Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 6
530 LESBÓK MORGUNBLABSINS að sól nær aldrei að skína niður í þau. En þarna niðri á botninum voru burknastóðin. Hin mikla gróska í þeim mun stafa af því hvað hraunið hitnar í sólskini og altaf er því hlýtt þarna niðri í skugganum. AIls staðar leyndist gróður í hrauninu. Þar var mikið af kræki- berjalyngi og bláberjalyngi. og á því geisimikið af vísirum og græn- jöxlum. Þarna hlýtur að vera gott berjaland þegar hallar að hausti. Við hvíldum okkur í viðri hraun- gjótu, sem var grasi og lyngi gró- in, innan um ýmsar angandi jurtir. Umhverfis var hringur af hraun- klettum og upp úr þeim alls konar furðulegar myndir. Hér var gott að vera í sólskininu, loftið hlýtt og þrungið gróðurangan. Við vor- um að tala um, hve hér væri furðu- lega hljótt, ekki heyrðist kvak í nokkrum fugli og þó ætti hér að vera sannkölluð paradís fyrir smá- fugla og heiðarfugla. Allt í einu heyrum við tíst og sjáum þá hvar steinklappa situr á hraungarðinum gegnt okkur. Hún lagði undir flatt og gaf okk- ur hornauga. Svo flaug hún burt, en kom brátt aftur og hafði þá aðra með sér. Þær settust á stein- nybbur spölkorn frá okkur og tístu eins og þær væri að tala um hvaða aðskotadýr væri þarna komin. Það var sýnilega forvitni, sem hafði dregið þær hingað. Og svo bættist sú þriðja við og þá varð skrafið fjörugra. Það var auðheyrt að þeim þótti þetta merkileg heimsókn, en þó fannst mér þær draga dár að gestunum. Skyndilega kveður við snjall og hvellur rómur, og þröst- ur kemur fljúgandi og sezt hjá steinklöppunum. Hann var líka forvitinn og lét móðan mása, svo að ekkert heyrðist í hinum fugl- unum. Og þarna sátu þessir hraun- búar langa hríð og skemmtu okk- ur. Vrð vonuðum að annar þröst- ur kæmi, en svo varð ekki. Og þegar okkur leiddist að bíða risum við á fætur. Þá flugu þeir og voru samstundis horfnir í hraunið. Allt varð hljótt sem fyr.------- — 0O0 — Hraunklettarnir við sjóinn eru undarlega svartir tilsýndar, en þegar komið er nær þeim, reynast þeir vera dimmbláir. Og svo eru á milli þeirra heiðgular sandvík- ur. Þar er skeljasandur, sem hafið ber að landi, og þegar hann þorn- ar verður hann svo léttur, að hann fýkur upp um allt, langt inn á tún og upp í hraun. En í sjávarklett- unum eru víða stórir skaflar af honum, eins og fannir. Víkurnar eru ákjósanlegur bað- staður. Sandurinn í fjörunni verð- ur brennandi heitur þegár sól skín glatt, og þegar sjórinn fellur þar upp á með síðdegisflæði, verður hann glóðvolgur. Eftir sjóbaðið er svo gott að fá sér hlýtt sandbað og láta ylinn af klettunum leika um sig. Þarna er ágætt skjól undir háum bökkum milli kletta. Það mun hafa verið Davíð Scheving Thorsteinsson læknir sem fyrstur manna vakti athygli á því hve framúrskarandi sjóbaðstaður væri hjá Búðum. Þar var glöggt lækn- isaugað. Og áreiðanlega mun verða þarna vinsæll sjóbaðstaður er stundir líða. Það er býsna gott að velta sér í brennheitum skeljasandinum, en þó er enn betri „gullsandurinn“. Hann verður enn heitari og hann er snarpur og hollur fyrir húðina. Og það er hægt að sólbrenna fall- ega þarna á skömmum tíma.-------- — 0O0 — Ymsa fáséða steina rekur hér á fjörur. Þeir eru sennilega komnir ofan úr fjöllum og hafa árnar bor- ið þá fram. Náttúrufræðingar geta um einkennilega steina hér í fjöll- unum. Það eru nú t. d. demantarn- ir í Þorgeirsfelli. Þeir eru 1%—2 þumlungar á lengd, aðallega sex- strendir, og dragast saman í odd, hvítir að lit nema broddurinn sem er glær og svo harður að skera má með gler. Þess vegna eru þeir kall- aðir „íslenzkir demantar“, en eru þó bergkrystallar. — Svo er málm- glerið í berginu austan við Hellna. Það ljómar svo í sólskini, að menn heldu áður að það bráðnaði úr klettunum. Þetta eru gljáflögur í rauðleitum steini. í „fjallinu upp af Búðum“ eru kístemngar, sem eru Ijósir á lit eins og klukkukop- ar. Hér mun annað hvort vera átt við Öxlina eða hlíðina hjá Bjarn- arfossi. Nú hneykslast enginn á Búðum á því þótt gestir safni steinum. Þá var annað er þeir komu þang- að Mackenzie og Holland árið 1810. Þá helt fólkið að þeir væri ekki „almennilegir“ þegar þeir fóru að tína saman steina, vefja þá í pappír og láta í poka. En þó kastaði tólf- unum er þeir fóru með hamra og poka út í hraun, „þá elti okkur heill hópur af kvenfólki og krökk- um“.--------- Hér á Búðum er gestagangur mikill, koma fleiri en hægt er að hýsa, og þá er tjaldað í hrauninu. Sum kvöldin rísa þar upp mörg tjöld í skjóli við kletta, það þykir öruggara ef norðanáttin skyldi ná sér niðri um nóttina, því að það er versta áttin á Snæfellsnesi sunnan- verðu. Margir eru hér dögum sam- an, aðrir hafa hér aðeins náttstað. Það eru þeir sem fara umhverfis Jökulinn allt að Sandi og Rifi, en halda svo til Ólafsvíkur eða Stykk- ishólms.--------- — oOo — Seinasta daginn sem við erum á Búðum er sama blessuð blíðan. Þegar sólin er komin í námunda við Jökulinn skín hún heitt. Við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.