Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 10
534 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Björn L. Jónsson lœknir í þýzku náttúrulœkningahœli ÁRIÐ 1934 var komið upp sér- stakri deild fyrir náttúrulækning- ar við hið stóra ríkissjúkrahús í Dresden í Þýzkalandi. Ungur læknir, Alfred Brauchle að nafni, var skipaður yfirlæknir. í deild- inni voru hvorki meira né minna en 300 sjúkrarúm, sérstakt eldhús, húsnæði og áhöld til ljóslækninga, nudds og alls konar baða. Að því er mér er bezt kunnugt. er þetta í fyrsta skipti, sem hið opinbera setur á fót og rekur slíkt sjúkra- hús, enda átti náttúrulækninga- stefnan þá þegar miklu fylgi að fagna í Þýzkalandi, og um árabil hafði háskólinn í Berlín haft fast- an kennarastól í náttúrulækninga- fræðum. Við sjúkrahúsið var að sjálf- sögðu venjuleg lyflækningadeild, álíka stór og náttúrulækninga- deildin. Yfirlækni hennar, Grote að nafni — báðir hlutu þeir síð- ar, Brauchle og Grote; prófessors- nafnbót — var falið að fylgjast með sjúklingum starfsbróður síns, lækningaaðferðum hans og á- rangri þeirra. Hér átti sem sagt 1 fyrsta sinn í sögunni að fram- kvæma vísindalega rannsókn á gildi náttúrulækningastefnunnar til lækninga. í deild Brauchles voru lagðir inn sams konar sjúklingar og koma í venjulegar lyflækningadeildir sjúkrahúsa. En meðferðin var annars eðlis. Fæðið var hreint mjólkur- og jurtafæði, m. a. mikið af hráu grænmeti. Margir sjúkl- Björn L. Jónsson. ingar voru látnir fasta dögum saman og nærðust þá einvörðungu á hráum aldin- eða grænmetis- safa, seyði af tejurtum eða græn- meti, en fengu enga fasta fæðu. Flestir sjúklinganna fengu ýmis konar böð eða bakstra, nudd og Ijósameðferð. En lyf voru mjög lítið notuð, varla nema sjúklingur væri í bráðri hættu eða þeirra tal- in brýn þörf af öðrum ástæðum. Prófessor Grote var í fyrstu ekkert um þessar nýungar gefið. En brátt tókst hin bezta samvinna með læknunum. Hinni vísindalegu rannsókn höguðu þeir á þann veg, að Grote fylgdist með sjúklingum í 30 rúmum í deild Brauchles — það hefði kostað of mikla vinnu að fylgjast með þeim öllum. í þessi rúm komu sjúklingar af handa- hófi eins og í önnur rúm deildar- innar, Aðstoðarlæknar Grotes skoðuðu þessa sjúklinga, er þeir voru lagðir inn, ásamt læknum Brauchles, fylgdust með rann- sóknum og meðferð og skoðuðu þá aftur við brottför. Grote sannfærðist fljótt um, að þessar aðferðir væru sízt lakari til árangurs en hinar venjulegu lækningaaðferðir og lauk á þær miklu lofsorði í ritgerðum í læknaritum og bókum, sem þeir Brauchle gáfu sameiginlega út. Því miður kom styrjöldin í veg fyrir, að unnt væri að halda hinni vísindalegu starfsemi áfram, en deildin var starfrækt, þar til sprengjuárás lagði sjúkrahúsið að nokkru í rúst í stríðslok. Fyrir um það bil 7 árum var sett á fót sams konar deild við stórt sjúkrahús í útjaðri Hamborgar, og er það einnig rekið af ríkinu, og hin eina sjúkrahúsdeild fyrir náttúrulækningar, sern nú er starf- rækt af því opinbera í Vestur- Þýzkalandi. Þessi deild hefir um 80 sjúkrarúm og gott starfslið. Allur kostnaður er greiddur af sjúkrasamlögum eða sjúkratrygg- ingum. Yfirlæknirinn, sem er maður um fertugt, sagði mér, er eg skoðaði deild hans og átti ítar- legt tal við hann og aðstoðarlækna hans, að þótt enn hefði ekki verið unnið vísindalega úr sjúkraskýrsl- um deildarinnar, teldi hann árang- urinn af þessum aðferðum betri en af venjulegum aðferðum. enda þótt svo að segja engin lyf væru notuð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.