Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGlJMBLAÐSINS 537 Smásagan Cullinan demanturinn þurfa tíma til að laga sig eftir hin- um breyttu lifnaðarháttum, svo að oft er það fyrst eftir heimkomuna, að menn verða batamerkja varir. En eftir að hafa skoðað þarna yfir 400 sjúklinga á öllum aldri, bæði við komu og brottför þeirra, og haft tal af þeim svo að segja dag- lega, get eg sagt þetta: Líðan flestra batnar verulega; svefnleysi, þreyta og slappleiki, hófuðverkur, meltingaróþægindi, tregar hægðir lagast oft til stórra muna. í lang- vinnum nýrnasjúkdómum, „ólækn- andi“ húðsjúkdómum, gömlum leggsárum, háum blóðþrýstingi hefi eg oft séð eftirtektarverðan árangur, þar sem venjulegar að- ferðir höfðu engu fengið áorkað. Varanlegur árangur þessara að- gerða fer að sjálísögðu algerlega eftir því, hvernig menn haga lifn- aðarháttum sínum, er heim kemur, og gæti eg nefnt dæmi þess, en það leyfir rúmið hér ekki. Að lokum þetta: Dvöl mín hér í hælinu og önnur kynni mín af náttúrulækningastefnunni her í Mið-Evrópu hafa sannfært mig um það, að með þeim aðferðum, sem að framan er getið, má ráða bót á alls konar sjúkdómum og van- heilsu, þótt ekki séu þær allra meina bót. Og eg er sannfærðari um það en nokkru sinni fyrr, að með réttum lifnaðarháttum, ætti að mega koma í veg fyrir flesta mannlega sjúkdóma. Brúckenau í ágúst 1960 Björn L. Jónsson. Begonía dregur nafn sitt af frönsk- um grasafræðingi sem hét Michel Bé- gon. Hann var landstjóri í Vestindíum á dögum Lúðvíks 14. Jurtin barst til Belgíu um miðja 19. öld og er nú rækt- uð þar í álíka stórum stíl og túlípanar í Hollandi. Belgar selja mest af begóní- unum til Bandaríkjanna. ÞAÐ var eitt kvöld í júnímánuði 1905, að Frederich Wells, umsjónarmaður Pretoríunámunnar,' var á venjulegri eftirlitsferð, og kunningi hans með honum. Leið þeirra lá fram hjá háum hóli. Sýndist Wells þá flaska standa út úr hólnum ofarlega, og gat hann sízt skilið í hvernig hún væri þangað kom- in. Hann kleif því upp hólinn af for- vitnisökum til að athuga þetta betur. En hann kom aftur í hendingskasti og stóð á öndinni. — John, John, þetta er demantur! stundi hann upp. Hann var með stóran stein í hend- inni. Og nú störðu þeir báðir agndofa á þennan stein um hríð, og ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum. Svo tóku þeir sprettinn til skrifstofu for- stjórans. Þeim var svo mikið niðri fyrir, að þeir gleymdu að Kveðja dyra, en æddu inn í skrifstofuna. Johnson forstjóri varð undrandi á þessum að- förum. „Hvað gengur á?“ sagði hann, en komst svo ekki lengra. Wells hljóp að demantsvoginni og kallaði: — Komið hingað og lítið á! Forstjórinn helt helzt að þeir væri gengnir af göflunum, en þó gekk hann að voginni. Þar stakk hann skyndilega við fótum og saup hveljur, er hann sá steininn. — Nei, þetta getur ekki verið rétt! hrópaði hann svo. Svona stór demant- ur hefir aldrei verið til. — En þetta er nú samt demantur, sögðu þeir. Við skulum leggja hann á vogina. — Vogin tekur hann ekki, sagði for- stjórinn. Hann er áreiðanlega meira en þrjú þúsund karöt. Samt lagði hann steininn með gætni á vogina og þeir störðu allir með eftir- væntingu á hvernig vísirinn færðist. — Þrjú þúsund tuttugu og fjögur karöt, mælti forstjórinn í hálfum hljóðum og eins og við sjálfan sig. Svo sneri hann sér að þeim hinum og sagði: — Hér höfum við stærsta dem- antinn sem til er í heinjinum. Þetta er sagan um það hvernig hinn heimsfrægi Cullinan-demantur fannst. Frederick Wells fekk 2000 Sterlings- punda verðlaun fyrir að finna hann. En svo vissu menn ekki hvað átti að gera við hann, þangað til árið 1907 að Louis Botha, fyrverandi hershöfðingi Búa, fann upp á því að gefa steininn Ját- varði VII. Bretakonungi. Það var miklum vandkvæðum bund- ið að koma þessum ómetanlega dýrgrip til Englands. Hann var nú orðinn frægur um allt, og það hafði kvisast að hann skyldi sendur til Englands. Mátti því búast við að einhverjir bóf- ar mundu vilja ræna honum. Þess vegna var sú frétt breidd út, að steinn- inn mundi fenginn í umsjá skipstjóra, er væri á leið til Englands, og skyldi skipstjórinn sjálfur vaka yfir honum í káetu sinni. Svo var það eitt kvöld, að tveir menn gengu upp landgöngubrúna á skipi, sem var á förum til Englands. Annar þeirra var með þungan og ræki- lega innsiglaðan böggul i vasa sínum. Varðmenn komu á móti þeim á skips- fjöl og leiddu þá fyrir skipstjóra. En um sama leyti var í einhverju pósthúsi í Suður-Afríku tekið á móti brúnum böggli, sem átti að fara til Englands í ábyrgðarpósti. Þessi böggull var talinn 5 Sterlingspunda virði að- eins — en í honum var hinn ómetan- legi Cullinan-demantur! Brúni böggullinn komst með skilum til Englands, og þar var hann geymd- ur í bankahólfi um tveggja ára skeið. Það þótti sem sé sjálfsagt að steinninn væri klofinn og fágaður áður en Botha afhenti hann konunginum, En í Eng- landi var enginn maður fær um að kljúfa steininn, og enginn maður í heimi var talinn fær um það nema J. Asscher í Amsterdam í Hollandi. Og nú varð að koma steininum til Hollands. Sonur Asschers kom gagngert til Lundúna að sækja steininn, og fór með hann í vinstri buxnavasa sínum, en hafði marghleypu í hægri vasanum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.