Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS 539 Merkilegar uppgötva nir Þetta ei lausleg þýðing á greinum eftir eðlisfræðinginn og blaða- manninn Zygmunt Litynski. Hann fæddist í Póllandi, en stundaði nám í Austurríki og Frakklandi. í seinni heimsstyrjöldinni var bann striðsfréttaritari fyrir brézk blöð, en að henni lokinni fluttist hann alfarinn til Bandaríkjanna og er nú bandarískur þegn. Tók hann þá aftur að gefa sig við vísindum, og seinustu árin hefir hann r,tað mikið um vísindaefni. Meson-96 VÍSINDIN eru sprottin upp af töfrum. Og nú hefir 39 ára gamall Frakki, Jean Charon, komið fram með vísindalegt afrek, sem fær- ustu vísindamenn heimsins brjóta nú sem ákafast heilan um hvort vera muni vísindi eða töfrar og sjónhverfing. Charon útskrifaðist frá háskóla í París og um 5 ára skeið var hann vísindalegur ráðunautur franska sendiráðsins í Washington. Seinna fór hann að fást við kjarnorkuvís- indi, og hefir unnið hjá kjarnorku- rannsóknastöðinni í Saclay. Og nú hefir hann töfrað fram öreindina meson-96, sem er miljón-miljón miljónasti úr únsu, en þó senni- lega merkasti hluturinn í alheimi, því að vera má að til hans sé að rekja alla hreyfingu í alheimi. Charon heldur því ekki fram, að hann hafi uppgötvað meson-96, né heldur að hann hafi komizt að raun um tilveru þess með rann- sóknum. Þetta kom svo að segja upp í hendurnar á honum, er hann var að reikna út hvort ekki væri skyldleiki með kjarnorku, raf- segulmagni og aðdráttarafli. Niðurstöður sínar birti hann í svissnesku vísindariti seint á árinu sem leið. En þeim var enginn gaumur gefinn. Eðlisfræðingum þótti ekki líklegt að hann hefði leyst þá gátu, er aðrir eins höfuð- skörungar vísindanna eins og Al- bert Einstein og Werner Heisen- berg höfðu gefizt upp við. Og svo var annað, útreikningar hans voru svo flóknir, að það eru ekki nema örfáir færustu stærðfræðingar sem geta skilið þá En svo var farið með útreikning- ana í rafeinda-reiknivél Og öllum til mestu undrunar sýndi hún að líkingareikningur Charons væri alveg réttur. Það er ekki nóg um vísindalega kenningu að hún leiði til þess að staðfesta það, er vér vissum áður. Hún verður að boða eitthvað nýtt og óþekkt. Og það gerir einmitt kenning Charons um það, að við útreikninga á alheimskröftunum verði óhjákvæmilega að nota þann lið, er hann kallar meson-96. Hér stöndum vér nú. Ef líkinga- reikningur Charons er réttur, þá er hér um að ræða merkilegasta „efnið“ í heimi. Og ef meson-96 skyldi nú finnast, þá er fengin full sönnun á eðlisfræði Charons, eins og farið er að kalla þessi nýu vís- indi. Og þá mun hefjast nýtt tíma- bil þekkingar manna á alheimin- um. Lífmagnan Önnur ný og merkileg uppgötv- un hefir líka komið frá Frakklandi. Nobelsverðlaunamaðurinn Fran- cis Perrin, heimsfrægur kjarnorku- fræðingur og sameinda-eðlisfræð- ingur, hefir lagt fyrir vísindastofn- unina frönsku (French Academy of Sciences) álitsgerð og niður- stöður þriggja franskra vísinda- manna, sem hafa unnið að rann- sóknum á því hvaða orka það muni vera, sem gæðir efnið lífi. Þessir vísindamenn heita 'M. Polonski, C. Sadron og P. Douzou, og þeir hafa komizt að þeirri niðurstöðu að þessi orka sé „ferro-rafmagn“. Hér er um þá orku að ræða, er áður hefir verið kölluð lífmagnan, en vísindamennirnir forðast að nefna hana því nafni. Aftur á móti hafa margir líffræðingar þegar skýrt niðurstöður þeirra svo, að hér sé um lífmagnan að ræða. Ferro-rafmagn fannst árið 1922 í saltkrystöllum og var talið nátt- úruafbrigði. Síðan gleymdist það aftur þar til nú fyrir skemmstu, að menn urðu aftur varir við það í öðrum krystöllum. Það var kall- að náttúrukenjar og engin við- hlítandi skýring hefir enn fengist á því hvað það er. Að vísu kom fram sú skýring, að þegar jákvætt og neikvætt rafmagn væri í ein- hverri sameind og sameinaðist svo að þar yrði rafaflsvæði, mundi þetta rafaflsvæði breiðast út til annara sameinda. Sumum fannst þessi skýring minna á sögu Munch- hausens um manninn, sem datt í dý, en togaði sjálfan sig upp úr á eyrunum. Verra var þó, að það var sýnt með útreikningum, að ef þessi tilgáta væri rétt, þá mundu allar sameindir tengjast saman, og þa$ mundi ríða öllu lífi á jörðinni að fullu, því að þá mundi allt vatn verða að föstu efni. Þetta kölluðu vísindamenn „Mosotti cata- strophe". Það er nú gleðilegt fyrir alla menn, ef frönsku vísindamennirnir hafa sannað að þessi kenning sé fjarstæða, og það sem menn álitu hættulega dutlunga náttúrunnar, reynist eftir allt saman vera upp- spretta lífsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.