Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 14
586 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÆÐASTÍFLUR í DÝRAFEITI og kjöti er efni, sem nefnist cholesterol, og það er talin ein af orsökunum til æðastíflu. En það er enn ráðgáta, á hvern hátt þetta má verða, eða hvernig unnt muni að afstýra því. Æðastífla myndast við það, að fitukennd efni, þar á meðal cholesterol, setj- ast innan í æðarnar. Þessi stífla þrengir blóðrásina, og í krónæðum getur hún valdið blóðtappa og síð- an hjartaslagi. Ef safnað væri saman öllu því sem ritað hefir verið um cholester- ol á undanförnum tíu árum, yrði það heilt bókasafn. En þrátt fyrir það er þekking vor á cholesterol og áhrifum þess á líkamann, enn mjög í molum. Vér vitum það eitt með vissu, að það framleiðist í lík- amanum og er komið úr fæðunni. Vér vitum einnig að það er undir- staða að myndun annara efna í lík- amanum svo sem gails, kynhor- móna og hormóna hjánýranna. Vér Frh. af bls. 585 26. Guðjón H. Sæmundsson, bygg- ingameistari, Rvík. 26. Jóhannes Ásmundsson, búfræð- ingur. 27. Gunnar Jónsson, fyrrv. skipa- smíðameistari, Akureyri. 27. Einar Kristjánsson, Dunhaga 18, Reykjavík. 27. Sveinn Sveinsson, netagerðar- meistari, Höfðatúni 5, Reykjavík. 28. Eyfríður Jónsdóttir frá Minni- Völlum. 28. Jónína Jóhannsdóttir, Skipa- sundi 54, Reykjavík. 29. Guðmundur Magnússon, Skot- húsvegi 15, Reykjavík. 29. Þorleifur Sveinn Jónsson, Fálka- götu 17, Reykjavík. 30. Þuríður Kristjánsdóttir, Lang- holtsvegi 41, Reykjavík. 30. Torfi Einarsson, fyrrum útgerð- armaður í Vestmanneyum, «---------------------------------<^> Með hverju árinu sem líður magnast sá sjúkdómur, sem kall- ast æðastífla, og endar með því að menn fá hjartaslag. Ýmsum getum er að því leitt hvað þessu muni valda, og í eftirfarandi grein drepur efnafræðingurinn O. A. Battista á ýmislegt í sam- bandi við þennan sjúkdóm. 4>--------------------------------«> þykjumst líka vissir um, að chol- esterol komið úr fæðunni, muni eiga þátt í æðastíflun. En þetta er þó ekki áreiðanlegt. Otto J. Pollak, sem er við rann- sóknastofuna í Delaware, hefir ný- lega bent á þetta: „í fæði Japana eru fáar hitaeiningar, lítið af fitu og cholesterol. Þeir sjóða mat sinn lítið eða ekki og steikja hann mjög sjaldan“. Samt er æðastíflun mjög algeng í Japan. Á hinn bóginn er fæða Thailendinga „að minnsta kosti í Bangkok, mjög auðug af fitu og cholesterol“. En æðastífla er mjög sjaldgæfur sjúkdómur í Thailandi. Nýustu rannsóknir á þessu sviði eru þær, að teknir hafa verið hóp- ar manna úr tveimur munkaregl- um, Trappist-reglu og Benedikts- reglu og blóð þeirra rannsakað fjórum sinnum á ári. Hér þykjast menn munu fá góðan samanburð, vegna þess að mataræði þeirra er ólíkt. Trappist-munkar bragða aldrei kjöt, en Benedikts-munkar eta kjöt. í fæðu Trappist-munka er dýrafita (svo sem egg, rjómi, smjör) ekki nema 43% af þeirri fitu, sem þeir neyta alls. En hjá Benedikts-munkum er dýrafita 75% af allri fitu í mat þeirra. Það hefir nú komið í ljós að meira er af cholesterol í blóði Benedikts- munka en Trappist-munka. En hér kemur þó fleira til greina. Trappist-munkar hafa mjög lítið samneyti við aðra menn. Þeir eyða öllum tíma sínum til hugleiðinga, bæna og erfiðis- vinnu. Þeir neyta hvorki áfengis né tóbaks. Benedikts-munkar eru kennarar og prédikarar. Þeir hafa mikið samneyti við aðra menn, og þeim er hvorki bannað að reykja né drekka. Nú má geta þess, að aukið chol- esterol-magn í blóðinu getur kom- ið fram af ýmsum ástæðum. Svo fer t.d. þegar menn hafa sykur- sýki, þegar skjaldkirtillinn starfar óreglulega, þegar einhver veiklun er í nýrunum, eða þegar menn eru of feitir. Enn má geta þess, að rannsóknir á cholesterol í blóðinu eru enn erfiðar og niðurstöðum ber ekki saman. Þess vegna er nú reynt að finna einfaldari og auðveldari rannsóknarleiðir. Þegar það tekst verður hægt að finna æðastíflun þegar í byrjun, og þá eru miklar líkur til þess að menn fái ekki slag, öllum að óvörum, eins og nú er. Hagskýrslur hafa sýnt það hvað eftir annað, að eftir því sem ein- hver þjóð er efnaðri og lifir betra lífi en aðrar, eftir því eykst æða- stíflun meðal manna í því landi. Það er einkennilegt, að æðastíflu verður naumast vart meðal fá- tæklinga, sem lifa við sult og seiru. Og hér má þá geta þess, að í seinni heimsstyrjöldinni, þegar mikill feitmetisskortur var um alla Ev- rópu, þá fækkaði þar að miklum mun dauðsföllum af krónæða- stíflu. Mönnum hættir við að veita sér feitmeti, þegar þeir hafa efni á því. Fitan gerir fæðuna ljúffeng- / <

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.