Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 15
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 587 ari, og matreiðslumenn nota fituna óspart. í soðinni kartöflu er ekki nema svo sem 1/10 fita, en í brún- uðum kartöflum er fitumagnið orðið 19.1%. Rjómi, smjör og „salöt“ hleypa mjög fram fitumagni þess, sem menn nærast á, og sama er að segja um súkkulaði og ýmiskonar annað sælgæti, sem menn eta á milli máltíða. Menn vara sig held- ur ekki á því, að fita er í margs- konar fæði, þótt hún sjáist ekki með berum augum, svo sem í eggjum, mjólk, mögru kjöti og fiski. Þegar menn fitna óeðlilega mik- ið, er það vegna þess, að of mikið er af fitu í fæðu þeirra. Mikið fitu- át og offita haldast í hendur Talið er að nú sé í Bandaríkjunum um 30 milj. manna, sem safnað hafa offitu, og 10. hver maður þar í landi sé feitari en hann ætti að vera. Feitum mönnum er hætt við mörgum kvillum, svo sem sykur- sýki, háum blóðþrýstingi og hjart- veiki. Það væri þvi ekki aðeins til þess að koma í veg fyrir æðastíflu, heldur væri það leið til betri líð- unar og heilsu, að safna ekki fitu. En offita er ekki eina ástæðan til æðastíflana. Hvernig stendur á því, að æða- stífla er algengari í Bandaríkjun- um heldur en hjá öðrum þjóðum, sem hafa nokkurn veginn sama viðurværi og fólk almennt í Bandaríkjunum? Hvemig stendur á því, að fleiri karlar en konur fá krónæðastíflu, einkum á bezta aldri? Geta áhyggjur eða líkamlegt erfiði haft áhrif á æðastíflu? Og getur hér verið um arfgengan sjúkdóm að ræða? Og hvers vegna er mönnum með sykursýki, eða há- an blóðþrýsting, eða of feitum mönnum hættara við æðastíflu heldur en ööðrum mönnum? Þetta eru spurningar, sem þarf að svara. Sannanir virðast fengnar fyrir því, að ef hjánýrun auka starfsemi sína vegna áreynslu mannsins, að þá aukist cholesterol í blóðinu. Eins þykir það sannað, að ef menn takmarka alla fituneyzlu, þá lækki magn cholesterols í blóðinu, og þeim sé síður hætt við slagi. Eftirhreyta í GREINARKORNI, sem eg nefndi „Illa leitað“ og prentað var í Lesbók (33. tbl.) 2. október í haust, sagði eg frá tveim þýðing- um á'enska sálminum ,.Jesus, lov- er of my soul“ og gat um þann grun minn að fleiri mundu þær til. Grunurinn reyndist réttur. Morguninn eftir hringdi til mín húsfreya ein hér í bænum og lét mig heyra þýðingu er hún sagði prentaða í tveim sálmabók- um, sem hér eru í notkun: sálma- bók kristniboðsfélaganna og Hörpuljóðum Fíladelfíumanna, eitt erindi þó fellt niður í hinni síðargreindu bók. Nokkrum dög- um síðar fekk eg svo bréf frá Hilmari Magnússyni á Akureyri og með því þessa sömu þýðingu, tekna eftir sálmabók safnaðar þess á Akureyri, er oftast er kendur við Sjónarhæð, en í út- gáfum þeirrar bókar hefir sálm- urinn verið allt frá 1903. Hefir fylgt honum sú sögusögn að þýð- ingin væri eftir Matthías Joch- umsson, þó að þess sé ekki getið í prentuðum heimildum. Er mjög sennilegt að munnmælasögnin sé rétt. í þessari þýðingu er fyrsta er- indi sálmsins þannig: Lát mig flýja’ í faöminn þinn, frelsari minn sem elskar mig. Bylgjur hylja bátinn minn, bjarga þú, eg hrópa’ á þig. Bú mér góöan griöastaö, geyst unz lœgir stormsins bál. Leiö mig heilan landi aö, lausnari tak viö minni sál. Það sýnist mér við lauslega athugun á sálmabókum þessum að ráð muni að gefa þeim gaum þeg- ar sálmabók lútersku kirkjunnar er endurskoðuð, sem vænta má að verði áður langt líður. Verður þá að tjalda því sem til er um menn til að vinna verkið. Þeir hljóta óumflýjanlega að verða ekki stór- ir í samanburði við þá, er skiluðu bókinni 1886. Hafi þau alúðarþökk mína, frú Margrét Jónsdóttir og Hilmar Magnússon, fyrir þá góðvild er þau sýndu mér í þessu máli. Minni leit er nú lokið. Enn fellur mér bezt þýðing Maríu. Sn. J. Vörn gegn vírum ÞEGAR víra kemst inn í frumu fram- leiðn fruman varnai-efni, sem nefnt er „interferon" Þegai frumur fram- leiða nógu mikið af þessu efni sigrast þær á vírunum, en það hefir áður verið kallað að menn séu ónæmir fyr- ir ýmsum vírusjúkdómum. Það var dr Alick Isaacs við „Nation- ai Institute for Medical Research" 1 Lundúnum, sem fann þetta efni, og segii hann að það sé eigi aðeins vörn gegn einni tegund vira, heldur alls konar tegundum. Hann segir enn fremur að auðvelt sé að framleiða pettó efni, og muni fyrst og fremst verða hægt að lækna kvef með því, en það sé þó vörn gegn alls konar vírum. í notkun verðui það ólíkt bólu- efni að því leyti að oóluefni er altaf notað til að fyrirbyggja sjúkdóma, en þetta efni verður þá fyrst notað er cjúkdómseinkenm hata komið í ljós. I »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.