Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Síða 2
102 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Af honum höfum vér ekki aðrar sagnir, en Gnúpur bróðir hans varð að flýa land fyrir vígasakir þeirra bræðra. Hann var þá kenndur við staðinn þannig, að hann var kallaður Molda-Gnúpur. Hann fór til íslands og gerðist þar landnámsmaður, og er merkileg saga af honum og niðjum hans. Ekki er þess getið hvar Molda- Gnúpur tók land. Ef til vill hefir hann komið skipi sínu í fjörð þann, er Kerlingarfjörður nefnd- ist og þá var rétt vestan við Hjör- leifshöfða, eða þá í Kúðafljótsós, því að hann „nam land milli Kúðafljóts og Eyarár og Álftaver allt. Þar var þá vatn mikið og álftaveiðar á“, segir Landnáma. Ólíkt hefir þetta land verið ættaróðali hans Moldatúni norðan Raumsdalsfjarðar, nema hvað hér sá til snævi þakinna fjalla, Mýr- dalsjökuls í norðri og Öræfajök- uls í. austri. Þarna voru engir skógar, en graslendur víðar, því að þá var öðru vísi um að litast á þessum slóðum en nú er. Þá mun hafa verið skógarkjarr og graslendi milli fjalls og fjöru þar sem nú er Mýrdalssandur. Sagan segir að skjótt hafi orðið fjölbyggt í land- námi Molda-Gnúps, og náði byggðin langleiðis upp að Leirá, sem fellur í Hólmsá. Eru enn kunn nöfn á ýmsum bæum þarna, þar sem nú er svartur eyðisandur, svo sem Dynskógar, Hraunstaðir, Keldur, Loðinsvíkur, Atlaey og Laufskálar, þar sem nú heitir Laufskálavarða. Á ofanverðri 17. öld létu þeir sýslumennirnir Ein- ar og Hákon ÞorsteinsSynir leita þar sem örnefni bentu til að bæir þessir hefði staðið, og fundust þar leifar húsatótta og önnur manna- verk, en ekkert af gripum, nema í Dynskógum. Þar fannst eirketill mikill, sem tók rúmlega 2 tunnur. Mátti á þessu sjá, að sannar voru sögurnar um byggð þarna á landnámsöld. Ekki hafði byggðin staðið lengi, er eldsumbrot urðu í jöklinum, og telja menn að þá hafi komið fyrsta Kötlugosið. Jökulhlaupið mun hafa farið austur af jöklinum, og tók það af byggð og allt graslendi fyrir ofan Álftaver, allt að Skálm, en sennilega hefir vatnsflaumur- inn einnig farið yfir Álftaver. Slíkum náttúruhamförum höfðu landnámsmenn ekki átt að venj- ast, og flýði nú hver sem flúið gat. Sumir fóru ekki lengra en í svonefnt Lágeyarhverfi og settust þar að. Sú byggð var vestan Eyar- ár, og náði utan frá sjó og langt upp með ánni. Hafa verið þar margir bæir og vita menn um nöfn á þessum: Lágey, Lambey (þar sem nú heitir Lambeyarjök- ull), Rauðilækur og Holt. En í Kötluhlaupi, sem kom upp úr jól- um 1311, hvarf þessi byggð svo algjörlega, að hennar hefir ekki séð stað síðan. Hús, engjar og hag- ar hurfu undir sand, allur fénað- ur fórst og allir menn, nema einn bóndi, er Sturla hét, komst undan á ísjaka með ungbarn. Er hlaup þetta síðan nefnt Sturluhlaup. — Molda-Gnúpur og fólk hans flýði lengra vestur á bóginn. Jök- ulhlaupið hefir sennilega komið um haust, því að þeir treystust ekki að halda lengra en til Höfða- brekku og gerðu sér tjaldbúðir þar sem síðan heita Tjaldavellir. Eru þeir norður og vestur af Háa- felli, sem er austur af Kerlingar- dal. Segir í Eldriti Markúsar Loftssonar, að þar sjást enn búðastæðin. Bóndanum í Kerlingardal líkaði ekki þessi heimsókn og bannaði hann þeim að vera þarna. Flutt- ust þeir þá „í Hrossagarð og gerðu þar skála og sátu þar um vetur- inn, og gerðist þar ófriður með þeim og vígafar". Þarna kallast nú Kaplagarðar austan í fellinu. Ekki fara neinar sögur af þess- um ófriði, en sjálfsagt hafa sættir komizt á, og hefir það dæmzt á Molda-Gnúp og menn hans að greiða Kerlingardalsbónda skaða- bætur, þar sem þeir settust í ó- leyfi í land hans. Nú segir sagan, að þeir hafi haft kvikfé fátt, og er það ekki ólíklegt, því að þeir hafa orðið að lifa á kvikfénu um veturinn, því er bjargaðist úr hlaupinu. Hafa þeir því ekki get- að greitt sektarféð í fríðu. En sagt er að þeir hafi látið Kerling- ardalsbónda fá svonefnda Dyn- skógafjöru, en það er rekastúfur á milli Hjörleifshöfðafjöru og Herjólfsstaðafjöru. Handsöl munu hafa verið gerð að þessu, en samn- ingurinn verið munnlegur. Þó hef- ir hann dugað í þúsund ár. Hann er enn í gildi og elztur allra samn- inga á íslandi svo vitað sé. Gildi hans kom í ljós fyrir nokkrum ár- um, þegar deilt var um járnið úr „Persier“ á Dynskógafjöru. Þá var það ekki neitt vafamál, að Kerlingardalur átti þennan fjöru- stúf. Molda-Gnúpur helt för sinni áfram vestur á bóginn í landaleit, og létti ekki fyr en hann kom í Grindavík. Þar var þá ónumið og settist hann þar að. Fjórir eru nefndir synir Molda-Gnúps: Björn, Þorsteinn, Þórður og Gnúpur. Komu þeir sér fljótt í vinfengi við landvættir, því „það sáu ófreskir menn, að landvættir allar fylgdu Birni til þings, en Þor- steini og Þórði til veiða og fiskj- ar“. Síðan dreymdi Björn, að bergrisi kom að honum og bauð að gera félag við hann, en hann játti því. „Eftir það kom hafur til geita hans og tímgaðist þá svo I *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.