Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 113 Hár blóðþrýstingur Læknar hafa nú komizt að raun um, að margar orsakir valda því að menn fá háan blóðþrýsting. Hér er sem sé ekki um einn sjúkdóm að ræða, heldur marga sjúkdóma. Þess vegna dugir ekki alltaf hin sama lækningaraðferð. Þó eru læknar vongóðir um að takast muni að vinna bug á háum blóðþrýstingi, enda eru nú komin ýmis ný meðul, sem reynast vel gegn honum. á leiðinni frá jörð. Flughylkið byrjar að skjálfa ískyggilega, eins og það ætli að liðast sundur. Hann reynir að hafa augun á mælaborðinu og minn- ist þess nú hvað honum var kennt að hann ætti að gera þegar slík hætta er á ferðum. Með mestu erfiðismun- um gerir hann varúðarráðstafanirnar — og hristingurinn hættir. Hitinn er að gera út af við hann og maginn er í uppnámi. Hann heyrir einhverja rödd, en hefir ekki þrek til að svara. Hann verður að beita allri viljaorku sinni í það að missa ekki meðvitund. Svo dregur úr hitanum og honum finnst líka draga úr þrýstingnum. Getur það verið rétt? Jú, hann getur andað aftur. En röddin í heyrnartól- inu er honum óskiljanleg. Nú sér hann haf. Hann er kominn mjög nærri. Hann vonar að fallhlíf- arnar hafi opnazt vel. Hann er þó ekki viss um það. Að vísu fannst honum einhver hnykkur koma á flug- hylkið rétt áður, og það gat verið að stóra fallhlífin hefði þá kippt í það. Það varð harður árekstur er hann kom niður. Fyrst í stað helt hann að hann hefði lent á einhverri ey, og hann skókst illa til í sætinu. En svo fann hann hreyfingu upp og niður og vissi þá að hann hafði lent á sjó. Þá grípur hann óviðráðanleg löngun að komast út úr hylkinu og fá að anda að sér hreinu lofti. Honum finnst sem hann verði að komast út undir eins. Þá kemur rödd í heyrnartólinu: Heyrirðu til mín? Þetta er björgunar- liðið. Svaraðu. Það var óttahreimur í röddinni. Hann svaraði þegar: — Eg er kominn alla leið. Mér líð- ur vel. Eg er að brjótast út. Getið þið séð mig? Og nú svarar röddin fagnandi: Þetta voru góðar fréttir! Vertu ró- legur, við munum finna þig. Ef þú kemst út, þá máttu það, en þú mátt ekki sökkva geimfarinu. Við höfum ekki séð þig í ratsjánni enn, en við vitum hvar þú komst niður, og við heyrum vel til þín. Við komum rak- leiðis. Þú mátt ekki hlaupast á brott. Hann gat ekki annað en brosað að þessu. Hvernig átti hann að hlaupast á brott? Og nú tók hann að leysa sig, og honum fannst það undarlegt að hann skyldi hafa fullt vald á höndunum aftur. Hann dró af sér ÞAÐ sem kallast hár blóðþrýst- ingur, getur verið með mörgu móti. Sumir sem hafa háan blóð- þrýsting verða hans ekki varir, og er þar aðallega um að ræða aldr- aðar konur. Þessi kvilli háir þeim ekki og virðist ekki stytta aldur þeirra. Þessar konur geta haft blóðþrýsting 180 um langan tíma, án þess að verða meint af, og þær geta komist á áttræðisaldur. Þetta mætti kalla meinlausan blóðþrýst- ing. Hjá öðrum kemur blóðþrýsting- urinn með slíkum ofsa að þeir fárveikjast og falla í valinn 40—■ 50 ára að aldri, eða jafnvel yngri. Þetta hafa læknar kallað illkynj- aðan blóðþrýsting. Venjulega er hár blóðþrýsting- ur þannig, að menn geta gengið með hann árum saman, en að glófana og tók svo af sér hjálminn. Og svo rauk hann á stað og létti ekki fyr en hann hafði brotizt út um skyggnistum geimhylkisins. Og það var sannarlega gott að fá að draga að sér ferskt loft! Út við sjóndeildarhring sér hann mörg skip. Kopti kemur fljúgandi og hann veifar hendi. Flugmaðurinn í koptanum kemur mjög nærri, veifar og brosir út að eyrum. Sól skin í heiði, en stjömur sjást ekki. Himin- inn er tær sem krystall, og þar sér ekkert nema sólina. En hann veit, að bak við þetta krystaltæra hvolf er annar og fegurri heimur, falinn huliðsblæu gufuhvelsins. (Joseph N. Bell) lokum styttir hann líf þeirra, annaðhvort vegna æðastíflu eða blæðingu inn á heilann. Stundum bila nýrun eða hjartað. Vegna þess að hár blóðþrýst- ingur hagar sér á svo mismun- andi hátt, þá er ekki til nein alls- herjarlækning, er dugi fyrir alla. Venjulegur blóðþrýstingur er 110—150 og jafnvel upp í 160. Upp að því marki er starf blóðæðanna eðlilegt. En svo getur blóðþrýst- ingurinn farið upp í 200, 250 og jafnvel 300. Þegar hann er orðinn svo mikill, reynir afskaplega á blóðæðarnar og getur svo farið að þær bresti. Og banamein er það oft ef æðar springa í heila. Annars koma nýrun hér mjög við sögu. Og stundum virðist sv.o sem þau eigi sök á hinum háa blóðþrýstingi. Læknarnir dr. Otto Saphir og dr. Nathan A. Cohen við Michael Reese spítalann í Chicago, hafa látið svo um mælt: „Á seinni árum hefir það komið í Ijós, að skemmdir í nýrum geta valdið háum blóðþrýstingi. Og fyrir skemmstu hefir einnig verið bent á hvern þátt þvagrásarbólga getur átt í honum“. Þessir tveir læknar höfðu rann- sakað gaumgæfilega nýru úr sjúklingum sem hár blóðþrýsting- ur hafði orðið að bana. Sjúkling- ar þessir voru á aldrinum 29—78 ára. Og hjá þeim öllum kom í ljós sýking í nýrum. En hvernig gátu sýklar komist í nýrun? Það I l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.