Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 2
574 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS UMURINN GOLFSTRA ER EKKI SAMFELDUR STRAUMUR, HELDUR KVÍSLAST ALLA VEGA Þ A Ð E R elfur í úthafinu og breytist hvorki við langvarandi þurka 'né hin stórkostlegustu úr- felli. Þetta er Golfstraumurinn. Þannig lýsti Matthew F. Maury þessum hafstraumi 1855, og þessi skoðun stóð óhögguð um heila öld. Þetta var börnum kennt í skóla, og á sjókortin mörkuðu haf- fræðingarnir þessa miklu elfur í norðanverðu Atlantshafi, sem ekKi fór að dreifa sér fyr en hún var komin lengst austur í haf. En svo var það einni öld seinna, að Frederick C. Fuglister við haí- rannsóknastöðina Woods Hole á Cape Cod, kollvarpaði þessari kenningu. Hann sagði: „Það er deginum ljósara, að eftir því sem þekking á gylfarstraumum eykst, mun margt koma í ljós er menn höfðu ekki hugmynd um áður. Og þá mun hin einfalda kenning um strauma, sem eru eins og elfur í úthafinu, falla um sjálfa sig“. ur og drengur, svo að með sam- anburði geta menn nokkuð áttað sig á því hvað kletturinn er hár og mikill ummáls. Til vinstri á myndinni sést norðurhorn Hjör- leifshöfða, en í baksýn eru Mýr- dalsfjöllin. Mér finnst rétt að bessi mynd geymist í Lesbók, því ekki er að vita að kletturinn standí um aldur og ævi, þótt mikill sé. Vel getur svo farið að hann taj ekki haldið velli í næsta Kötluhlaupi. AÐ VÍSU höfðu vísindamenn þá komist að því áður, að Golí- straumurinn var ekki eins og elf- ur í ákveðnum farvegi yfir hafið. Þeir vissu að hann gat klofnað og breytt stefnu, að hann myndaði hringstrauma og blandaðist alia vega við hinn kalda straum sem kom úr norðri hjá Labrador. Þá kom upp sú skoðun, að hlykkirnir á austurströnd Bandaríkjanna væri myndaðir af hringstraumum út frá Golfstraumnum. En þratt fyrir þetta hafði ekki breyzt sú skoðun, að stráumurinn væri eins og elfur í hafinu og rynni til norðausturs. í seinni heimsstyrjöldinni varð það hlutskifti Fuglisters að gera sjókort, er sýndu strauma í norð- austanverðu Atlantshafi. Og þeg- ar hann fór að fást við það, varð honum fyrst ljóst, hvað menn vissu yfirleitt nauðalítið um haf- strauma. Þó hafði svæðið milli Labrador og Grænlands verið mælt að staðaldri og allnákvæm- lega. Það gerðu þau skip, sem höfðu eftirlit með hafísreki. Þau höfðu mælt þá strauma, sem lágu úr íshafinu og inn í það, og þau höfðu mælt Golfstrauminn þar sem hann fer fram hjá grunninu (Grand Banks) og Nýfundnalandi og sveigir svo austur á bóginn. Skipin höfðu ekki farið mikið sunnar en þetta, vegna þess að verksvið þeirra var norðar þar sem hafísrekið er. En mælingar þeirra gáfu þó nokkra hugmynd um hvernig Golfstraumurinn hag- aði sér á þessum slóðum. Ekki elfur Mælingarnar sýndu, að straum- urinn hagaði sér ekki eins og hlý elfur. Hann klofnaði í margar kvíslar, og milli kvíslanna voru kaldir íshafsstraumar. Stundum virtist vera öfugstreymi og kaldur pólstraumur kæmi úr gagnstæðri átt við það sem Golfstraumurinn átti að renna. Út af þessu kom Fuglister það í hug, að Golfstraumurinn væri ekki sérstakur straumur, heldur væri hann í mörgum kvíslum er hlykkjuðust milli kaldra strauma, er kæmi úr öfugri átt. Menn höfðu orðið varir við kalda gagnstæða strauma áður. En þeir höfðu aldrei verið mældir. og þess vegna voru þeir settir á kort sem hliðstraumar við heita strauminn, eða hringstraumar. Þetta fell betur við þá hugmynd, er menn höfðu gert sér fyrirfram um Golfstrauminn. Fuglister var ekki ánægður með þetta. Honum var að vísu ljóst, að þarna mundu vera hringstraum- ar, en þeir gátu ekki skýrt allt, sem mælingar höfðu leitt 1 ljós. Að stríðinu loknu hófst hann því handa um að rannsaka þetta í fé- lagi við L. V. Worthington og aðra starfsmenn hjá Woods Hole. Niðurstöðurnar af rannsóknum þeirra urðu þessar: Það er alveg rétt, að Golf- straumurinn fer í kvislum hvar sem er. Þessar kvíslar líkjast fleygum, þær streyma áfram af fullum krafti um hríð, en eyðast svo. En til hliðar, og mismunandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.