Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 10
238 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þessi nefnist Græni tópasinn. Orkan, sem kólibrífugl leggur í það að standa kyr í loftinu, samsvarar þeirri orku er maður yrði að leggja í það að hlaupa 15 km. á einni klukkustund, og það eru ekki allir sem leika sér að því. Fuglinn getur flogið klukkustundum saman, og ef mað- urinn ætti að inna af höndum hlutfallslega orkueyðslu á við það, yrði hann að hafa 40 hesta afl. Að meðaltali eyðir maðurinn 3500 hitaeiningum á dag við erf- iðisvinnu. Fuglinn er í erfiðis- vinnu allan daginn og eyðir svo mörgum hitaeiningum, að til jafn aðar við það ætti 170 punda mað- ur að eyða 155.000 hitaeiningum á dag. Ef vér snúum nú þessu dæmi við og miðum við mat, þá er sam- anburðurinn jafn furðulegur. Að jafnaði neytir maðurinn 2—2% punds af fæðu á dag. Ætti hann að leggja fram jafn mikla orku hlutfallslega og kólibrífuglinn, veitti honum ekkert af 285 pund- um af kjöti, eða 370 pundum af soðnum kartöflum á dag. Kólibrífuglinn lifir nær ein- göngu á náttúrusykri (bætir sér í munni með einstaka flugu eða pöddu) og sykurinn er mörgum sinnum betri orkugjafi heldur en sá matur, sem hér hefir verið nefndur. En kólibrífuglinn etur hálfan þunga sinn af sykri á dag, og er það ekki smáræði. Eins og fyr er getið eru sumir kólibrífuglar farfuglar, og þær tegundirnar, sem lengsta leið eiga fyrir höndum, búa sig undir hana með því að fita sig. Þeir þyngjast þá um helming (50%), og það er aðeins af fitu, sem þeir hlaða á sig. Þannig hafa þeir með sér hita og orkugjafa sem endist þeim yfir Mexikóflóann, þar sem þeir fá hvorki svefn né næringu. Ef mað- urinn ætlaði á sama hátt að búa sig undir álíka langt erfiði, svefn- leysi og matarleysi, yrði hann á nokkrum vikum að bæta á sig 85 pundum af fitu. Kólibrífuglar verða helzt að vera síetandi, til þess að halda við orku sinni. Þar sem þeir eru hafð ir í haldi, þá þurfa þeir helzt að eta fylli sína á 10 mínútna fresti. Mennírnir þurfa ekki að eta nema 2—3 sinnum á dag. Hvernig fara þá fuglarnir að á nóttunni, þegar þeir geta ekki gengið sér að mat? Náttúran hefir séð fyrir því á þann hátt, að hún lætur þá falla í dvala, og sá dvali er svo djúpur, að taka má fuglana með höndunum án þess að þeir verði varir við. Meðan þeir liggja í þessum dvala, er orku éyðsla þeirra ákaflega lítil, líf- færin hætta hér um bil að starfa og blóðhitinn lækkar ótrúlega mikið. Menn skilja 'ekki enn hvernig fuglarnir falla í þennan dvala. Og svo er það einkenni- legt að ekki falla allir fuglar í dvala. Sumir sofa venjulegum svefni um nætur. Sennilegt er tal- ið, að þetta sé vegna þess hve mismunandi er auðvelt fyrir þá að afla sér fæðu. Þar sem fæða sé af skornum skammti, verði þeir að falla í dvala til þess að spara lífsorku sína, en hafi þeir nóg af öllu á daginn, geti þeir komist af með venjulegan svefn. Það er engin smáræðisfyrirhöfn að afla sér matar 50—60 sinnum á dag. En til þess hefir náttúran gert kólibrífuglana vel úr garði. Þeir stinga sínu langa nefni niður í blómin og á svipstund hafa þeir sogið í sig allan hunangssafa þeirra. Að einu leyti hefir náttúran af- skift þessa fögru fugla, þeir kunna yfirleitt ekki að syngja. Rómlaus- ir eru þeir þó ekki, því að þeir geta látið til sín heyra ef þeir Þessi kallast Sigð- nefur, vegna þess hvað nefið er bog- ið. Hann á heima frá Costa Rica og suður í Perú.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.