Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 12
536 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS efri hluta líkamans með klút bleyttum köldu ediksblönduðu vatni og breiða síðan vel yfir þá án þess að þurrka þá Hörunds- þvottur þessi herðir húðina og eykur blóðstreymi til hennar, enda fer notalegur ylur um líkamann um leið og húðin þornar. Þess má geta, að hörundsþvottur með köldu vatni um leið og gengið er til svefns reynist mörgum hið bezta ráð við svefnleysi. Skömmu eftir hörundsþvottinn færa stofustúlkurnar siúklingun- um bikar með heitu grænmetis- seyði, sem þeir drekka áður en þeir rísa úr rekkju. Drykknum fylgir miði, sem á er skrifað, hve- nær sjúklingurinn á að mæta í bað eða nudd þann daginn. Kl. 7.45 til 8 er leikfimi á grasflöt bak við húsið eða í yfirbyggðu skýli, þeg- ar rignir, og stjórnar henni önn- ur nuddkonan. Kl. 8—9 er morgun- verður. Þeir sem hafa ekki fyrir- mæli um sérstakt mataræði, geta valið um súrmjólk — mjólkin er sýrð daglega í hælinu, en sýrugerl- arnir eru fengnir frá gerlarann- sóknarstofu í Frankfurt — og með henni borða þeir ný og þurrkuð aldin, hveitihýði, hörfræ, mjólkur- sykur og grasmjöl búið til úr brenninetlum, eða graut kenndan við hinn kunna svissneska náttúru- lækni Bircher-Brenner, búinn til úr haframjöli, rifnum eplum og möndlum, rúsínum og sítrónusafa. Eftir kl. 10.30 er heitt te á borð- um, búið til úr ýmsum heilnæm- um jurtum, og með því hunang, en hvorki mjólk né brauð. Til hádegisverðar er hringt kl. 12.30. Hver maður hefir sitt sæti. Fyrst er manni færður diskur með hráu grænmeti, þá kemur heitur græn- metisréttur og kartöflur, og að lokum er borið fram brauð með smjörlíki og osti. Með þessu eru drukknar áfir. Einu sinni í viku eða hálfum mánuði er heiti réttur- inn súpa með miklu grænmeti í, annars eru súpur eða grautar aldrei á borðum. Með hráa græn- metinu er borinn lítill skammtur af mjólkurhlaupi, sem er búið til á líkan hátt og skyr. Eftir kl. 16 er te á borðum eins og fyrri hluta dags, og kl. 18,30 er hringt til kvöldverðar, sem oftast er krúska, búin til úr mismunandi kornteg- undum, brauð, smjörlíki og ostur og glas af nýmjólk. Það af starfs- fólkinu, sem neytir matar síns í borðsalnum, fær nákvæmlega sama skammt og viðurgerning og aðrir, svo og gestir. Eftir kl. 21 á allt að vera hljótt, og upp úr því ganga flestir til svefns Eitt kvöld í viku, og stundum oftar, flytur yfirlæknirinn erindi og svarar fyr- irspurnum á eftir. Að hádegisverði loknum ganga allir til rekkju, fá heitan kartöflubakstur á lifrar- stað — í því skyni að örva blóð- streymi til lifrarinnar — og hvíl- ast til kl. 15. Fýrri hluta dags fær hver sjúklingur einhvers konar bað — fótabað, setbað. kerlaug o. s. frv. — og annað eftir mið- dagshvíldina — t .d. armbað —, og einhvern tíma dags fá flestir sjúkl- ingar nudd. Lagt er ríkt á við sjúklinga að vera sem mest úti, og fara flestir í langar göngur einu sinni eða oftar dag hvern. — oOo — Þá er að geta um fösturnar, sem margir náttúrulæknar, þar á meðal prófessor Brauchle, telja áhrifa- ríkari til lækninga, þar sem þær eiga við, en nokkra aðra aðferð. Fastandi sjúklingar nærast ein- vörðungu á hráum safa úr græn- meti — aðallega nýjum gulrótar- safa — eða aldinsafa, grænmetis- seyði og jurtatei, og auk þess drekka þeir, eins og aðrir sjúkl- ingar, vatn úr heilsulindum, þeg- ar það er að fá. Fasta fæðu fá þeir enga, og heldur ekki mjólk. Með- an á föstu stendur, eru þeim sett- ar stólpípur eða gerðar þarmaskol- anir daglega eða annan hvern dag, þar eð hægðir falla að öðrum kosti niður. Þessar föstur vara mjög mislengi, frá fáeinum dógum upp í 5—6 vikur, og allan tímann hafa sjúklingarnir fótavist og taka lang- ar göngur. Þegar þetta er ritað, dvelur hér sjúklingur, sem fastaði hér í fyrra 40 daga, og á næstsíð- asta degi gekk hann upp á næst- hæsta fjall héraðsins í 20 km fjar- lægð héðan, hvíldi sig þar stutta stund, og gekk síðan sömu leið til baka í einum áfanga, samtals 40 km á tæpum 8 klukkutímum. Ég hefði vart trúað þessu, ef ég hefði ekki kynnzt hér öðrum sjúklingi, kvenmanni, sem fastaði hér réttar 6 vikur — 42 daga —, fór í langar gönguferðir til síðasta dags, og gekk hratt, og á henni var ekki að sjá hin minnstu þreytu- eða slappleikamerki. Sjálfur fastaði ég hér í 3 vikur og hefi aldrei verið jafnléttur og röskur til gangs og þann tíma. Yfirleitt þolir fólk föst- urnar mjög vel. Hungurtilfinning er sjaldgæf, nema helzt fyrstu dag- ana. Hér er ekki rúm til að út- skýra, í hverju lækningamáttur föstunnar er fólginn. Og ekki skyldu menn leggja út í' langar föstur án samráðs við lækni. Og hver er svo árangurinn af þesSum lækningaaðferðum? Um hann er æði erfitt að dæma, og ber margt til þess. Margir sjúkl- ingar, sem leita til þessara hæla, eru eldra fólk með langvinna sjúk- dóma af ýmsu tagi. Á fjórum vik- um, en fæstir dvelja lengur í hæl- inu, er ekki hægt að búast við miklum umskiptum. Aðrir kvarta um alls konar vanlíðan, án þess að nokkuð sé að finna við skoðun eða rannsóknir. Meltingarfæri manna og efnaskiptakerfið í heild

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.