Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 581 ekki þegar fengið fastan samasiað annars staðar (1.) Verslunarfélag Austurlands heiir reist nýtt sláturhús við Lagarfljóts- brú (2.) Nýr flugvöllur tekinn í notkun á Skipeyri við Skutulsfjörð. og þar með hafið reglubundið áætlunarflug með Douglas-vélum til ísafjarðar (2.) Nýtt fæðingarheimili, fyrir 25 sæng- urkonur, tekur til starfa í Reykjavík (5.) Allmiklar byggingarframkvæmdir standa nú yfir á Dalvík (6.) Kvíabryggja, vistheimili til afplan- unar ógreiddum barnsmeðlögum, hef- ur starfrækslu að nýu eftir tveggja ára hlé (7.) Hraðfrystihúsið Hólanes á Skaga- strönd hefir fest kaup á 43 lesta bat frá Vestmannaeyum (8.) Ný reglugerð um raforkuvirki er á döfinni (8.) Reistur hefir verið nýr barna- og unglingaskóli á Seltjarnarnesi, Mýrar- húsaskóli. Hefst kennsla þar í fyrsta sinn á þessu hausti (9.) Nýtt hús reist fyrir barnaskólann og gagnfræðaskólann á Húsavík (9.) Unnið að frekari borunum eitir heitu vatni á Sauðárkróki (12.) Ákveðið hefir verið að vegur verði steyptur frá Reykjavík um Suðurnes. Framkvæmdir hefjast á þessu hausti (12.) Tekin hafa verið í notkun ný lyfti- tæki fyrir björgunarbátinn Johnsen í hinu nýa húsi SVFÍ á Grandagarði (15.) Lögreglustjóra hefur verið heimilað að byggja nýa fangageymslu í Reykja vík til bráðabirgða. Verður „kjaliar- inn“ þá lagður niður (16.) Fimm tilboð hafa borizt í hita- veituframkvæmdir í Reykjavík (16.) Gert hefur verið líkan af fyrir- hugaðri bátahöfn, bátalægi, og haf- skipahöfn í Þorlákshöfn (19.) Kaupfélag Borgfirðinga hefur reist nýtt og mikið verslunarhús (20.) Miklar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar á skóverslun Lar- usar G. Lúðvíkssonar (20.) Sennilegt þykir að hitaveita verði komin í öll hús bæarins á næstu fjór- um til fimm árum (20.) Árlega eru gróðursettar 600 búsund trjáplöntur hér á landi (22.) Þrjú ný skólahús hafa verið reist í Reykjavík á þessu ári (22.) Víkingur, nýr þúsund lesta togari, kominn til Akraness (22.) 37 býli í Gnúpverjahreppi fa raf- magn frá Sogsvirkjuninni (23.) Ákveðið hefir verið að rafstrengur verði lagður til Vestmanneya að sumri (27.) Teikningar eru nú fyrir hendi af fyrirhuguðu hafrannsóknarskipi Is- lendinga (28.) MENN OG MÁLEFNI ^rnar Arnalds, meðal dómenda í fyrsta málinu, sem Mannréttindadómstóll Evrópu tók til meðferðar (1.) Nokkrir íslenzkir fiskifræðingar sóttu aðalfund Alþjóða hafrannsokn- arráðsins í Moskvu (5.) Hörður Helgason, sendiráðunautur, tekur við formennsku vamarmála- nefndar og hefir verið settur deildar- stjóri varnarmálanefndar (5.) ívar Guðmundsson, ritstjóri, hefir verið ráðinn blaðafulltrúi Bolands, forseta Allsherjarþingsins (9.) Matthías Johannessen, ritstjori, hlaut verðlaun úr Móðurmálssjóði Björns Jónssonar (9.) Benedikt Árnason leikari hefir ver- ið ráðinn til þess að leika í brezkri kvikmynd (11.) Magnús Magnússon, eðlisfræðingur, hefir verið skipaður prófessor í eðlis- fræði í verkfræðideild Háskólans (12.) Ófeigur Eiríksson, fulltrúi, hefir verið skipaður bæarfógeti í Neskaup- stað (12.) Ólafur Thors, forsætisráðherra og Nikita Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétveldanna, skiptust á kveðjum, er flugvél Krúsjeffs flaug yfir ísland (15.) Paul de Leven, aðalblaðafulltrúi NATO, í heimsókn hér (18.) Prófessor dr. theol. Regin Prenter frá Árósum flytur fyrirlestra við Há- skóla íslands um guðfræði (19 ) Hinrik Linnet hefir verið skipaóur héraðslæknir í Vestmanneyum (21.) Jöklar eru altaf að minka. Þessi mynd er af Okinu. Þar er jökullinn horfinn og gígurinn að mestu auður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.