Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
109
fyrst tólfunum. Skyndilega, og að
því er virðist ástæðulaust, hætta
þeir að eta og veslast upp, enda
þótt eigandinn beri í þá slíkt sæl-
gæti sem orma, flugnalirfur og
vatnakrabba.
Eg stóð uppi ráðalaus. Fiskarn-
ir höfðu nóg svigrúm í kerinu,
vatnið var hæfilega hlýtt og
blandað málmsöltum, en þrátt
fyrir það vesluðust fiskarnir upp
og dóu úr hungri fyrir augunum
á mér. Aðrir veiktust og dóu af
því. Einn hafði stokkið upp úr
búrinu um nótt. Áður en þrír
mánuðir voru liðnir, voru þeir
allir dauðir.
Aðrir fiskalendur höfðu sömu
sögu að segja. Þeir sem voru svo
heppnir að fiskarnir hrygndu hjá
þeim, einangruðu hrognin svo að
fiskarnir skyldi ekki eta þau. En
þegar seiðin komu úr hrognunum
og byrjuðu að synda, vildu þau
ekki sjá neina fæðu og dóu svo.
Eg útvegaði mér nú aftur átta
unga kringlufiska og var einráð-
inn í að komast eftir því hvernig
stæði á þessum miklu vanhöldum.
Að þessu sinni komust þeir flest-
ir upp, og svo kom að því að
tveir þeirra sýndu á sér merki
þess að hrygning væri í nánd.
Þegar kvenfiskurinn var orðinn
bólginn af hrognum, leituðu ýms-
ir karlfiskar lags við hann. Þeir
reyndu að vekja athygli á sér og
dufluðu með því að hrista sig og
breiða úr uggunum. Stundum fór
kvenfiskurinn í munnkrækju við
þá hvern af öðrum. En að lokum
fann hún þann útvalda og þá
hættu þau öllu dufli en fóru að
velja stað handa hrognunum.
Þessir fiskar eru vanir að klína
hrognum sínum á jurtaleggi,
greinar eða eitthvað þessháttar,
þar sem þeir eru frjálsir. í stað
þess lét eg þá fá litla steinstöng.
Þeir byrjuðu þegar á því að
Gotfiskurinn raðar hrognum sínum á
viðbúinn að frjóvga þau.
hreinsa hana og fága með munn-
unum og af slíkri kostgæfni og
vandvirkni, að slíkt hefði verið
hinni þrifnustu húsmóður til
fyrirmyndar.
Að því búnu tók hrygnan að
losa sig við hrognin. Hún synti
upp og niður með steininum og
spýtti á hann hrognunum, en þau
klesstust þegar föst við hann. Á
eftir henni fór svilfiskurinn og
frjóvgaði hrognin. Ef hrogn losn-
uðu, gripu þau um þau með
munninum og klíndu þeim þegar
föstum aftur. En þau hrogn sem
ekki vildu tolla, átu þau.
Kringlufiskurinn lætur sér um-
hugað um afkvæmi sín. Hann
vakir bæði yfir hrognum og ung-
viði. En þegar hann er ófrjáls er
ekki að reiða sig á hann — þá er
hann vís til að háma í sig bæði
hrogn og ungviði. Eg ákvað þó að
treysta á hinar betri tilfinningar
þeirra og láta þá sjá um hrognin,
og þeir brugðust mér ekki.
Hjónin skiftust á um að blaka
uggum yfir hrognunum til þess að
steinbjálkann, en svilfiskurinn bíður
þeim bærist nóg af súrefni. Þau
athuguðu hrognin hvað eftir ann-
að og tóku þau milli vara sér, en
þau átu þau ekki. Aðallega var
það frúin sem annaðist þetta, hús-
bóndinn var alltaf á verði til að
bægja frá hverri aðsteðjandi
hættu.
Svo komu seiðin
Á fjórða degi fóru seiðin að
skríða úr hrognunum. Um leið og
þau losnuðu tóku foreldrarnir þau
í munn sér og fluttu þau á annan
stað, sem þeir höfðu útbúið handa
þeim. Næstu þrjá daga gátu seið-
in ekki sleppt sér, því að þau
kunnu ekki að synda. Þau hengu
föst þar sem foreldrarnir höfðu
sett þau. En foreldrarnir voru þó
alltaf að færa þau stað úr stað,
eins og þeir vildu þar með leika
á einhvern óvin.
Þegar seiðin byrjuðu að sleppa
sér, komu foreldrarnir þegar að,
sugu þau upp í sig og spýttu
þeim aftur á þann stað, þar sem
þau áttu að vera. Þetta varð dá-
Jítið broslegt þegar fram í sótti