmu og henni vel vopnhæfur. Gengur síðan í bæinn. Spýtunni stingur hún í eldmn og bíður svo gestsins, er gengur óboð- inn inn. Hann ávarpar hana hranalega og spyr, hvort piltarnir sé heima; hún kveður þá eigi langt í burtu. Gesturinn tekur upp hníf og fer að brýna hann, ætlaði að ógna henni með þessu. Hún fer sér að engu óðslega, en þegar nægi- lega er kviknað í spýtunni, dregur hún hana úr eldinum og segir karlinum, að með þessu skuli hún berja á honum, ef hann ekki óðar hafi sig á burt. Hann verður hræddur og hleypur sem mest hann má ofan fyrir tún og Ingibjörg á eftir með eldibrandinn, Þannig skildi með þeim. Sigiufjarðarkirkja Fyrrum áttu Siglfirðinear kirkju- sókn að Siglunesi. En á aðfangadag 1613 fell snjóflóð á kirkjufólkið og fórust þar 50 menn í svokölluðum Nesskriðum. Má enn sjá þess merki að snjóflcð hefir fallið þar, og nokkur ör- nefni eru bundin við þennan atburð. Þar er Oddnýarmeiur og Oddnýarbolli og eru kennd við konu sem Oddný hét; hún komst lemstruð úr snjóflóð- inu, skreiddist af melnum niður í boll- ann og fannst þar örend. Þá er Kolla- klöpp og Sigurðarsæti, kennd við menn er þar fundust. Hrafnsnef heitir þar sem maður er Hrafn hét hekk á handleggsbrotinn, en bjargaðist þó. — Eftir þetta mikla slys var ákveðið að flytja kirkjuna til Siglufjarðar (Hvanneyrar). Eru til munnmæli um það, að er kirkjuklukkurnar voru fluttar inn að Hvanneyri árið 1614, hefði þeir, sem þær fluttu, róið upp á sker fram af svonefndum Kambalág- um, skammt utan við Selvíkina, hvolft þar undir sér og einn maður farist. Heita þar síðan Klukkusker. (Siglu- fjarðarprestar) Menntun á ekki að vera yfirskin til þess að safnast til kaupstaðanna og lifa þar í skemmtunum og glaumi hún á þvert á móti að efla dáð og dug og veita ánægju með sjálfan sig og sinn kraft; en þetta vantar okkur einmitt nú, þeg- ar einna mest þarf á stöðuglyndi og vinnukrafti að halda. (Benedikt Grön- dal)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.