Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 12
584 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS AFMÆLI Gizur Bergsteinsson og dr. Þórður Eyólfsson áttu 25 ára starfsafmæli sem hæstaréttardómarar 1. okt. (1.) Guðmundur Daníelsson, rithöfund- ur, varð fimmtugur 4. okt. (4.) Jóhannes Sveinsson Kjarval, list- málari, varð 75 ára 15. okt. (15. og 16.) Árni Thorsteinsson, tónskáld, varð níræður 15. okt. (15.) Knattspyrnufélagið Reynir í Sand- gerði 25 ára (15.) Félag ísl. prentsmiðjueigenda 40 ára (21.) Skógræktarfélag Islands 30 ára (22.) Karl O. Runólfsson tónskáld varð sextugur 24. okt. (25.) ÝMISLEGT Strætisvagnar Reykjavíkur auka þjónustu sína með akstri lengur um helgar og fram á nótt (1.) Vísitala framfærslukostnaðar lækk- úr 104 stigum niður í 101 st. (2.) Ölóður unglingur fleygði sér fyrir borð af togara í Reykjavíkurhöfn, en var bjargað (4.) Brezkur togari skemmir veiðarfæri tínubáta fyrir Austfjörðum (5.) Farið í rannsóknarleiðangur á Ferguson-traktor upp á Vatnajökul (5.) Nýr skemmtistaður, Storkklúbbur- inn, hefir tekið til starfa í Framsókn- arhúsinu (6.) Líkur eru til að hnúðlaxinn hafi tekið sér bólfestu hér á landi (6.) Togbáturinn „Eyaberg“ frá Vest- manneyum tekinn að ólöglegum veið- um í landhelgi (6.) Ferskur fiskur fluttur í plastpok- um loftleiðis til London (7.) Ný gerð af Deutz-jarðýtum reynd hér á landi við vegagerð (8.) Síld veiðist á Akureyrarpolli (8.) Hafsíld veiðist inni í höfninni á Húsavík (8.) Lélegur afli varð hjá sumum síld- veiðibátum við Island sl. sumar (8.) „Samtök hernámsandstæðinga'1 efndi til fundar á Arnarhóli og síðan göngu til Ráðherrabústaðarins til þess að- mótmæla viðræðum við Breta um hugsanlega lausn á landhelgisdeil- unni (8.) Skæður bitvargur unninn á Hóls- fjöllum (8.) Jöklar landsins hafa hraðminnkað síðan reglulegar mælingar á þeim hófust um 1930 (9.) Brotizt var inn j versl, Kjörgarð við Laugaveg og stolið þaðan verðmæt- um á 2. hundrað þús. kr. (9.) Sparifjáraukningin 49 millj. kr. meiri en á sama tíma í fyrra (13.) Kartöfluuppskera hefir verið góð á þessu hausti. Eru dæmi til að hún hafi orðið allt að 25-föld (14.) Veikur, brezkur togarasjómaður lagður í sjúkrahús á Patreksfirði (13.) íslendingar voru 173.855 talsins 1. des. 1959. Rúmlega 71 þús. voru bú- settir í Reykjavík (14.) Hótel KEA á Akureyri hefir feng- ið vínveitingaleyfi. Er það fyrsta veit- ingahúsið utan Reykjavíkur, sem það fær (14.) Douglas-flugvél (DC-3) frá Flugfé- lagi íslands varð veðurteppt á Isa- firði vegna roks. Varð að reyra vél- ina niður (15.) Flugvélar Flugfélags Islands fóru 51 ferð vikulega innanlands í sum- ar (18.) Mælingar á Vatnajökli hafa leitt í ljós að regn og leysingavatn nær að síga gegnum jökulinn (18.) 672 hrútar sýndir á hrútasýningu á Snæfellsnesi (20.) Mikil smokkveiði er í Isafjarðar- djúpi (21.) Kvöldfréttatíma útvarpsins hefur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.