Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Side 14
114 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bjöllur og klukkur er enn eigi Ijóst. Fyrst var gizkað á að þeir hefði komizt þangað með blóðinu, borist frá hálsbólgu eða sýkingu annars staðar í líkaman- um. En svo þótti heldur eigi loku fyrir það skotið, að þeir kynni að hafa borizt upp í nýrun eftir þvagrásinni. Þótt þetta þyki máske ekki merkilegt, fljótt á litið, þá er hér um stórmerkilega uppgötvun að ræða viðvíkjandi því hvernig hár blóðþrýstingur orsakast. Reynist þessar ályktanir réttar, verður að hafa nákvæmar gætur á öllum þeim, sem fá hálsbólgu, eða ígerðir, svo að þeir fái ekki líka háan blóðþrýsting. Læknar verða hér eftir að leggja miklu meiri alúð en áður við að lækna háls- bólgu og blöðrubólgu. Þar með væri fundin ný vörn gegn háum blóðþrýstingi. Margar líkur benda til þess, að hár blóðþrýstingur sé arfgengur. Þetta hafa tveir brezkir læknar fundið. Þeir rannsökuðu rúmlega 300 bílstjóra í London og kynntu sér hvernig heilsufar foreldra þeirra hafði verið. Kom þá í ljós, að foreldrar þeirra bílstjóra, sem höfðu háan blóðþrýsting, höfðu dáið á aldrinum 40—64 ára. En foreldrar þeirra bílstjóra, sem ekki höfðu háan blóðþrýsting, höfðu verið við góða heilsu og náð háum aldri. Af þessu leiðir, að þegar sjúkl- ingar með háan blóðþrýsting koma til lækninga framvegis, er það ekki nóg að læknarnir athugi sjúklingana sjálfa, heldur verða þeir einnig að kynna sér hvernig heilsufar foreldra þeirra hefir verið. Þá er enn eitt einkennilegt við háan blóðþrýsting. Hjá sumum eykst hann stöðugt með aldrinum, en hjá öðrum virðist hann ná há- marki við 45—55 ára aldur, og H E F IR þér nokkurn tíma komið í hug, hve bjallan hefir átt mikinn þátt í sögu vorri og leikur enn mikilvaegt hlutverk í daglegu lífi voru? Er þér ekki líkt farið og mér, að þú bölvir vekjaraklukkunni á morgn- ana, sem ryður úr sér háværum tón- um. Mig langar stundum til að þrífa hana og kasta henni í vegginn and- spænis rúminu mínu og breiða sæng- ina yfir höfuð og sofna aftur. En á leið í vinnu eða úr vinnu á kyrlátum vordegi, þegar háir tónar kirkju- klukkunnar svífa yfir borgina, þá dá- ist eg að hljómfegurðinni. Þessir skæru tónar geta breytt umhverfinu hækka ekkert úr því. Þegar hann stöðvast þannig, líður sjúklingun- um vel og geta þeir náð háum aldri. En hinir verða skammlífir þar sem blóðþrýstingurinn hækk- ar jafnt og þétt. Talið er að skifta megi háum blóðþrýstingi í fjóra flokka og á sitt við hvern, þegar reynt skal að lækna. Þó • gildir ein höfuðregla, eftir því sem dr. Robert Sterling Palmer í Boston segir, en hann hefir haft 450 sjúklinga undir höndum seinustu 20 árin. Hann segir að menn verði að gæta sér- staks mataræðis og forðast bæði feitmeti og salt. En nú eru einnig komin fram ný meðul, meira að segja fjöldi meðala sem læknar geta notað við háan blóðþrýsting. Nú er það svo, að sitt á við hvern sjúkling, en þar sem meðulin eru svo mörg, geta læknar notað fleira en eitt, og sameinuð gera þau gagn, þar sem eitt og eitt mundi ekki duga. Þykir nú von til þess, að innan skamms muni takast að vinna bug á þessum illræmda sjúkdómi, sem nefnist hár blóðþrýstingur. gjörsamlega. Þeir geta hrifið okkur úr hinu hversdagslega umhverfi og leitt í töfraheim. Við lítum í kringum okk- ur. Jú, þama eru merki vorsins: Grænir sprotar á trjágreinum. Tónar bjöllunnar eru alltaf að minna okkur á eitthvað; atburði, sem löngu eru liðnir, sem eru að ger- ast, eða eiga eftir að koma fyrir. Hefur þér nokkum tíma dottið í hug að grennslast um sögu bjöllunn- ar eða að fræðast eitthvað um hana. Nei, að líkindum ekki, því við höfum svo lítinn tíma til slíks dundurs. Eg ætla samt að freista þess að leggja þau fáu korn fram, sem eg hefi grafið upp, mér til dundurs. Eins og allir vita, er bjallan holað málmker, í lögun eins og bolli með jámtungu (kólfi), sem hengd er upp innan í bjöllunni. Það er sagt, að bjöllunni sé hringt, þegar kólfurinn hittir bjölluröndina. Bjöllur, svo sem kirkjuklukkur og aðrar bjöllur, eru búnar til í einu lagi úr bræddum málmi. Þessi málm- ur kallast bjöllumálmur. Það er blanda úr kopar og tini. Venjuleg blanda er þrettán hlutar af kopar móti fjórum af tini. 1 Layards Nine- veh-bronsbjöllunum voru 10 móti 1. Zink og blý er notað í smærri bjöll- ur. Þykkt bjöllubogans er um það 1/12—1/15 úr þvermáli sínu og hæð- in um það bil 12 sinnum þykktin. Þegar bjalla er mótuð, eru tvö mót notuð. Annað hvort eru bæði úr brenndum leir eða annað, þá ytra mótið úr járni, sem hefir hærra bræðslumark heldur en bjöllumálm- urinn. Innra mótið myndar holrúm bjöllunnar, en það ytra lögun bjöll- unnar. Bræddum bjöllumálmi er svo hellt á milli. Þegar bjöllumálmurinn er harðnaður, eru mótin fjarlægð og bjallan fáguð og reynd. Mjög stórar bjöllur þarfnast stundum nokkura vikna til að kólna í gegn. Bjöllur hafa misjafna tóna, háa og lága. Tónn bjöllunnar fer eftir stærð hennar og þykkt. Góð bjalla, rétt siegin, á að gefa tvær misjafnar nót- t )

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.