Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 535 í Þýzkalandi er mikill fjöldi lærðra lækna, eldri og vngri, sem gengið hafa náttúnilækninga- stefnunni á hönd. Margir hafa þeir komið sér upp heilsuhælum og beita þar svipuðum aðferðum og að framan er getið. Undirritaður hefir dvalið árlangt í einu slíku hæli og tekið þar þátt í daglegum störfum með yfirlækninum og að- stoðarfólki hans. Mun eg nú í stuttu máli lýsa því helzta, sem þar gerist. — 0O0 — Yfirlæknir og eigandi hælisins, dr. med. E. von Weckbecker, sem varð fertugur á þessu ári, var orð- inn gjörbilaður á heilsu sem ung- ur læknir, þjáðist m. a. af nýrna- steinum og astma. Hann hafði starfað nokkur ár sem sérfræðing- ur í lyflæknissjúkdómum en var kominn á fremsta hlunn með að leggja læknisstarfið á hilluna vegna heilsuleysis. Einn starfs- bræðra hans taldi hann þá á að reyna hin svonefndu Kneipp-böð. Hann gekk í þessi böð mánaðar- tíma og fann þegar verulega breyt- ingu til hins betra. Upp úr því tók hann upp mjólkur- og jurtafæði, hélt áfram baðiðkunum og varð á skömmum tíma heill heilsu og hefir síðan ekki kennt sér nokk- urs meins, og hefir þó hin síðari ár lagt hart að sér við að koma upp núverandi heilsuhæli sínu og við dagleg störf þar. Hann kynnt- ist Are Waerland og konu hans, og kom til tals, að þau hefðu sam- vinnu um rekstur heilsuhælis. Úr því varð þó ekki, og setti hann sjálfur upp hæli, sem hann rak fyrstu árin aðeins að sumrinu. Síð- ar keypti hann hús í Briickenau, breytti því að stækkaði og hefir nú rekið þar myndarlegt heilsu- hæli í rúm tvö ár. Húsið er fjögra hæða með kjall- Gretar Fells i. ÞÚ SEGIST EKKI YRKJA Þú segist ekki yrkja, elskan mín góð. Það hlýtur svo að vera, því að sjálf ertu ljóð, — ljóð, sem alltaf ynifir og alltaf heillar mig. Það var góður dagur, þegar Drottinn orti þig! Ekki er von þú yrkir, elskan mín góð: Enginn til þess ætlast, að ljóð yrki ljóð. II. STÓRAR STUNDIR Eitt munu flestir eiga, andlegra sér til þrifa: Einhverjar stórar stundir, stundir, sem alltaf lifa. Gæfu og göfugan trega gott er að lifa aftur. Frá hinum stóru stundum streymir líf og kraftur. Vígslur þér sigrar veita, virkin líka, sem hrundu. Geym hinar stóru stundir, — stundaðu þær og mundu. ara og geymslulofti. í kjallara er eldhús, geymslur, þvottahús og olíukynding. Á 1. hæð skrifstofur, tveir stórir borðsalir, dagstofa, rannsóknarstofa, nuddstofa og í- búð yfirlæknis. Á 3 hæðum eru herbergi dvalargesta, 16 á hverri hæð, þar af 3 tvíbýlisherbergi, en einbýlisherbergin eru flest það stór, að þar gæti farið vel um tvo III. ÓMYNDIR Ort á „abstrakt“ málverkasýningu. Flögrar svartur feigðarhrafn fram og aftur um þetta safn. Þörf er ekki lengi að leita. Léð skal þessum „myndum“ nafn: Ómyndir þær eiga að heita. IV. LJÓÐ Ljóð er tilfinning lfi þrungin, söngur hjartans á svanavængjum. — Ljóð er hugsun í litkiæðum. sjúklinga. Hælið tekur því full- skipað yfir 50 sjúklinga. í bakhúsi er baðdeildin og vistarverur starfs fólks. f öllum herbergjum er heitt og kalt vatn og sími. — oOo — Dagurinn hefst með því, að nuddkonurnar ganga til sjúkling- anna kl. um 6.30 þvo þeim um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.