Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 233 Smásagan: Clerskápurinn Nú nýlega barst rannsóknastöð- inni önnur sending frá Perú. Það voru 40 pokar af þurrkuðum jurt- um og kassi fullur af rótum. Þesssu fylgdi skýrsla um það hvaða sjúkdómar það eru, sem Indíánar telja læknast með þess- um jurtum. Voru það m.a. blóð- kreppusótt, iðraormar, illkynjuð hálsbólga og gigt. Rannsókn var ekki lokið, er síðast fréttist, því að hún tekur langan tíma, þar sem hver tegund er rannsökuð tíu sinn -um að minnsta kosti. En á meðal þessara jurta var ein, sem Indí- ánar setja í hænsnahreiður til þess að drepa lýs og pöddur. Menn eru vongóðir um að með tímanum muni takast að framleiða úr henni efni til að útrýma skordýrum, en sé skaðlaust öllum öðrum lifandi verum. Ýmislegt einkennilegt hefir kom -ið í ljós við þessar rannsóknir. Á eynni Principe, sem er í Gínea- flóa í Afríku, fannst jurt, sem í sér geymir efni, gott við háum blóðþrýstingi. í Nigeríu fundu menn sömu jurtina og var ekki lengra á milli fundarstaða en svo sem 150 km bein loftlína. En nú brá svo einkennilega við, að í jurtinni sem fannst í Nigeríu var ekkert af þessu efni, sem gott er við háum blóðþrýstingi. Þetta stafar af því, að jurtirnar vaxa í mismunandi jarðvegi. JURTASÖFNUN til rannsóknanna fer aðallega fram í hitabeltinu, vegna þess að þar er gróður fjöl- skrúðugri en annars staðar, og gróðurmagn meira. Þó getur verið að nytsamar lækningajurtir finn- ist í kaldari löndum. Þess vegna hefir verið látið svo um mælt, að það sé ef til vill mesti vandinn hvar eigi að leita. Um fimjm ára skeið hefir dr. Jonathan Hartwell við Krabba- AUÐKÝFIN GURINN Seyfert, stór- kaupmaður í Lundúnum, var ekki vinsæll. Hann var talinn síngjam og forhertur kaupsýslumaður og hugsaði einungis um að græða fé á þann hátt að ekki varðaði við lög. Hann var nú á fertugsaldri, kaldur og óhagganleg- meinsstofnunina í Bandaríkjunum verið að safna upplýsingum um hvaða ráð almenningur í ýmsum löndum hafi notað við krabba- meini. Hefir hann safnað feikna miklum fróðleik þar um, og verð- ur nú farið að athuga þessi ráð nánar. Við þessar eftirgrenslanir hefir ýmislegt einkennilegt kom- ið í ljós, t.d. að Kreolar sem flutt- ust búferlum vestur um haf, not- uðu sérstaka jurt til að eyða vört- um. En svo kemur upp úr kafinu, að Penobscot Indíánar hafa not- að sömu jurt í sama tilgangi, og voru þó engar samgöngur þar á milli, enda óralangur vegur. Eins hefir komið í ljós, að til forna notuðu Kínverjar jurtir við bólg- um, og þessar sömu jurtir hafa Svertingjar í Afríku notað í sama skyni. Bakstur úr fjólum var þegar á 5. öld f. K. notaður við krabba- meini í hörundi. Á 18. öld var sams konar bakstur notaður í Eng -landi í sama skyni. Og svo kem- ur bóndi í Michigan og segist hafa læknað útvortiskrabba með fjólu- bakstri. Þessi bakstur var svo reyndur á tilraunamús, sem var með útvortiskrabba, og krabbinn lét undan. (Úr grein í „The Baltimore Sunday Sun“). Cffir B. S. Ingemann ur eins og steingjörvingur. Hann for- smáði allt sem menn kalla tilfinning- ar og hugmyndaflug og stærði sig af því að hafa aldrei látið slíka heimsku og sálsýki ná neinum tökum á sér. Hann var nú ekkjumaður. Hjóna- bandið var barnlaust og hafði ekki verið farsælt. Kona hans hafði verið fögur og tilfinninganæm. Og vegna þess hvað þau voru ólík, hafði oft slegið í brýnu milli þeirra, það er að segja, hún hafði gefið tilfinningum sínum lausan tauminn, en hann hafði steinþagað eins og honum kæmi þetta ekkert við. Hann hafði fengið stórfé með konu sinni. En í hjúskaparsamningi þeirra var svo á kveðið, að ef konan andað- ist á undan honum og þau ætti ekk- ert barn, skyldi hann endurgreiða ættingjum hennar eignir hennar með vöxtum og vaxtavöxtum frá gifting- ardegi, sama daginn og jarðarför hennar færi fram. En þrátt fyrir þetta skilyrðislausa ákvæði, neitaði Seyfert eindregið að greiða ættingjum konu sinnar arfinn, og hann hafði lögin sin megin. Hann lýsti sem sé yfir því, að hann hefði elskað konu sína svo heitt, að hann mætti aldrei sjá af henni, og þess vegna lét hann ekki jarða hana. Hann lét smyrja lík hennar, færði það í kostuleg klæði, sem voru skreytt hin- um dýrustu djásnum. Svo lét hann gera glerskáp utan um líkið og hafði það í svefnherbergi sínu, beint á móti glugganum. Allir þeir, sem fóru þar hjá, gátu séð það á daginn í gegnum gluggann, og eins á kvöldin þegar tunglsljós var. Ættingjar konunnar fóru í mál, en þeir töpuðu því, þar sem dómendur komust að þeirri nið- urstöðu, að Seyfert þyrfti ekki að greiða arfinn af höndum fyr en kon- an væri greftruð. Og svo geymdi hann líkið þarna i svefnherbergi sínu. En á hverju kvöldi dró hann grænt íor-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.