Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 8
S80 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gengið úr kirkju til þingsetningar. Fremstir tara forseti íslands og biskup, bá forsetafrúin og prestur, þá ráð- herrar. ÞETTA GERÐIST I OKTÓBER ALÞINGI Alþingi var sett við hátíðlega at- höfn 10. okt. Forseti ísiands setti þingið eftir að þingmenn höfðu hlýtt messu í Dómkirkjunni. Deild- arforsetar voru kjörnir hinir sömu og áður, Friðjón Skarphéðinsson forseti sameinaðs þings, Sigurður Óli Ólafsson forseti e. d. og Jo- hann Hafstein forseti n. d. (11.) 26 stjórnrfrumvörp lögð fram á Alþingi á fyrstu dögum þess (12.) FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ Frumvarp til fjárlaga fyrir ár'ð 1960 var lagt fram á Alþingi á öðrum degi þingsins. Það vekur athygli, að tíu af fjórtán útgjalda- liðum frumvarpsins lækka frá þvi sem áður var. Nemur sú lækkun 22 millj. kr. og er öll vegna sparn- aðar í ríkisrekstrinum. Niðurstöðu- tölur á sjóðsyfirliti eru kr. 1.552. 868,00 (12.) LANDHELGISMÁLIÐ Ólafur Thors, forsætisráðherra, skýrði frá viðræðum þeim, sem fram hafa farið milli tslendinga og Breta varðandi landhelgisdeil- una, en var frestað 9. okt. um óákveðinn tíma. Engir samningar hafa verið gerðir og kvað forsæt- isráðherra samráð haft við Alþingi áður en til slíks kæmi (11.) NÝR BORGARSTJÓRI Geir Hallgrímsson var kjörinn borgarstjóri í Reykjavík til loka yfir- standandi kjörtímabils, á fundi bæj- arstjórnar 6. okt., en hann hefir gegnt embættinu ásamt frú Auði Auðuns frá því að Gunnar Thoroddsen tók við embætti fjármálaráðherra (7.) VEÐRIÐ Veðrið var með fádæmum gott í október um land allt. Mestan hluta mánaðarins voru stillur og bliðviðri, aðeins örfáa daga um miðjan mánuð- inn var vindur nokkur. Úrkoma var mjög lítil í mánuðinum, langt undir meðallagi. Sem dæmi um hiýindin má geta þess að kýr sáust víða á beit fyrsta vetrardag og blóm blómstra. ÚTGERÐIN Afli togaranna hefir verið afar rýr eins og oft er á þessum tíma árs. Aflinn hefir ýmist verið lagður upp til vinnslu hér heima eða siglt með hann. Haustsíldveiði er nokkur og hafa bátarnir stundum verið með góðan afla þótt almenn sé veiðin ekki. Veiði smásíldar hefir verið nokkur í Eyafirði. FRAMKVÆMDIR Áformað er að reisa rannsóknar- miðstöð í Keldnaholti, þar sem reist- ar verða byggingar fyrir þá rann- sóknarstarfsemi í landinu, sem hefir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.