Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 16
588 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE ♦ 4 V K 10 7 5 2 ♦ G 10 8 7 4 4> A G A K D 10 6 3 V G 8 4 ♦ — * 10 9 7 6 5 ♦ G 8 7 2 V Á ♦ Á D 6 5 *KD82 Sagnir voru þessar: S V N A 1 tigull 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 3 lauf pass 4 grönd pass 5 hjörtu pass 6 tiglar tvöf. pass pass pass Út kom SK og síðan hjarta, sem drepið var með ás á hendi. Það er auðséð úr því að A tvöfaldaði ,að trompin muni. liggja illa, svo að S verður að fara varlega. Hann siær út spaða og trompar í borði, en hann má ekki nota lægsta trompið, Heldur annað hvort 7 eða 8. Svo kemur T G og A lætur kónginn en S : poi með ás. Nú sést að V hefir engan tigul. S slær nú út spaða og drepur með T8. Næst tekur hann slag á HK og fleygir af sér seinasta spaðanum. Þá tekur hann slagi á LÁ og LG, og síðan kemur T10. Svo kemur T4 og nú er hægt að drepa á hendi með T6 og slá út TD ognáþannig trompum A. Ef S trompaði spaðann upphaflega með T4, hefði hann nú orðið að slá út T8, A gefur og S kemst þá ekki ínn á hendi til þess að ná seinasta trompi A, og þar með hefði spilið verið tap- að, en nú er það unnið. --- ut ora Hestavarsla Hestagæzlu fyrir sveitamenn stund- uðum við strákarnir á vorin, því að þá N V A S A Á 9 5 V D 9 6 3 ♦ K 9 3 2 * 4 3 FRÁ VESTMANNEYUM — Síldveið arnar hafa gengið fremur treglega á þessu hausti. Síldin hefir verið smá og yfirleitt hefir verið langt að sækja hana. Þó hefir hún sums staðar vaðið upp í land, eins og í Eyafirði og við Vestmanneyar. Mikið hefir veiðzt á Akureyrarpolli og í Vestmanneyum kom hún inn í höfn eða var svo nærri landi að illt var að ná til hennar. Hér eru Vestmanneyabátar að veiða síld rétt utan við hafnarmynnið. komu þeir til bæarins með varning sinn til kaupmanna og til þess að sækja kornvöru og annað til sumars- ins áður en sláttur byrjaði. Þeir þurftu mörgu að sinna í bænum, svo sem að leggja inn vöru sína, og taka út á hana heimilisnauðsvnjar, kaupa fiskæti hjá útvegsbændum og reka önnur erindi, og loks að heimsækja vini og vandamenn. Þeir þurftu því að koma hestum sínum á haga meðan þeir dvöldu í bænum. Pakkhúsmenn- imir hjá kaupmönnunum settu þá í samband við okkur strákana, og tókust samningar alltaf greiðlega um vöktun á hestunum með venjulegum kjörum, en það voru 4 aurar fyrir hvern hest um sólarhringinn. Hagar fyrir ferða- mannahesta voru þá í Fossvogi, en hvort nokkur hagatollur var greiddur, man eg ekki (Ágúst Jósefsson). Jacobsen skósmiður Á uppvaxtarárum míi um var hér enginn skósmiður, sem gat saumað nýa skó eða stígvél, en um 1873 kom hér færeyskur skósmiður, Jacobsen að nafni, sem kunni að sauma skó. en ekki voru þeir fyrsta flokks, en maður varð öllu feginn í þá daga. Hann var heldur ekki sérlega fljótur. I fleiri vik- ur varð að bíða eftir skóm, ef hann var látinn sauma þá nýa Hans vana- svar var, þegar komið var að vitja um skó: „Ekki eru þeir búnir. en eg skal reyna hvað eg get“ — Það var dóttir hans, Elinborg, sem var fyrsta stúlkan, sem fekk aðgang í Latínuskólann, og hafði mikið fyrir að fá það leyfi (Guð- rún Borgfjörð) Fróðleikskona í Landsbókasafni eru til handrit, sem komin eru þangað að gjöf frá Ragnari Jónssyni lögfræðingi. Mörg þeirra hafa verið í eigu Þuríðar. Ey- ólfsdóttur í Garðhúsum og sum með hennar hendi. Þar á meðal eru tvenn- ar rímur eftir Einar Guðnason á Hof- stöðum í Stafholtstungum, með hans hönd, en framan við hefir höf. skrifað vísu þessa: Þessa bók á Þur ður Eyólfsr1' húsfrú glöð. að gáfum rík, í Garðhúsum hjá Reykiavík. Þuríður var kona Bjarna Oddssonar hafnsögumanns og þótti með fremstu húsmæðrum í Vesturbænum á sinni tíð. i T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.