Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 12
24« LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS ÚR LÍ FI ALÞÝÐUNNAR; HJONIN Á JÖKULSÁ ÁRIÐ 1898 bjuggu hjónin Jón Björns- son og Vilborg Einarsdóttir á Jökulsá í Borgarfirði eystra. Þau áttu fimm böm, tvo syni og þrjár dætur. Jörðin var lítil og þröngsetin og hjónin blá- snauð. Jón var þó dugnaðar maður, er öllum þótti gott að hafa í verki með sér, því að hann var ósérhlífinn að hverju sem hann gekk. Góðar ástir voru með þeim hjónum og voru þau samhent í því að reyna að bjarga sér og koma upp börnunum sínum. Þau hugsuðu mest um börnin, enda voru börnin mjög efnileg, vel gefin og væn að áliti. Stundum munu þau hafa ver- ið svöng, en nakin sáust þau aldrei. Fátæktin svarf fast að, og til engra var að leita, því að hver þóttist hafa nóg með sjálfan sig. Að því loknu verpir hún venju- lega tveimur eggjum og verður að liggja á þeim í 12—16 daga. Þegar ungarnir eru komnir hefst bar- áttan fyrir því að afla þeim fæð- is. Og það þykir furðulegt hvernig hún matar þá. Þegar hún kemur heim að hreiðrinu með næringu, sperra ungarnir upp gin- in. Hún rekur þá sitt langa nef ofan í kokið á öðrum hvorum og svo langt, að þeir sem horft hafa á, töldu víst að nefið kæmi aftur úr unganum. Og eftir því sem nef ið er lengra, virðist þessi mötun hættulegri, en kemur þó aldrei að sök. Það er mjög mismunandi hve lengi ungarnir eru í hreiðrinu, sumir eru þar 10 daga, aðrir upp undir mánuð. Þegar þeir yfir- gefa hreiðrið eru þeir mjög líkir móður sinni á litinn, því að karl- fugl fær ekki litskrúð sitt fyr en eftir að hann hefir fellt fjarðrir 1 fyrsta skifti og það er um það bil þegar hann er ársgamall. Vilborg v£ir draumkona mikil, en draumar hennar voru yfirleitt þung- ir. Þeir virtust boða erfiðleika og hættur í framtíðinni; stundum sá hún ekki annað en myrkur og hvínandi boða á svörtum skerjum framundan, og enga leið til að sigla fyrir þau sker. En eitt sinn dreymdi Vilborgu merkilegan draum. Hún þóttist úti stödd norðan við bæinn og sér þá að lækurinn er í slíkum hroðavexti, að hann er kominn heim undir bæinn. Og sem hún horfir á þessa flóðólgu, sér hún hvar fjórir svanir berast með straumnum af ofsahraða, og var straumþunginn svo stríður, að þeir megnuðu ekki að ná landi. Þá er sem því sé hvíslað að henni, að hún eigi einn svaninn. í sama bili ber svan- ina í hvarf við hól. Hún tekur þá til fótanna og hleypur upp á hólinn. Þar finnur hún þrjá svanina og hafa þeir stungið nefjum í moldarbakka framan í hólnum. Þykist hún vita að sinn svanur sé meðal þeirra og ætlar nú að hjálpa þeim. En þá eru svanimir allir dánir. Nú minnist hún þess, að bömin eru ein heima í bænum og verður henni hverft við og biður guð að hjálpa sér. Þóttist hún svo taka á rás til bæar, en þá var myrkrið svo svart, að hún villtist. Tók hún þá að hrópa á bömin, og koma tvö þeirra í fang hennar, en hin fann hún ekki. Þóttist hún þá vita að einhverjir góð- ir menn hefði tekið þau að sér. Auðn og myrkur var allt umhverfis og mesti tómleiki. Hún þóttist þá taka börnin á axlir sér og reyna nýa leið. Reyndist hún í fyrstu mjög torfær, en áfram miðaði þó, og vissi Vilborg ekki hvert sig mundi bera. Að lokrnn bar hana að bæ, en hún þóttist vita að það mundi vera huldufólksbær og þorði ekki að hafa þar neina viðdvöl. En nú brá svo einkennilega við, að hún þurfti ekki lengur að ganga, heldur sveif hún í loftinu í einhverri skýamóðu. Fór hún þannig langa leið og vissi ekki hvar hún mundi geta numið staðar. En svo birti allt í einu og fram undan var dásamlegt land, með stórum byggingum, skraut- görðum og blómlegum ekrum. Og þá barst skær rödd að hlustum hennar: „Hérna sérðu framtíð þína og barna þinna. Vertu glöð“. Þannig lauk draumnum. Vilborg réði hann svo, að hún mundi missa mann sinn og lenda í miklum erfið- leikum. Gerðist hún hugsjúk út af þessu, en ekki vildi hún segja manni sínum drauminn, heldur bað hún hann hvað eftir annað að fara var- lega og fara helzt ekki á sjó. „Ekki dugir að leggja árar í bát“, sagði hann þá. „Eg verð að gríþa hvert tækifæri sem gefst til þess að bjarga okkur, en eg met mikils um- hyggju þína fyrir mér“. Síðan liðu mánuðir svo, að ekkert bar til tíðinda, og allir höfðu nóg að starfa. En svo rak að því að Jón varð að fara út á Bakkagerði, til þess að reyna að ná í einhverja matbjörg, því að þá var allslaust í kotinu. Þetta var engin skemmtiferð. Það var ekki allt- af auðvelt að fá úttekt. Vörur voru dýrar, en lítið til að borga með. Þegar Jón bar að Bakkagerði voru kaupmenn á Eyrinni, sem svo var kölluð, að smala mönnum til þess að fara á báti norður á Unaós með matvörur handa Héraðsbúum. Feng- inn var formaður á bátinn, Ámi út- vegsmaður í Bakkakoti, Sigurðsson bónda á Hólslandi, Árnasonar bónda á Stokkhólma í Skagafirði Sigurðs- sonar. Hafði Ámi með sér tvo há- seta sína, sem voru sunnlenzkir, en nú vantaði fjórða manninn, og voru þeir orðnir leiðir að bíða. Mun fáum hafa þótt fýsilegt að ráðast til þess- arar ferðar, langa sjóleið á lélegum báti og eiga að skila farmi þar sem hafnleysa var. Þegar er Jón kom, var gengið fast að honum að fara með þeim. En hann var lengi tregur og bar fram fullgild- ar ástæður til þess að hann gæti það ekki, svo sem að hann væri ekki út bú inn í slíka ferð, og svo vissu kona og böm ekkert um þetta og myndu verða hrædd um sig. Þá var honum bent á það, að hann væri versluninni skuld- ugur, og ef hann færi ekki þegar í stað, skyldi hann ekki fá þar neina úttekt. „Og hvar ertu þá staddur?" sögðu þeir við hann. Þetta vopn beit. Hann hljóp því reiður um borð í hlaðinn bátinn, en spurði um leið hvort Héraðsbúar vissu að bátsins væri von þennan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.