Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 14
538 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Me8 honum fór vopnaður leynilög- regluþjónn. Þegar steinninn var lagður á vinnu- borð Asschers, var sem hann glóði, enda þótt hann væri ófágaður. Menn horfðu þögulir á hann nokkra stund. Svo tók Asscher steininn og bar hann upp að ljósi. — Dásamlegt, tautaði hann, þessi steinn á engan sinn líka, og hann hæf- ir aðeins konungi. Leynilögreglumaðurinn gekk nær og mælti: — Hvað ætlið þér nú að gera við hann? Asscher brosti. — Fyrst verð eg að horfa á hann, vinur minn, skoða hann vandlega í krók og kring. Það getur tekið heila viku, máske tvær eða þrjár. — Þetta skil eg ekki, sagði leyni- lögreglumaðurinn. — Þá skal eg útskýra það, mælti Asscher. Fyrst verður að athuga vand- lega hvernig liggur í steininum og hvernig hann getur klofnað. Ef hafist er handa um að kljúfa hann og byrjað á skökkum stað, þá getur hann sundr- ast í þúsund agnir. — Eigið þér við að hann verði þá verðlaus? — Já, auðvitað. — En hvers virði er hann nú? — Eg held að enginn núlifandi mað- ur mundi geta keypt hann, svaraði Asscher. — Hann er margra miljóna króna virði. Og svo horfði Asscher á steininn vikum saman og þreifaði sig áfram um það hvernig í honum lægi. Þetta reyndi svo á taugar hans, að hann varð miður sín og varð að hvíla sig í nokkra daga. En hinn 10. febrúar 1908 kvaðst hann reiðubúinn að reyna að kljúfa steininn. — Jæja, vinir mínir, mælti hann, nú er komin sú stund er eg hefi kviðið mest í margar vikur. En hér hefi eg nú smíðað skrúfstykki til þess að halda demantinum. Hann tók steininn og festi hann í skrúfstykkið. Svo tók hann við stál- blaði af syni sínum og bar það á stein- inn. Sonurinn sá að hann var skjálf- hendur. — Gangi þér vel, faðir, sagði hann. En það var eins og gamli maður- inn heyrði það ekki. Hann tautaði við sjálfan sig: Höggið verður að koma beint á, og það má hvorki vera of þungt né of létt. Svo hóf hann bareflið á loft, en um leið var eins og snörlaði í honum, hann riðaði og fell á borðið. — Hvað er að þér, faðir minn? spurði sonur hans óttasleginn. — Mér varð óglatt — en það líður frá, sagði gamli maðurinn. — Það líð- ur frá eftir andartak. — Setjið yður hérna í stól og hvílið yður, sagði leynilögreglumaðurinn. Eg skal ná í drykkjarvatn handa yður. Asscher hneig niður í stólinn og sötraði vatnið. Eftir nokkra stund reis hann á fætur. — Nú er eg tilbúinn, sagði hann. Hann greip bareflið og reiddi það aftur. Og svo reið höggið á stálblaðið. En blaðið hrökk af steininum og þeytt- ist út í horn. Sviti draup af andliti Asschers. Hann náði í blaðið, bar það á steininn aftur og hóf upp bareflið. Svo reið höggið, og nú voru engin mistök. — Hann klofnaði, klofnaði ágætlega, Leiðréttingar við kort í 27. TÖLUBLAÐI Lesbókar Morgun- blaðsins þ. á., eru ferðapistlar af Snæ- fellsnesi eftir Birgi Kjaran. Þeir eru skemmtilega ritaðir, sem við mátti bú- ast af höfundinum. Ferðapistlunum fylgir kort af Þórsnesi og nágrenni þess. A korti þessu eru tvær stórvillur, sem snerta svo mikið sögulegar heim- ildir, löngu liðinna atburða, er hafa gjörzt á téðu svæði, að mér þykir hlíða, að gjöra nokkrar athugasemdir við kort þetta. í fyrsta lagi: Nesvogur, sem sýndur er á kortinu, heitir réttu nafni Mjóifjörður. Nesvogur er aftur á móti vík eða vogmyndun, skammt vestur frá Stykkishólmi, og beint vestur frá tún- inu í Grunnasundsnesi. Norðan við víkina eða voginn er lítið nes, sem Búðanes heitir. Nesvogur var verslun- arstaður á tímabili, og voru vörubúðir kaupmanna Búðanesi. Enn í dag sjást glögglega rústir vörubúðanna. Síðan fluttist verslunin af Nesvogi til Stykkishólms. Önnur villa á fyrnefndu korti er sú, að Þingskálanes er staðsett nær þvi við bæinn á Þingvöllum. Eyrbyggja hrópaði sonur hans feginsamlega. En Asscher heyrði það ekki. Það hafði liðið yfir hann. Kvíðinn hafði borið hann ofurliði. Og hann lá lengi í óviti. Daginn eftir klauf hann steininn að nýu. Og úr þessum þremur bútum klauf hann svo 9 stóra demanta, sem allir voru kallaðir Cullinan og tölu- settir eftir stærð. En úr flísunum, sem komu við klofninguna, voru gerðir 96 smádemantar. Síðan unnu þrír menn að fágun þessara 105 steina og voru að því í 8 mánuði, en unnu þó 14 stundir á dag. Þegar demantarnir voru komnir til Englands aftur, var mikið um það rætt hvað ætti að gera við þá. En Játvarður konungur ákvað að fjórir þeir stærstu skyldi settir á konungs- skrúðann, og var þeim stærsta þá gefið nafnið „Afríkustjarna". Hinir fimm demantarnir, sem og smádemantarnir flestir, voru settir í hálsmen drottn- ingar. (Úr bókinni „This Afrika Of Ours“) saga segir greinilega frá för Steinþórs á Eyri er hann sótti skip sitt Gruflu til Dögurðarness. Hún segir svo: „Tók hanÉ vestanveður mikið, og sveif þeim inn um Þórsnes, og lentu þeir í Þing- skálanesi, og settu þar upp skipið í Gruflunausti" Um það er Steinþór sótti skipið í Gruflunaust, segir Eyr- byggja: „íss var lagður á Hofstaðar- vog, mjög svo að Bakka hinum meira (það er Staðarbakka) og gengu þeir inn eftir ísum, og svo inn yfir eiðið til Vigrafjarðar, og lá hann allur.... Þeir Steinþór fóru í Þingskálanes og dróu skipið úr naustinu". Gruflunaust þekkist enn örugglega; það er suð- austan við Vigrafjörð utarlega. Hins- vegar hefur nafnið Þingskálanes gleymzt, en auðvelt er að sjá hvar það er, þegar komið er í Gruflunaust. Sam- kvæmt því sem ísar lágu er auðsætt að Álftfirðingar hafa gengið eftir ísum á Álftafirði vestur um Þingskálanes til Vigrafjarðar. Þetta var bein lína fyrir þá til Helgafells, en þangað var för þeirra heitið til jólavistar Það er því tvímælalaust, að Þingskálanes er suð- austan Vigrafjarðar í grennd við Gruflunaust, en ekki í grennd við Þing- velli. Guðbrandur Sigurðsson. Svelgsá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.